Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1999, Side 5

Faxi - 01.10.1999, Side 5
FAXI OktótMM- l!l!l!l MKID UM AD VERA í GOLFIMU Þá fer senn að ljúka golfvertíðinni þetta árið enda fer nú vetur í hönd. Það hefur verið mikið um að vera h já Golfklúbbi Suðurnesja því auk hefðbundinna móta innan klúbbsins þá hafa nokkur stórmót farið þar fram. Þar á / meðal var Islandsmót í holukeppni, Landsmót eldri kylfinga og Sveitakeppni GSÍ í 2. deild. Ahugi á golfi er sífellt að aukast og er golfsambandið nú annað stærsta sambandið innan íþróttahreyfíngarinnar. Myndin hér við hliðina var tekin um iniðjan ágúst og er horft yfir 1. flöt heim að golfskála. lilviljun eða fyrirboði? Daglega koma fyrir okkur atvik, oft lítilfjörleg, sem viö leggjum ýmsar merk- iugar í eöa látum fram hjá okkur fara án þess að velta vöngum yfir þeim. I þjóðtrú allra landa eru til sagnir af slíkum atvikum sem oft eru kölluð fyrirboðar einhvers annars, sem síðar á eftir að koma fram. Sumarið 1974 fór ég til Akureyrar og keypti þar nokkrar bækur af Jó- hannesi Óla Sæmundssyni fornsala. Samdist svo um á milli okkar að hann sendi mér bækurnar suður til Kefla- víkur síðar um haustið og að Fjóla dóttir hans, sem þar er búsett, afhenti mér bækumar um leið og ég borgaði þær. Leið svo og beið. Þegar bækumar voru komnar suður hringdi Fjóla í mig og lét mið vita um þær. Fór ég síðan og sótti bækumar og greiddi fyrir þær, kvaddi og fór. Þegar ég var um það bil kominn út á götuna framan við húsið, kallaði Fjóla í mig og sagði að ég hefði gleyrnt hönskun- um mínum inni í eldhúsi. Eg sneri við og sótti hanskana og fór síðan en um leið sagði Fjóla við mig: „Þú átt eftir að koma hingað aftur!”. Taldi ég það af og frá þar seni ég þekkti fólkið ekk- ert. Árin liðu og hin lögmálsbundna keðja orsaka og alleiðinga, seni stýrir sögulegri framvindu í lífi okkar, sá til þess, að áratug síðar var ég í Fjöl- brautaskólanum í Keflavík. Þar stundaði þá nám sitt af kost- gæfni Sæmundur Benediktsson, sonur Fjólu. Bjó hann þá í kjallara húss Gunnars Sigurfmnssonar við Hafnargötu, gegnt Símstöðinni. Hafði ég orð á því við Sæmund. að ég liti við hjá honum, þegar ég ætti leið um Hafnargötuna. Leið síðan og beið alllangur tími án þess að ég liti við hjá Sæmundi. En það var eins og ekki yrði undan því vikist sem spáð hafði verið. Heirn- sókninni 1974 og hönskunum hafði ég þó Iöngu gleynit. Loks fór ég í heimsókn til Sæmund- ar. Þegar ég var kominn inn og sestur í körfustólinn í stofunni hjá Sæmundi, rifjaðist atvikið frá 1974 upp fyrir niér. Þótti mér sem það hefði verið fyrirboði síðari heimsóknarinnar. Er þá eitthvað hæft í hinum ótelj- andi sögnum sem lifa á meðal allra þjóða jarðarinnar, þar sem jafnvel smæstu daglegustu atvik virðast þó harla merkileg, merkilegri en við ger- um okkur grein fyrir í erli daglegs lífs? FAXI 53

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.