Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.2008, Blaðsíða 22

Faxi - 01.05.2008, Blaðsíða 22
Gunnar Sveinsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri: Samfélagseign og samfélagsrekstur - Framsöguerindi á fundi í Málfimdafélaginu Faxa i apríl 2008 Umræður standa nú yfir í okkar samfélagi um breytingu á rekstri tveggja stórra félagasamtaka. Þ.e.a.s. Sparisjóðurinn ræðir um að breyta sínum rekstri í hlutafélagsform og Kaup- félag Suðurnesja ræðir um stækkun á félagssvæði sínu og breytingu á úthlutun arðs og hvernig það skuli framkvæmt. Þessi tvö félagasamtök tengjast samfélag- inu sem við búum í hvort á sinn hátt. Sveit- arfélögin kjósa menn í stjórn Sparisjóðsins og í lögum um samvinnufélög segir að ef kaupfélag hættir starfsemi og er lagt niður renna eignir þess til samfélagsins. Þannig að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga þarna hlut að máli. Fé án hirðis Ég hefi hugsað um þessi mál að undanfömu og datt í hug að gaman væri að heyra álit ykkar Faxafélaga á málinu. Ég ætlast ekki til að þið ræðið málið frá pólitískum sjónarhóli heldur félagslegum eða viðskiptalegum eða á þann hátt sem hver og einn kýs. Fyrir nokkru kom fram sú skoðun hjá Pétri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokksins í umræðum um sparisjóð- ina og kaupfélögin að það væm félög sem eng- inn ætti og væru félög án hirðis, eins og hann orðaði það. Hann sagði m.a. „Ég dreg enga dul á að ég hef ýmigust á fé sem enginn á“. Manni virðist að hann hafi ímigust á öllum félags- legum rekstri. Þó það sé ekki yfirlýst stefna flokksins, hvað sem verður. í Rússlandi á Sovéttímabilinu var ekki leyfð- ur neinn einkarekstur. Jafnvel rakari fékk ekki að reka sína stofu undir eigin nafni heldur varð það að gerast í nafni sveitarfélags eða ríkisins. Sumir einstaklingar hér á landi geta á sama hátt ekki hugsað sér samfélagsrekstur, heldur skal allt vera í einkarekstrarformi. Gott dæmi Gtmnar Sveinsson á skrifstofu sinni í kaup- félaginu. um þetta hér hjá okkur er Hitaveita Suðurnesja sem var í samfélagseign sveitarfélaganna á Suðumesjum. Agæt samvinna var um rekst- urinn og skiptingu ábyrgðarstarfa í samræmi við eign og Hitaveitan skilaði góðum hagnaði. Forystan brást Ríkið ákvað að selja 15% eign sína í Hitaveit- unni. Eðlilegast hefði verið að Reykjanesbær hefði haft forustu um að kaupa þann hlut í samstarfi við hin sveitarfélögin þannig að starf- semin hefði haldið áfram á sama grundvelli. En svo varð ekki, forystan brást. Reykjanes- bær lagði áherslu á að einkafyrirtækið Geysir Green keypti hlutinn og sundraði þar með sarn- stöðu sem vel hafði gefist um árabil. Var þetta gert af hugsjón eða spiluðu Ijárhagsleg öfl þar inn í? Hitaveitan þetta óskabarn Suðumesja- manna var síðan niðurlægt og ráðstafað sem skiptimynt í umræðunni um Hitaveitu framtíð- arinnar. Ég hefi verið að kíkja í 100 ára afmælisrit Sparisjóðsins og samskonar útgáfu frá kaup- félaginu 60 ára. Þar era menn ekki að ræða um hvað fæ ég margar krónur, heldur hvemig get ég gert gagn fyrir samfélagið með því að stofna þessi félög. Maður undrast oft hvað þessir for- ustumenn lögðu mikið á sig án þess að gera neinar kröfúr um greiðslu eða þakkir frá sam- félaginu. Þannig var tíðarandinn og hugsunin var ekki eins bundin við peningahyggjuna eins og nú þó fátæktin væri ef til vill meiri þá. Hvatann vantar Andstaða gegn samfélagslegum rekstri hefur alltaf verið til staðar. Við þekkjum þau viðhorf að ef bær eða ríki á í hlut telja menn að það gildi önnur viðhorf til þjónustu og greiðslu. Aðrar röksemdir móti samfélagslegum rekstri eru að menn vinni ekki eins vel. Það vanti hvatann hjá þeim sem vinna hjá ríki og bæ sem oft er hjá einkafyrirtækjum. Og svo eru þessi sjónarmið Péturs Blöndal og slíkra sem telja að svona fyrirtæki eins og sparisjóðir og kaupfélög séu félög sem enginn á og séu nærri til óþurftar í samfélaginu. Að sjálfsögðu mega menn hafa sínar skoðanir þessum málum en ég er þeim mjög ósammála um það atriði að menn vinni ekki af sömu samviskusemi innan samfélagsgeirans eins og einkarekstursins. Að- stæður eru bara aðrar. Þau 40 ár sem ég var kaupfélagstjóri við Kaupfélag Suðurnesja kynntist ég vel þeim mönnum sem stóðu í forsvari fyrir sveit- arfélögin, oddvitar, sveitarstjórar og almennir starfsmenn. Mér fannst allir þessir menn leggja sig fram um að gera veg sveitarfélags síns sent mestan og vinna á sem hagkvæmastan hátt á sama hátt og þeir væru að fara með eigið fé. Hciðursmanna minnst Ég vil nefna hér nokkra þessara ntanna, menn sem ég veit að þið flestir þekkið úr forustuliði sveitarfélaganna. Allir miklir heiðursmenn. Ég vil þá fyrst nefna Ragnar Guðleifsson bæj- arstjóra í Keflavik mikill öðlingsmaður sem hugsaði fyrst og fremst um aðra á undan sjálf- um sér. Eggert Olafsson oddvita í Höfnum mik- 22 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.