Vísbending


Vísbending - 01.08.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.08.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 2 8 . t b l . 2 0 0 8 M ikilvæg forsenda í fræðilegri hagfræði kallast „ceteris paribus“ eða „að öðru jöfnu“. Skoðað er hver áhrifin eru ef aðeins einn þáttur breytist á meðan öllum öðrum breytum er haldið föstum. Aðalvandi hagfræðinga er hins vegar sá að þeir fá sjaldnast tækifæri til þess að gera tilraunir í raunverulegum hagkerfum enda væri slíkt tæpast æskilegt. Það eina sem þeir geta gert er að skoða söguleg gögn. Yfirleitt breytast margir þættir samtímis í margflóknu og síbreytilegu hagkerfi. Því er erfitt að sigta út hina raunverulegu áhrifavalda og jafnvel þótt sterk tengsl séu fundin, er ekki víst í hvaða átt orsakasamhengið gildir. Hagfræðitilraunir Úr þessu vill Patri Friedman, sonarsonur Miltons Friedmans, bæta. Hann stendur nú fyrir tilraunaverkefni sem kallast „Sjávarbælið“ (e. Seasteading) ásamt félaga sínum Wayne Gramlich. Verkefnið gengur út á að byggja litlar samfélagseiningar á fljótandi pöllum út á alþjóðlegu hafsvæði, í skjóli fyrir landhelgi annarra landa. Hver eining, sem minnir á olíuborpall, er um 12.000 fermetrar á stærð. Á hverri eyju á að vera lítið samfélag en hægt er að tengja samfélögin saman í nokkur stærri. Möguleikarnir sem þessi tilraun gefur eru feikna margir. Einn þeirra er að gera samfélaglegar tilraunir. Þannig má athuga hvers konar samfélag virkar best. Hægt verður að kanna til dæmis áhrif loftslags, trúar, efnahagslegs frelsis og mismunandi lagaramma. Þarna er tækifæri til að halda öllum breytum nema einni fastri, og því raunverulegar tilraunir mögulegar. Annar möguleiki er að íbúar hinna ýmsu landa geta nýtt sér frelsi sem felst í fjarlægð frá þjóðlöndum til þess að gera ýmislegt sem telst ólöglegt í heimalandinu. Til dæmis geta konur leitað í slík samfélög til þess að fara í fóstureyðingu frá þeim löndum sem það er bannað. Forsprakkarnir telja að einokunartil- burðir stjórnvalda eða ríkisstofnanna hamli oft gegn framförum, meðal annars í tækni. Þeir benda á að upphaflega hafi ríkisstjórnir einar haft leyfi til þess að reka útvarpsstöðvar í flestum Evrópulöndum. Það hafi breyst á sjöunda áratugnum þegar „sjóræningja útvarp“ var sent út í skjóli laga á alþjóðasjó og spilaði öll vinsælustu popplögin. Reyndar tókst að loksins að ráða niðurlögum útvarpsstöðvanna með því að banna með lögum öll viðskipti við þær, þar á meðal auglýsingar. Bylting var þó hafin og einokun var aflétt í byrjun áttunda áratugarins í flestum þessum löndum. Ríkishöft afnumin Friedman og Wayne telja að ríkisstjórn sé starfsemi með miklum aðgangshindrunum (e. high barries to entry). Til þess að gera tilraunir með ríkisstjórnir þurfi að vinna kosningar eða koma af stað byltingu sem getur verið dýrt fyrir tiltölulega fámennan hóp. Þess vegna bregðast ríkisstjórnir oft ekki nægilega við kröfum viðskiptavina, það er kjósenda. Þótt Friedman sé mikill frjálshyggjumaður þá verða sjávarbælin ekki endilega öll fyrir frjálshyggjusinna, heldur leggur hann áherslu á fjölbreytni. Þannig geta til dæmis umhverfissinnar, áhugasamir um sjálfbæran lífstíl stofnað til sjávarbælis. Hann sér fyrir sér að sjávarbæli séu líkleg til að stofna sambönd á ýmsum sviðum, til dæmis löggæslu. Munurinn á sjávarbælunum og hefðbundnum samfélögum er að ef viðskiptavininum finnst hann ekki fá nóg fyrir sitt framlag, þá getur hann alltaf dregið sig úr samstarfinu. Þannig færist valdið niður á við og gefur smærri einingum meira vald til þess að sjá til að hagsmunum íbúa þeirra sé þjónað. Raunsæ hugmynd? Mikil vinna hefur farið í alla hönnun og flest tæknileg vandamál eru nú þegar leyst. Vonast er til þess að frumgerðin verði tilbúin eftir tvö til þrjú ár. Það gæti hins vegar reynst stærri hindrun að fá fólk til þess að flytja lengst út á sjó. Þeir fyrstu þyrftu að borga talsverðan upphafskostnað, yfir 100.000 Bandaríkjadali, auk þess að þurfa að þola margvíslegar aðrar fórnir. Það þarf líklega tugi þúsunda einstaklinga til þess að flytja sig til þess að verkaskipting sé nægileg og boltinn fari að rúlla fyrir alvöru. Þeir hafa þó fengið annan stofnanda PayPal, Peter Thiel til þess að fjármagna fyrstu 500.000 dalina. Ef þeir geta náð kostnaðinum á hverja einingu nægilega mikið niður gæti þetta byrjað sem áningastaður fyrir ferðamenn. Það þarf íbúa með fasta búsetu til þess þjónusta ferðamennina og þannig gæti boltinn rúllað af stað. Friedman og Gramlich hafa lagt mikla vinnu í hvert smáatriði og verkefnið er ótrúlega vel úthugsuð miðað við svo „klikkaða“ hugmynd. ksf Hagfræðitilraunir Friedmans Mynd: Ein eining sjávarbælis Heimild: www.seasteading.org/learn- more/intro Þótt Friedman sé mikill frjálshyggjumaður þá verða sjávarbælin ekki endilega öll fyrir frjálshyggjusinna, heldur leggur hann áherslu á fjölbreytni. Patri Friedman.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.