Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.2008, Blaðsíða 12

Faxi - 01.05.2008, Blaðsíða 12
bryggju í Reykjavík. Vildu þeir fá olíu keypta til vetrarvertíðar en hún var ekki látin í té vegna verkbannsins. Héðinn kvaðst hafa spurt þá Magnús og Egil hvort þeir hefðu olíu til heimferðar og kvað hann Magnús hafa sagt það hvað eftir annað, að hann hefði meira en nóga olíu til heimferðar og ætti auðvelt með að lána Agli eina tunnu ef með þyrfti. Aftur á móti kvaðst Magnús vera knappur af smum- ingsolíu og bað hann Héðinn um eina tunnu, en Héðinn neitaði þeirri beiðni og bar fyrir sig verkbanninu. Héðinn tók fram við yfirheyrslu að hann hefði aflað sér upplýsinga hjá mót- orista um smurningsolíueyðslu Skandinav- íavélar 40 HK eins og þeirri sem var um borð í mb. Huldu. Hafi eyðslan verið talin 160-1000 grömm um tímann eftir aldri vélarinnar. Þórhallur Einarsson, formaður á ÚðafossL „Meira en nóg af brennsluolíu“ í grein Alþýðublaðsins um bátshvarfið 23. jan. var því haldið fram að vottar væru að því að Hulda hefði haft næga olíu til brottfarar en blaðið lét ekki uppi hverjir þeir væru sem gætu vottað þessi ummæli blaðsins. I lögreglurann- sókinni voru þessi orð blaðsins hinsvegar stað- fest af formönnum og vélamönnum á tveimur bátum sem lágu í Reykjavíkurhöfn um sama leyti og Hulda. Þessir bátar voru mb. Merkúr og mb. Uðafoss, báðir frá Keflavík. Guðmund- ur Guðbjömsson, formaður á Merkúr, sagði fyrir lögregluréttinum að hann hefði búið með Magnúsi, formanni á Huldu, á Hótel Heklu og hefði fylgt Magnúsi til skips þegar hann fór fimmtudaginn 21. janúar. Aðspurður hvort bát- inn hafi vantað nokkuð kvaðst hann ekki vita það með vissu en taldi formanninn hinsvegar miklu gætnari mann en svo að hann léti úr höfn án nægilegs útbúnaðar. Hér á Steinbryggjunni í Reykjavík rœddu hátsverjar á Huldu saman áður en lagt var úr höfn Itinn örlagarika dug 21.janúar 1932. - Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Símon Gíslason, vélamaður á Merkúr, stað- festi orð Guðmundar. Kvað hann Magnús vélamann á Huldu hafa sagt sér að þeir hefðu nóga olíu. Fyrir lögregluréttinn kom einnig Þórhallur Einarsson, formaður á Uðafossi. Verkamálaráðið hafði stöðvað Uðafoss í kjöl- far bannsins og meinað Þórhalli að selja fisk úr bátnum. Hafði Þórhallur höfðað mál á hend- ur Alþýðusambandinu vegna þessa. Þórhallur kvaðst hafa átt tal við Magnús Sigurðsson, vélamann á Huldu, sama daginn og báturinn fór frá Reykjavík. Sagði Magnús að þeir á Huldu hefðu meira en nóg af brennsluolíu og gætu meira að segja miðlað öðrum. Hinsvegar kvað Magnús þá knappa með smurningsolíu. Þórhallur taldi smurningsolíuskortinn ekki hafa getað orðið bátnum að tjóni á leiðinni til Keflavíkur. Orðrétt segir í lögregluskýrslu sem tekin var við yfirheyrsluna: Yfirheyrði [Þórhallur] getur þess í þessu sambandi, að ekki komi til mála, að smurn- ingsolíu-skortur hafi getað orðið bátnum að tjóni, því að ef í nauðir reki megi alltaf blanda smurningsolíuna með steinolíu, þó ekki til langframa. Fyrir réttinn kom einnig Sverrir Brieni, starfsmaður hjá Olíuverslun íslands sem kefl- vískir útgerðarmenn skiptu gjaman við. Sverrir bar að hann hefði ekið Magnúsi Pálssyni, for- manni á Huldu, og Agli Jónassyni, formanni á vélbátnum Braga, vestur í Slipp. Barst þá olía fyrir bátana í tal milli formannanna og sagði Egill að sig vantaði olíu. Svaraði Magnús þá að það gerði ekkert til því hann væri það vel birgur að hann gæti látið Egil fá olíu til heim- ferðarinnar. (í næsta blaði: Voru skemmdarverk unn- in á mb. Huldu í Reykjavíkurhöfn?)

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.