Faxi - 01.05.2008, Blaðsíða 17
Með sól í hjarta og söng á vörum
við setjumst niður í grænni laut.
I lágu kjarri við kveikjum eldinn,
kakó hitum og eldum graut.
Morgunninn rann upp, bjartur og fagur.
Fánahylling, hafragrautur, tjaldskoðun og aðr-
ir fastir liðir. Þá var kominn tími til að leggja
af stað í gönguferðir. Þeir, sem fóru í styttri
gönguna, gengu á K.eili, Trölladyngju og Eld-
borg, en hún er gamall, rauður eldgígur. Mos-
inn í gígnum var svo þykkur þá, að rnaður sökk
djúpt niður, líkt og verið væri að vaða snjó.
Eldborgin er aðeins um 70 fet á hæð. Á milli
hennar og Trölladyngju er mikill jarðhiti, og
víða gufar úr jörðinni. Þarna á jarðhitasvæð-
inu var talsvert um svarta snigla, sem gátu orð-
ið upp í 5-7 sentimetrar á lengd.
Þeir, sem fóru í lengri gönguna, gengu með-
íram Oddafelli og stefndu á Selsvelli. I leiðinni
var Hverinn eini skoðaður, en hann hefur átt
það til að hverfa og koma síðan aftur upp á allt
öðrum stað. Eftir góða göngu komum við svo
niður á Selsvelli.
I bók Árna Ola, Strönd og Vogar, er eftirfar-
andi lýsing doktors Bjarna Sæmundssonar á
Selsvöllum:
„Einn fallegasti staðurinn á Suðurkjálkanum,
°g einn sá sem verðast er að sjá þar, eru Sels-
vellir, vestan undir algrænni hlíðinni á Sels-
vallaljalli, sem er miðhlutinn af Vesturháls-
inum. Þeir ná milli hrauns og hlíðar 2!4 km,
rennisléttir og vel grösugir. Tveir lækir úr hlíð-
mni renna yfir vellina og hverfa svo í hraun-
ið. Er þarna mjög kvöldfagurt í góðu veðri,
iðjagræn hlíðin á aðra hönd, en opið útsýni til
Hraunsels, Vatnsfells, Keilis, Driffells o.fl.“
Þorvaldur Thoroddsen var líka hrifinn af
Selsvöllum, er hann kom þangað og gisti þar
1 tjaldi. Hann sagði, að þar væri fríðara land
°§ byggilegra heldur en víða þar, sem mikil
byggð er, nógar slægjur á völlunum og ágæt
beit í hálsinum. Hann hélt, að þar mundu vel
geta staðið 2-3 bæir.
Þegar við vorum búin að hvíla okkur og
nmra, héldum við áfram. Nú var farið yfir
Núpshlíðarhálsinn og á Vigdísarvelli, en þar
var áður búið, eða til ársins 1905, en þá hrundu
öll hús eða stórskemmdust í jarðskjálfta. Sá, er
Þá bjó á Vigdísarvöllum og var síðasti bóndinn
Þar, hét Bjarni ívarsson. Flutti hann með fólk
°g búfénað að Narfakoti í Innri-Njarðvík. Rak
hann búsmalann þangað yfir hraun og vegleys-
ur.
Næst var stefnan tekin á Djúpavatn. Þar
iengum við okkur fótabað, en vorum vöruð við
að vaða ol' langt útí, því vatnið væri bæði kalt
°g snardýpkaði. Þarna lukum við nestinu okk-
ar, enda veitti ekki af að létta byrðarnar, því
hópurinn var nú farinn að þreytast.
, Nú var stefnan tekin meðfram Trölladyngju.
Á leiðinni var Rauðihver skoðaður og síðan
gengið niður á Höskuldarvelli, og þar með
var hringnum lokað. Það var þreyttur en glað-
ur hópur, sem skilaði sér í tjaldbúðir, eftir vel
heppnaða gönguferð, og við tók bráðskemmti-
legur varðeldur, sem stóð til miðnættis, enda
þótt bálið væri aðeins ímyndað, því eldivið-
urinn var uppurinn - en sólin sló rauðgullnum
bjarma sínum á skátana og tjöldin.
