Vísbending


Vísbending - 30.05.2008, Síða 1

Vísbending - 30.05.2008, Síða 1
30. maí 2008 19. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Húsnæðisverð mun eflaust lækka á næstunni en hve mikið? Hvaða áhrif hafa Íslendingar á gerðir Evrópusambandsins sem gilda hér á landi? Eru snjallir verðbréfakaupmenn fyrst og fremst heppnir? Hvers vegna eiga þeir sem voru hleraðir ekki að biðjast afsökunar? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 1 9 . t b l . 2 0 0 8 1 Hrun á húsnæðismarkaði? Að undanförnu hafa viðskipti á húsnæðismarkaði verið sáralítil. Veltan nú er um þriðjungur af því sem var fyrir hálfu ári. Framboð af húsnæði virðist ekki hafa minnkað og því virðist ljóst að það er einungis eftirspurnarhliðin sem hefur gefið sig. Samkvæmt hefðbundnum fræðum ætti þetta að leiða til verðlækkunar. Seðlabankinn hefur spáð mikilli lækkun og greiningardeildir bankanna taka í sama streng. Fasteignasalar malda í móinn og segja að verið sé að tala markaðinn niður. Því fer fjarri. Ytri aðstæður eru með þeim hætti að eðlilegt er að verðið gefi eftir. Það gerist þó hægt. Hækkun í takt við kaupgetu Á meðfylgjandi mynd sést verðþróun á húsnæði frá 1997. Að öðru jöfnu er eðlilegt að þróun á verðlagi á húsnæði hækki í takt við hækkun byggingarkostnaðar. Á myndinni blasir við að svo er ekki. Þvert á móti hefur verðið nær tvöfaldast miðað við byggingarkostnaðinn á síðasta áratug. Hann er því sýnilega ekki mikill áhrifavaldur um húsnæðisverð á þessum tíma. Þó hefur byggingarkostnaðurinn hækkað umfram almennt verðlag. Hafa verður í huga að á árunum fram til 1998 hafði sala fasteigna verið treg. Einkum var hörgull á kaupendum á stórum og dýrum eignum. Á miðju ári 1999 er eins og losni um stíflu og verðið hækkaði fram að aldamótum. Segja má að á árunum 1999 til 2004 standi verð nokkurn veginn í stað miðað við breytingar á launavísitölu. Þá koma bankarnir inn á markaðinn með há lán til langs tíma á hagstæðum kjörum. Þetta gerbreytti eftirspurn á markaði og næstu mánuði hækkaði verð á markaði um 30% umfram laun. Undanfarin tvö ár hefur verð svo verið tiltölulega stöðugt allt fram í janúar 2008. Þá fór að halla undan fæti og verð lækkaði. Hve mikil verður lækkunin? Það er eðlilegt að spurt sé hve mikilli lækkun hægt er að búast við á markaðinum. Því er fyrst til að svara að seljendur eiga afar erfitt með að sætta sig við það að hafa ekki selt á toppnum. Ekki er þó víst að auðvelt sé að uppfylla hugmyndir greiningardeildar Glitnis um að menn eigi að selja íbúðir sem allra fyrst, áður en verð lækki, en að kaupendur ættu að halda að sér höndum fram á haustið, þannig að þeir þurfi ekki að greiða of mikið fyrir eignirnar. Meginskýringin á lækkun fasteignaverðs núna er skortur á lánsfé frá bönkunum. Fyrst hækkuðu vextir en síðan hefur smám saman verið skrúfað fyrir nær allar lánveitingar. Fæstir einstaklingar eiga svo mikið lausafé að þeir geti snarað fram tugum milljóna króna án þess að taka lán. Þess vegna má segja að lánsfjárþurrð gerbreyti öllum aðstæðum á markaði. Nú er orðið algengt á ný að kaupendur dreifi útborgun á ár og margir láta aðra eign upp í þá sem þeir kaupa. Hér er því horfið til viðskiptahátta sem þekktust á markaði fyrir nokkrum árum. Lausafjárkreppan er ekki séríslenskt