Vísbending


Vísbending - 19.09.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.09.2008, Blaðsíða 1
19. september 2008 35. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Sumir telja að ríkis- stjórnin hafi setið aðgerðalaus. Það er betra en gera of mikið. Oft gerist það sem fólk býst við vegna þess að það býst við því. Í tillögu þingmanna VG um aðskilnað bankastarf- semi koma fram athyglis- verð sjonarmið. Eiga embættismenn að hafa skömm á þeim sem hafa skoðanir? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Nóg að gert? V í s b e n d i n g • 3 5 . t b l . 2 0 0 8 1 Landsvirkjunar annars vegar, en þær má vissulega gagnrýna, og stækkun gjald- eyrisforðans hins vegar. Ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er að vera með stóran gjaldeyrisforða er sú að ríkið er lánveitandi til þrautavara hjá bönkunum. Ef þeir ná ekki að fjármagna sig með eðlilegum hætti leita þeir ásjár ríkisins. Allir hafa fylgst með stækkun bankakerfisins að undanförnu og margir hafa gagnrýnt ríkið fyrir að hafa ekki fylgt því með stækkun gjaldeyrisforðans. Það er rétt að gjaldeyrisforði þjóð- arinnar hefur ekki vaxið í takt við vöxt íslensku bankanna. Bankarnir eru einka- fyrirtæki og ríkið getur aðeins haldið aftur af þeim með því að setja þeim reglur. Ekki er vitað til annars en hér gildi sömu eða svipaðar reglur og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Spyrja má hvort þeim hafi verið fylgt eftir með sama hætti hér og annars staðar. Engu að síður hlýtur ábyrgð einkafyrirtækja á rekstri alltaf fyrst og fremst að liggja hjá eigendum þeirra. Bankamenn hér á landi hafa verið ólatir við að prísa fyrri bankakrísuna árið 2006, en eftir hana þurftu þeir að taka margt í sinni starfsemi í gegn. Margir spyrja sig þeirrar spurningar hvort ábyrgðin á því að draga saman seglin aftur þegar á móti blæs liggi ekki hjá bönkunum sjálfum. Þeir ættu að selja eitthvað af þeim eignum sem þeir hafa keypt á undanförnum árum. Bankamenn svara því til að ekki sé góður tími til þess að selja núna og auk þess fái þeir mikið af sínu rekstrarfé í gegnum innlánsreikninga erlendis. Ef gjaldeyrisforðinn þarf að stækka í samræmi við stærð bankanna er ekki eðlilegt að bankarnir sjálfir beri kostnaðinn af því? Það er ekki ókeypis að byggja upp 500 milljarða króna sjóð og eðlilegast að kostnaðurinn af því legðist á bankana að þegar sparisjóðakreppan kom upp í Bandaríkjunum fyrir tæplega tuttugu árum kostaði hún Bandaríkjamenn um 3% af landsframleiðslu. Þá tókst mönnum að sigla leki fleyi til hafnar og kannski tekst það aftur núna. Aðgerðir Geirs Margir hafa legið ríkisstjórn Íslands á hálsi fyrir aðgerðaleysi. Það er ósanngjörn gagnrýni. Í fyrsta lagi mega menn ekki gleyma því að orsök vandans er ekki hjá ríkisstjórninni. Meginástæðurnar eru mikil lánagleði landsmanna á undan- förnum árum annars vegar og skyndileg lánsfjárþurrð vegna erlendra aðstæðna hins vegar. Ríkið hefur á undanförnum árum greitt niður skuldir sínar. Þær skuldir sem eftir eru koma til vegna H eimsbyggðin öll fylgist með því meðan ríkisstjórn Bandaríkjanna brýtur í viku hverri odd af oflæti sínu og kyngir því að þurfa að grípa sífellt meira inn í fjármálamarkaðina. Valið nú snýst að mati stjórnenda í Washington um að hætta fjármunum skattgreiðenda annars vegar eða sjá fram á keðjuverkandi hrun á mörkuðum hins vegar. Hér á landi hafa sumir gaman af því að sjá uppgjöf fjármálafyrirtækja sem fyrir nokkrum mánuðum gáfu út skýrslur sem spáðu hruni íslenska hagkerfisins, skýrslur sem kannski áttu beinlínis að veikja íslenska hagkerfið. Þeir sem spáðu því á barnum á Hótel 101 að von væri á annarri upprisu Krists hafa sumir ekki haft úthald til þess að bíða. Aðgerðir Bush Bandaríkjaforseti hefur stundum sagst leita ráða hjá föður sínum og tekur fram að þar eigi hann ekki endilega við Bush eldri. Nú er ljóst að hann telur ekki nóg að leggjast á bæn, því að á nokkrum dögum hefur stjórn hans ákveðið að ríkisvæða tvo fasteignalánasjóði og eitt tryggingafélag af stærri gerðinni. Auk þess hefur forsetinn ákveðið að setja 700 milljarða Bandaríkjadala í sjóð til þess að kaupa verðbréf sem byggja á húsnæðislánum. Með þessu hyggst stjórnin ráðast að sjálfri rót vandans. Með kaupunum eykst bjartsýni á mörkuðum og vissan um að sjóðurinn er til kann að nægja. Ólíklegra er að örvæntingarástand skapist þegar menn vita að til er kaupandi að bréfum. Ekki er ástæða til þess að selja þau strax á hvaða verði sem er vegna þess að þau verði kannski verðlaus síðar. Markmiðið er því fyrst og fremst að róa taugar markaðsaðila. Sjöhundruð milljarðar dala eru ekki neinir smáaurar. Þeir jafngilda um fimm prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna. Samt má ekki gleyma því framhald á bls. 4 Sjöhundruð milljarða dollara aðgerð Bush mætti jafna við að Íslendingar legðu til hliðar 50 til 100 mill- jarða króna. Ef menn líta á 500 milljarða gjaldeyrisaðgang sem sjóð Íslendinga sést að mjög mikið hefur verið lagt undir.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.