Vísbending


Vísbending - 19.09.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.09.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 3 5 . t b l . 2 0 0 8 Viðtal við seðlabankastjóra á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli. Margir sáu þar hinn gamla foringja Sjálfstæðis- flokksins í miklu stuði. Skeytin flugu í allar áttir og hver setning var greinilega þrauthugsuð. Davíð er örugglega líkur Winston Churchill að því leyti að hann eyðir miklum tíma í að semja svör sem hann getur svo skellt fram fyrirvaralaust. „Hann Davíð kann þetta,“ er orðtak hjá aðdáendum hans. Enginn vafi er á því að ein ástæðan fyrir vinsældum Davíðs meðal flokksmanna sinna var hversu beinskeyttur hann var. Viðtalið nú vekur spurningar um hvort það sé við hæfi að embættismaður, en Davíð er það óneitan- lega núna, eigi að hafa sams konar stíl. Sem seðlabankastjóri er Davíð í samskipt- um við og að sumu leyti eftirlitsmaður með bönkunum og starfsmönnum þeirra. Þess vegna má vissulega setja spurningar- merki við hnútur sem hann sendir. Mikilvægt er að embættismenn tali skýrt. Davíð setti ekki út á að menn töluðu um evruna einhvern tíma seinna, en ef skilja mátti hann rétt hafði hann skömm á þeim sem tala um hana núna. Hverja á hann við? Jónas Haralz, Vil- hjálm Egilsson, Björn Bjarnason? Á þingi ungra sjálfstæðismanna var samþykkt ályktun. Þar sagði: „Tryggja þarf að fyrir- tæki geti átt öll viðskipti, gert uppgjör og skráð eignir sínar í hverri þeirri mynt sem þau kjósa. Ef það er ekki hægt nema með því að ríkið taki upp annan gjald- miðil, eða binda krónuna við annan gjaldmiðil, á ekki að hika við það. Kanna ber möguleika á því að tengja krónuna við evru, eða taka upp evru á grundvelli samstarfs okkar og samninga við önnur Evrópuríki.“ Eigum við líka að hafa skömm á „þessu liði“? Ólíklegt er að menn hefðu tekið því ef til dæmis veðurstofustjóri hefði sagt frá því að hann hefði skömm á þeim sem héldu fram hnattrænni hlýnun. Davíð sjálfur hefði kallað „þann ágæta mann“ á teppið umsvifalaust. Málið snýst ekki um það hvort menn séu með eða móti evru heldur eiga embættismenn að gæta fag- legra vinnubragða og tala með virðingu um yfirmenn sína, hvort sem þar er um að ræða stjórnmálamenn eða áhugamenn um hagstjórn úr hópi almennings. bj Hann kann það ... framhald af bls. 3 framhald af bls. 1 sjálfa. Það var hins vegar ekki gert og ríkið hefur því orðið að grípa inn núna. Ekki gera of mikið Aðalatriði er að ríkisstjórnin skapi ró á markaðinum. Það er miklu verra að hún rótist um eins og naut í flagi heldur en að vinna yfirvegað. Forsætisráðherra hefur unnið af festu. Hann hefur ásamt Seðlabankanum náð að tryggja að ríkið hefur nú aðgengi að gjaldeyrisforða upp á um hálfa billjón króna. Hann hefur auk þess ráðið sérfræðinga sér til aðstoðar í efnahagsmálum. Hvort tveggja má flokka undir „róandi“ aðgerðir. Vegna þess að væntingar hafa mikið að segja er hægt að segja að efnahagsástandið sé að hluta til huglægt. Forsætisráðherra verður að gæta vel að því sem hann segir, vegna þess að orð hans hafa mikið vægi. Einmitt það gerir það að verkum að hann er í einstæðri stöðu til þess að tala um efnahagsmál af yfirvegun. Þannig getur hann haft mikil og góð áhrif. Sjöhundruð milljarða dollara aðgerð Bush mætti jafna við að Íslendingar legðu til hliðar 50 til 100 milljarða króna. Ef menn líta á 500 milljarða gjaldeyrisaðgang sem sjóð Íslendinga sést að mjög mikið hefur verið lagt undir. Sumir gagnrýna forsætisráðherra fyrir að gera of lítið. Það