fyrirbæri. Þó að menn hafi færst af ystu nöf með aðgerðum ríkisstjórnarinnar til þess að auka gjaldeyrisforðann er hætt við því að aðstæður í efnahagslífinu verði smám saman erfiðari eftir því sem líður á árið. Atvinnuleysi mun örugglega vaxa og kaupmáttur minnka. Líklega verður áfram þröngt á lánamarkaði allt þetta ár. Sérfræðingar bankanna spáðu því strax í október síðastliðnum að erfitt yrði fyrir bankana að fá lán í gjaldeyri allt fram á næsta haust. Líklega verður þetta tímabil enn lengra. Erfiðar aðstæður á alþjóðamörkuðum leggjast hér á eitt með innlendri lægð. Að öllu virtu er alls ekki ólíklegt að húsnæðisverð lækki um 25 til 30% að raunvirði á næstunni. Eina leiðin til þess að seinka lækkuninni er að seljendur haldi að sér höndum. Það kann þó að reynast erfitt, því að sumir þeirra eru komnir í þrot og verða að selja vegna þess að þeir standa ekki í skilum með lán. Boginn hefur verið spenntur til hins ýtrasta og eitthvað verður að gefa eftir. Sumum kann að þykja þetta mikil lækkun en ef miðað er við ástandið fyrir 2004 gæti verðið jafnvel fallið um 35% að raungildi. Því fyrr sem verðið lækkar, því fyrr næst jafnvægi á markaðinum og eftirspurn verður eðlileg á ný. V Mynd: Breytingar á húsnæðisverði 1997-2008 m.v. byggingar- og launavísitölu Heimildir: Hagstofa Íslands, Fasteignamat ríkisins og útreikningar Vísbendingar. Hrun á húsnæ!ismarka!i? A! undanförnu hafa vi!skipti á húsnæ!ismarka!i veri! sáralítil. Veltan nú er um "ri!jungur af "ví sem var fyrir hálfu ári. Frambo! af húsnæ!i vir!ist ekki hafa minnka! og "ví vir!ist ljóst a! "a! er einungis eftirspurnarhli!in sem hefur gefi! sig. Samkvæmt hef!bundnum fræ!um ætti "etta a! lei!a til ver!lækkunar. Se!labankinn hefur spá! mikilli lækkun og greiningardeildir bankanna taka í sama streng. Fasteignasalar malda í móinn og segja a! veri! sé a! tala marka!inn ni!ur. #ví fer fjarri. Ytri a!stæ!ur eru me! "eim hætti a! e!lilegt er a! ver!i! gefi eftir. #a! gerist "ó hægt. Hækkun í takt vi! kaupgetu Á me!fylgjandi mynd sést ver!"róun á húsnæ!i frá 1997. A! ö!ru jöfnu er e!lilegt a! "róun á ver!lagi á húsnæ!i hækki í takt vi! hækkun byggingarkostna!ar. Á myndinni blasir vi! a! svo er ekki. #vert á móti hefur ver!i! nær tvöfaldast mi!a! vi! byggingarkostna!inn á sí!asta áratug. Hann er "ví s$nilega ekki mikill áhrifavaldur um húsnæ!isver! á "essum tíma. #ó hefur byggingarkostna!urinn hækka! umfram almennt ver!lag. Hafa ver! r í huga a! á árunum fram til 1998 haf!i sala fasteigna veri! treg. Einkum var hörgull á kaupendum á stórum og d$rum eignum. Á mi!ju ári 1998 er eins og losni um stíflu og ver!i! hækka!i fram a! aldamótum. Segja má a! á árunum 1999 til 2004 standi ver! í sta! mi!a! vi! breytingar á launavísitölu. #á koma bankarnir inn á marka!inn me! há lán til langs tíma á hagstæ!um kjörum. #etta gerbreytti eftirspurn á marka!i og næstu mánu!i hækka!i ver! á marka!i um 30% umfram laun. Undanfarin tvö ár hefur ver! svo veri! tiltölulega stö!ugt allt fram í janúar. #á fór a! halla undan fæti og ver! lækka!i. Mynd: Breytingar á húsnæ!isver!i 1997-2008 m.v. byggingar- og launavísitölu Heimildir: Hagstofa Íslands, Fasteignamat ríkisins og útreikningar Vísbendingar

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.