Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1999, Blaðsíða 20

Faxi - 01.10.1999, Blaðsíða 20
FAXI (IkfiíliiT I!)!)!) Málfundafélag Njarðvíkur Þann 16. núvember 1913 gerðist sá nierki atburður að stofnað var málfundafélag í Innri-Njarðvík. Verður nú tíundað það sem skráð var í fundargerðar- bók félagsins. Þeir sem stofnuðu félagið voru eftirtald- ir: Agúst Pálmason, Narfakoti Kristinn Jóel Magnússon, Garðbæ Sigurbjöm Magnússon, Garðbæ Aðalsteinn Magnússon, Hólmfastkoti Þorbergur Magnússon, Hólmfastkoti Gunnar Guðmundsson, Móum Fyrir stofnfundinn var Agúst Pálmason kjörinn formaður og Kristinn J. Magnússon ritari. Formaður næsta fundar var kjörinn Sigurbjöm Magnússon og framsögumenn næsta fundar þeir Sigurbjörn Magnússon og Aðalsteinn Magnússon. Annar fundur í félaginu var haldinn strax næsta kvöld, eða þann 17. nóvember. Voru allir félagsmenn mættir og var Krist- inn Magnússon kosinn ritari. Framsaga Aðalsteins nefndist „Hvaða veiðarfæri er hentugast til að ná í fiskinn." Taldi liann botnvörpu vera besta veiðarfæri er menn notuðu nú þar sem á engan hátt væri eins hægt að ná í ftskinn eins og í botnvörpu. Taldi hann einnig að trollarar með botn- vörpu væru bestu gróðafyrirtækin. Agúst Pálmason talaði um að handfærin myndu verða happasælust framvegis eins og að undanfömu þar sem þau væru langbilleg- ustu veiðarfærin og að allir gætu náð nokk- umveginn jafnt í fiskinn með því móti, þeir sem á annað borð stunduðu það. En aftur á móti gætu ekki nema ríkir og vel stöndugir menn og milljónafélög keypt trollarana. Margir fleiri tóku til máls um þetta efni og voru allir á móti trollurunum þar sem þeir ekki einungis eyðilögðu fiskinn um leið og þeir rótuðu upp botninum. Ekki nóg með það, heldur eyðilögðu þeir allskyns veiðarfæri, bæði fyrir smábátum og mótor- bátum. Síðan var borin upp svolátandi til- laga: „Eiga trollvörpur að vera aðalveiðarfær- in framvegis við Island.“ Voru greidd at- kvæði um tillöguna og var hún felld með fjómm atkvæðum gegn einu. Framsögu sína nefndi Kristinn Magnús- son: „Eigum við að efla íslenska íþrótt sem mest.“ Taldi hann bestu leiðina til að efla íþróttina sem best væri að stofna félög eins og enda hefði verið gert víða, en það væri ekki nóg nafnið félag, félagið yrði að bera nafn með réttu. Það er að segja, það yrði að vera sannur félagsskapur á milli manna og samtökin góð. Ágúst Pálmason tók í sama strenginn og taldi það fyrsta skilyrðið til að félög gætu staðist, það væri sannur félagsskapur. Margt fleira var um mál þetta talað og urðu umræður allar í þá átt er fyrr er umgetið. Tillaga um að annað mál væri tekið fyrir og var hún felld með 3 atkvæðum gegn 2. Var síðan fundi slitið. 3. FUNDUR Hann var haldinn 20. nóvember og voru allir félagsmenn mættir, fundargjörð frá síðasta fundi var lesin upp og samþykkt. Framsöguefni framsögumanns, Ágústs Pálmasonar, var: „Hvort eru tún hér við sjávarsíðuna betri en til sveita." Ágúst taldi tún til sveita mun betri en hér við sjó en hvað áburð hér við sjó áhrærði taldi hann heppilegast að brúka annað hvort góða mykju eða gamlan þara sem sjórinn væri vel siginn úr. Sigurjón Magnússon hélt fram sem góðum áburði úthræðrðum grá- sleppuhrognum þar sem þau gæfu frá sér fitu. Þorbergur Magnússon áleit heppileg- ast að brúka mykju þar sem hún væri al- gengust áburðartegundin og hefði alltaf reynst vel. Gunnar Guðmundsson aftur á móti hélt með alslags þorskslori þar sem t.d. um sumartímann maðkaði og fitan sigi úr því ofan í jörðina og maðkamir losuðu jarðveginn. Margt fleira var um mál þetta rætt og ræddi m.a. Ágúst Pálmason um hvers vegna heiðin hér væri ónýtari nú en áður og hélt hann að það væri vegna þess hve mikið hefði verið af því gjört að rífa lyng og mosa áður fyrr en sem betur fer væri því að mestu leyti hætt nú. Kristinn Magnússon var á sama máli, hélt að heiðin gæti verið ónýtari nú en áður fyrr af mikilli beit og óstjómlegs lyngs- og mosarifrildis þar sem ekki einungis hefði verið rifið í poka og poka, heldur hefði ver- ið rifið eins og af sjálfsagðri skyldu upp á marga hesta - sem sagt frá hverjum bæ, mosi og lyng til eldsneytis og svo beitilyng handa skepnunum. Þessu næst var umræð- um frestað um þetta mál og kosnir fram- sögumenn til næsta fundar þeir Þorbergur Magnússon og Sigurbjöm Magnússon. Var síðan fundi frestað. 4.FUNDUR Hann var haldinn 23. nóvember og voru allir félagsmenn mættir. Fundargjörð síð- asta fundar var lesin upp og samþykkt. Ræðuefni Þorbergs Magnússonar fram- sögumanns var: „Hvað er best að vera: Bamakennari, kaupmaður eða skósmiður." Áleit Þorbergur best að vera kaupmaður vegna þess að hann héldi að það væri gott gróðafyrirtæki. Aðalsteinn Magnússon liélt fram kennarastéttinni sem góðri atvinnu, sagði hann að það væri hæg og góð staða 68 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.