er betra en að gera of mikið. og fjárfestingarbankastarfsemi. Þá er í frumvarpinu lögð sú skylda á herðar fjármálafyrirtækja sem stunda tímabundið aðra starfsemi skv. 22. gr. að tryggja að aðkoma þeirra skekki ekki samkeppni á viðkomandi sviði. Í þessu felst t.d. að banka yrði með öllu óheimilt að fjármagna taprekstur fyrirtækis á samkeppnismarkaði og gera því kleift að keppa með ósanngjörnum hætti við samkeppnisaðila með undirboðum eða öðrum slíkum aðferðum í skjóli hins öfluga fjármálalega bakhjarls. Ríkið kemur til bjargar Þótt ekki sé beinlínis gert ráð fyrir því í lögunum að fyrirtæki hafi fleiri en eitt starfsleyfi er að því er virðist heldur ekkert sem bannar það. Af þeim sökum er lagt til í 1. gr. frumvarpsins að kveðið verði skýrt á um það í lögunum að fjármálafyrirtæki geti einungis starfað á grundvelli einnar tegundar af starfsleyfi á hverjum tíma. Þetta er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að sama fjármálafyrirtækið fái starfsleyfi bæði sem viðskiptabanki og lánafyrirtæki og haldi þar með óbreyttum starfsheimildum. Íslenskir viðskiptabankar hafa gerst mjög umsvifamiklir fjárfestar í atvinnufyrirtækjum og á fjármálamarkaði bæði hér á landi og víðs vegar um heim. Margt er óljóst um hve traustar þessar fjárfestingar eru. Hitt er deginum ljósara að komist bankarnir í þrot sem fjárfestingarsjóðir er sá hluti starfsemi þeirra sem snýr að almennum lánaviðskiptum við einstaklinga og fyrirtæki jafnframt hruninn. Við slíkar aðstæður hefur samfélagið þurft að hlaupa undir bagga (sbr. bankakreppur í Kanada, á Norðurlöndum og víðar á tíunda áratug síðustu aldar) og má þegar heyra slíkar óskir úr heimi fjármálanna varðandi íslensku bankana. Ótækt er að brask á fjármálamörkuðum sé á ábyrgð skattgreiðenda þótt hitt sé víst að hrun viðskiptabanka komi öllu samfélaginu í koll. Af þessum sökum er meðal annars nauðsynlegt að aðgreina með skýrum og afgerandi hætti fjárfestingarstarfsemi og almenn lánaviðskipti. Kínamúrar halda ekki Á undanförnum missirum hefur komið í ljós að sá lagarammi og þær takmarkanir sem fjármálafyrirtækjum eru settar duga engan veginn til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Raddir eru uppi um að svokallaðir „kínamúrar“ innan fjármálafyrirtækja haldi ekki og þar með efasemdir um að hagsmunum allra viðskiptavina sé gert jafnhátt undir höfði. Það er hverju fjármálafyrirtæki afar mikilvægt að forðast hvers konar hagsmunaárekstra. Í þessu sambandi er til að mynda augljóst að fjármálafyrirtæki getur enn síður en ella þjónað tveimur samkeppnisfyrirtækjum með trúverðugum hætti ef bankinn er stór eigandi í öðru þeirra. Svipað má segja um þær aðstæður sem koma upp ef fjármálafyrirtæki er annars vegar viðskiptabanki fyrirtækis en hins vegar að versla með eignarhluti í sama fyrirtæki fyrir eigin reikning. Á undanförnum missirum hafa fjármálafyrirtæki gerst umsvifamikil í kaupum og sölu á fyrirtækjum og beinir gerendur í ýmiss konar sviptingum þar sem tekist er á um hagnaðarvonir, völd og áhrif í viðskiptalífinu. Það er skoðun flutningsmanna að þessi mál séu komin úr böndunum og að óhjákvæmilegt sé að setja umsvifum fjármálafyrirtækjanna ákveðnari skorður í þessum efnum en núgildandi lög gera ráð fyrir og eins og þau hafa verið túlkuð og framkvæmd. Við kringumstæður sem þessar er það skylda löggjafans að skerast í leikinn til að vernda hagsmuni almennra viðskiptavina bankanna og til að takmarka líkur á því að hagsmunaárekstrar verði.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.