Enn logar sólin á Súlnatindi,
og senn fer nóttin um dalsins kinn,
og skuggar lengjast og skátinn þreytist,
hann skríður sæll í pokann sinn.
Og skáta dreymir í værðarvoðum
um varðeld, kakó og nýjan dag.
Af háum hrotum þá titra tjöldin
í takti, einmitt, við þetta lag.
Talað hafði verið um það um kvöldið, að yrði
gott veður með morgninum, væri upplagt fyrir
Selsvallafarana að bregða sér á Keili. Morg-
unninn rann upp nteð lognblíðu og glamp-
andi sól, svo veðrið gat ekki verið betra. Ekki
fóru nú allir í Keilisgönguna. Sumir voru með
harðsperrur eða hælsæri og vildu heldur safna
kröftum fyrir heimferðina.
Þeir sem fóru, tóku daginn snemma og lögðu
upp eftir fánahyllingu og morgunmat. Tveir úr
hópnum höfðu þó yfirgefið tjaldbúðirnar strax
eftir fótaferð, af því að þeir þurftu að komast
fyrri hluta dags til byggða.
Nú þurfti að klöngrast yfir úfið hraunið. Það
var alls ekki greiðfært að Keili. Enda þótt fjall-
ið sé ekki ýkja hátt, eða aðeins 375 m, gat verið
nokkurt puð að komast upp, því mikið er um
skriður, og maður rennur iðulega hálft skref
niður l'yrir hveil skref upp.
Er upp á hátindinn var kornið, blasti við okk-
ur skrautlegur kexpakki, með erlendri áprent-
un. Hvernig í ósköpunum hafði þessi kexpakki
komizt upp á tind Keilis óskemmdur og óveðr-
aður? Svona gómsætt gráfíkjukex fékkst ekki i
búðum á Islandi á stríðsárunum. Hafði máski
stór fugl frá útlöndum borið hann hingað?
En þegar pakkinn var opnaður, var ekkert
kex í honum, aðeins lítill miði, sem á var skrif-
að: Borðuðum úr pakkanum kl. 11 - Gunni
Gerðu og Bötti, en það voru þessir tveir, sem
höfðu þurft að flýta sér til byggða. Þeir skruppu
þá í leiðinni á Keili til að sitja einir að þessu
ófáanlega, gómsæta kexi. Piltamir eru kunnari
nútímafólki sem Gunnar Eyjólfsson leikari og
prófessor Þorbjöm Karlsson.
En við nutum útsýnisins yfir Reykjanesskag-
ann og skrifuðum í gestabókina, sem þama er
geymd í vörðu, áður en við héldum niður aft-
ur. Við komumst, án áfalla, í tjaldbúðimar. Þar
beið okkar sætsúpa, sem kokkamir geymdu
handa okkur. Við vomm hálf hissa á, hvað
þeir ætluðu okkur mikið, því kornið var langt
framyfir matartíma. En - hvaða bragð var þetta
annars af súpunni? Olíubragð? Hvað hafði nú
skeð? Og skýringin kom. Prímushausinn hafði
stíflazt, og þegar þeir fóru að gera við hann,
spýtti hann olíu beint í súpupottinn. Þessvegna
fengum við nú svona stóran skammt af súpu.
En súpunni voru gerð lítil skil, hún fékk bara
að renna beint niður í hraunið, sem væntanlega
væri talið mengunarslys nú.
Nú var kominn tími til að taka sarnan dótið og
halda heim. Við þrifum eftir okkur og grófum
ruslið, en það var siður hjá okkur, skátunum,
að ganga vel frá öllu og valda engum spjöllum.
Nú var haldið af stað heim, eftir mjög góða og
skemmtilega helgi, en nokkrir urðu þó eftir til
að binda upp á hestana. Svo tóku hestasvein-
arnir við, og eftir 1 'Æ tíma voru þeir búnir að
ná Itópnum. Þegar við komum svo í Kúagerði,
beið okkar bíll (eða bílar) til að koma okkur
heim, og þangað komum við svo endurnærð
eftir ógleymanlega útileguhelgi.
Helga Kristinsdóttir
FAXI 17