Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1999, Síða 18

Faxi - 01.10.1999, Síða 18
I'AXI llkliílirr l!l!l!l Bætt tómstundaaðstaða fynip eldri borgara Það hefur svo sem ekki farið hátt en í mörg ár hefur áhugasamur hópur eldri borgara fengist við keramikvinnslu í tómstundum sínum í bílskúrnum við húsið að Hringbraut 57 í Kefla- vík. I’að gerðist síðan að eldvarnar- eftirlitið lét vita af því að húsnæðið fullnægði á engan hátt þeim kröfum sem gera þarf til húsnæðis sem hýs- ir slíka starfsemi. Hafði verið gefinn frestur til hins 1. apríls s.l. til að gera úrbætur, m.a. að setja keram- ikofnana í sérstakt brunahólf. Þá þegar var Ijóst að húsnæðið var of lítið og auk þess myndu breytingar verða mjög kostnaðarsamar. Tóm- stundastarf þetta er á vegum Tóm- stunda- og íþróttaráðs bæjarins og eftir nokkra leit að hentugu hús- næði komu menn auga á eldhúsið í KK-húsinu að Vesturbraut 17 og tókst með samkomulagi við bæjar- ráð og Leikfélag Keflavíkur að fá afnot af því til þessara nota. Það tók ekki langan tíma að útbúa hið nýja húsnæði og þann 31. mars s.l. var það tekið í notkun. Þarna er hin ákjósanlegasta aðstaða til að vinna við keramik og gler. Er mikill áhugi fyrir hvoru tveggja og má því búast við að framvegis verði enn meiri ásókn í þessa ágætu tómstundaiðju en hingað til. Þess má jafnframt geta að eldri borgarar hafa einnig aðstöðu til tómstundaiðkana í Hvammi við Suð- urgötu í Keflavík og í Selinu við Vall- arbraut í Njarðvík. Forstöðumaður tómstundastarfs aldraðra hjá Reykjanesbæ er Jóhanna Arngrímsdóttir en leiðbeinandi við keramik- og glervinnsluna er Hrafn- hildur Atladóttir. Það var nokkur nýlunda hér á landi þegar tómstunda- starf aldraðra var fært undir tórn- stunda- og íþróttaráð en nú liafa nokkrir aðrir bæir farið að þessu for- dæmi. HH ©g toéir ©ir tommij sJMffunr toremmsEMWtnii s®im iiá ®ir fi sárstaM toimffiiætoéM'o ILjésimi. IFsm/IHIIHI Jóhann Pétursson og Lórý Erlingsdóttir skoða listaverk. 66 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.