Vísbending


Vísbending - 17.10.2008, Síða 3

Vísbending - 17.10.2008, Síða 3
V í s b e n d i n g • 3 9 . t b l . 2 0 0 8 3 Pólitískur Nóbel? Nóbelsnefndirnar hafa stundum vakið grunsemdir um að fleira ráði vali þeirra á verðlaunaþegum en faglegt mat. Það var örugglega pólitísk yfirlýsing þegar Al Gore fékk friðarverðlaunin í fyrra og ekki síður þegar Jimmy Carter fékk þau nokkrum árum fyrr. Bókmenntaverðlaunin hafa líka verið gagnrýnd vegna þess að oft sé reynt að beina athyglinni að jaðarbókmenntum eða vekja athygli á lítt þekktum rithöfundum í stað þess að verðlauna þá bestu. Nú lét nefndarmaður til dæmis hafa eftir sér að bandarískir rithöfundar þyrftu ekki að búast við verðlaununum því að þar væri lítið um að vera í bókmenntum. Bandarískir hagfræðingar þurfa hins vegar ekki að kvarta undan því að hafa verið afskiptir við verðlaunaveitingar Nóbelsnefndarinnar. Í þetta sinn var það prófessor við Princeton-háskóla, Paul Krugman, sem fékk verðlaunin fyrir rannsóknir sínar og kenningar um alþjóðaviðskipti. Ekki er laust við að grunur læðist að mönnum að það hafi styrkt Krugman að hann er mikill andstæðingur Bush forseta og hefur verið mjög beittur í garð forsetans í skrifum sínum sem dálkahöfundur í New York Times. Meðal nýlegra dálka Krugmans er mikil lofgjörð um Gordon Brown og aðgerðir hans til hjálpar breska bankakerfinu. Hvers vegna kaupa lönd og selja sömu vörur? Einn þekktasti hagfræðingur sögunnar, David Ricardo, setti fram kenningar sínar um milliríkjaverslun fyrir um 200 árum. Hann taldi að þjóðir myndu einbeita sér að því að framleiða og flytja út þá vöru sem þeir gætu búið til hlutfallslega hagkvæmast. Kenning Ricardos um að lönd geti einbeitt sér að framleiðslu og útflutningi ákveðinnar vöru þótt þau hafi hvergi algera yfirburði í hagkvæmni er ein af grundvallarsetningum klassísku hagfræðinnar. Ísland framleiðir fisk, Frakkar vín og Kínverjar hrísgrjón. Þetta sjáum við allt í útflutningstölum landanna. Krugman veitti því hins vegar athygli að veröldin er alls ekki svo einföld að lönd einbeiti sér að framleiðslu ákveðinnar vöru og önnur ekki. Það blasir við öllum að mörg lönd flytja inn sömu vörur og þau flytja út. Það er reyndar ekki mjög algengt um hrávöru eins og hrísgrjón, en Frakkar flytja vín til Ítalíu og kaupa jafnframt ítölsk vín. Jafnvel eru dæmi um það að Íslendingar kaupi fisk frá útlöndum í sérstaka rétti. Auðvitað blasir þetta við öllum sem fylgjast með í nútíma samfélagi. Neytendur vilja gjarnan fjölbreytni. Rauðvín er ekki bara rauðvín. Til eru fjölmargar tegundir og þau eru misjöfn eftir árgöngum. Smekkur manna er misjafn og menn drekka ekki bara eina tegund af víni sem þeim þykir best heldur vilja menn fjölbreytni. Það kemur til dæmis fram í bílasmekk manna. Sumir vilja Volkswagen og aðrir Toyotu. Í sjálfu sér er ekkert sem mælir gegn því að Japanir framleiði nokkurn veginn eins bíl og Þjóðverjar. Hins vegar veita menn því athygli að lögun margra Volkswagenbíla er nokkurn veginn eins þó að þeir séu ekki sömu gerðar. Stærðarhagkvæmni veldur því að ekki borgar sig að framleiða mjög margar tegundir af „boddíum“. Þjóðverjar verða bestir í Volkswagen týpunni og Japanir í Toyota sniðinu. Fjallar líka um Ísland Krugman hefur líka þróað kenningar um það hvers vegna ákveðin svæði laða að sér framleiðslu og verða hagkvæmari en ella í stað þess að framleiðslan dreifist vítt og breitt um heiminn. Hagkvæmni í framleiðslu dregur að sér fólk sem aftur leiðir af sér hagkvæmni í búsetu, ódýrari aðföng og hærri laun. Hann hefur einnig skrifað um gjaldeyriskreppur og setti árið 1979 fram kenningar um það að ólíklegt væri að fastgengisstefna myndi verða farsæl til lengdar. Þess í stað væri langlíklegast að á endanum myndu spákaupmenn nýta sér veikleika gjaldmiðilsins og ráðast á hann. Hann spáði fyrir um vandamál sem upp komu í Asíu árið 1997 þegar aðrir hagfræðingar höfðu talað um efnahagsundur. Almennt er Krugman sammála kenningum Keynes um að inngrip ríkisins geti vel átt rétt á sér og hann hefur áréttað þá skoðun undanfarna daga. Krugman hefur tvisvar talað um Ísland á vefsíðu sinni undanfarið ár. Í mars talaði hann um þá kenningu að efnt hefði verið til samsæris gegn Íslandi og taldi það vel koma til greina að svo hefði verið og minnist þá að ráðist hefði verið gegn Hong Kong af gjaldmiðilsspákaupmönnum. Í Hong Kong voru hins vegar til svo sterkir sjóðir að árásinni var hrundið. Landið kom aftur til tals daginn eftir að ríkið tilkynnti að það hefði lagt hlutafé í Glitni. Krugman var samþykkur aðgerðinni. Meðal nýlegra dálka Krugmans er mikil lofgjörð um Gordon Brown og aðgerðir hans til hjálpar breska bankakerfinu. Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi. Paul Krugman, prófessor við Princeton-háskóla, fékk Nóbelsverðlaunin í ár fyrir rannsóknir sínar og kenningar um alþjóðaviðskipti.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.