Vísbending - 30.05.2008, Síða 3
dósent við Háskóla Íslands
Helgi Tómasson
Verðbréfaráðgjafar ná misjöfnum árangri við ávöxtun. Eðlilega telja menn að þeir sem ná góðri
ávöxtun hafi mikið innsæi og beiti
spálíkönum sem hafi mikið forsagnagildi.
Hinum sem verr vegnar er ekki sýnd sama
virðing. Þetta er ekki nýtt. Á þriðja áratug
tuttugustu aldar náðist mjög góð ávöxtun
á hlutabréfamarkaði. Svo kom kreppan
mikla og hlutabréf hrundu í verði. Á þeim
tíma var, rétt eins og nú á tímum, fylgst
vel með því hvernig einstökum ráðgjöfum
vegnaði. Alfred Cowles ákvað að rannsaka
málið með því að bera saman árangur
atvinnuráðgjafa og ráða sem gefin voru
með því að velja spil úr stokk. Niðurstaðan
benti til þess að árangur handahófsráðgjafa
reyndist svipað og fagráðgjafa.
Úr sögu hagrannsókna
Hagrannsóknir, er íslensk þýðing á
hagnýtu tölfræðigreininni sem á ensku
er nefnd econometrics. Hagnýt tölfræði
er stundum nefnd með viðskeytinu
„metrics“, svo sem biometrics, psychometrics,
technometrics, chemometrics, environmetrics,
criminometrics, o.s.frv. Þessi heiti vísa
til þess að unnið skuli með mælingar.
Meginþema í hagnýtri tölfræði á 20.öld
er að alhæfa um sannleika. Tölfræði
nútímans er hagnýting á stærðfræðilegri
líkindafræði. Á 19. öld voru alls kyns
mælivísindi í sókn, þótt deilt væri um
aðferðir og heimspeki. Snemma á 20.
öld setti R.A. Fisher saman ýmis tól úr
stærðfræði og lagði grunn að hvernig
byggja mætti upp kerfi um hvernig
álykta ætti út frá mælingum. Kjarninn
í nálgun Fishers var líkindafræði og
hugsun hans byggðist á að reyna að tjá sig
með formlegum hætti um hvort líklegur
atburður hefði átt sér stað. Hagnýting var
í upphafi á sviði raunvísinda, líffræði og
landbúnaðar en hugmyndirnar ruddu sér
rúms alls staðar þar sem mælingar voru til.
Í hagfræði vildu menn ekki láta sitt eftir
liggja. Árið 1912 var hagfræðingurinn I.
Fisher sem þá var varaforseti í American
Association for the Advancement of Science
(AAAS) farinn að leggja drög að því að
skipuleggja félagsskap sem legði áherslu á
mælivísindi og stærðfræði í hagfræðinni.
Það var þó ekki fyrr en 1928 sem
Norðmaður nokkur, Frisch að nafni,
var í Bandaríkjunum og hitti þar meðal
annarra stærðfræðinginn Roos sem þá var
orðin ritari K-deildar AAAS, deildinni
sem sinnti m.a. hagfræði, félagsvísindum
og tölfræði. Þeir ákváðu að fara af stað
með félag sem leiddi saman hagfræði,
stærðfræði og tölfræði. Econometric Society
var stofnað 1930. Orðið econometrics
er talið vera uppfinning Frisch. Það er
athyglivert að Frish var álitinn frekar
andsnúinn líkindafræði.
Verðbréfaráðgjafi gerist
frumkvöðull í vísindum
Í kringum 1930 var fyrrnefndur Cowles
verðbréfráðgjafi í Colorado Springs.
Hann undraðist það að stór sveit lærðra
og vel upplýstra manna hafði ekki getað
komið í veg fyrir verðbréfahrunið mikla
New York. Meðal hinna lærðu mann var
Hamilton, ritstjóri Wall Street Journal,
sem hafði haldið úti vikulegum pistli um
verðbréfamarkaðinn um margra ára skeið.
Hamilton sagðist nota aðferðir fyrirrennara
síns, Dow, við ráðleggingar á markaðnum
og nefndi aðferðina Dow-theory í
höfuðið á meistaranum.
Cowles ákvað að taka málið
föstum tökum og safnaði saman
ráðgjöf Hamiltons með það í
hug að mæla árangur af henni.
Niðurstaðan var sú að ef farið
hefði verið að ráðum Hamiltons
hefði mönnum farnast 4%
verr en ef mjög einfaldri
stefnu hefði verið fylgt.
Cowles ákvað að athuga þá
hvernig öðrum ráðgjöfum
hefði farnast. Hann
athugaði ráðgjafa hjá
brunatryggingafélögum
sem þurftu að ávaxta
iðgjöldin. Einnig
safnaði hann saman
ráðum sérfræðinga
fjármálatímarita og
sjálfstætt starfandi
ráðgjafa.
Auðvitað var ávöxtun verðbréfasafna
hinna ýmsu ráðgjafa misjöfn og hann
hafði áhuga á að reyna að greina sundur
heppni og snilli. Hann fékk því þá góðu
hugmynd að skrifa ráðgjöfina á spil í
spilastokk og herma síðan ferlið. Hann
bjó til ímyndaða ráðgjafa og fór ráðgjöfin
þannig fram að dregið var eitt spil úr
stokknum, fjárfest samkvæmt því, og
spilinu síðan stungið aftur í stokkinn
og stokkað. Dreifing árangurs þeirra
sem hefðu farið eftir stokknum reyndist
mjög áþekk dreifingu sem mældist hjá
raunverulegu ráðgjöfunum. Cowles
ályktaði sem svo að lítið gagn væri í
ráðleggingum sérfræðinga og hætti sjálfur
að selja ráðgjöf 1931. Hann sagðist ætla að
bíða þangað til að betri skilningur fengist
á ferlinu. Grein hans þar sem þessu er lýst
birtist síðan í tímariti Econometric Society,
Econometrica árið 1933.
Geta verðbréfasérfræðingar spáð?
Snilli eða heppni:
framhald á bls. 4
V í s b e n d i n g • 1 9 . t b l . 2 0 0 8 3