Íslendingur


Íslendingur - 07.04.1983, Side 1

Íslendingur - 07.04.1983, Side 1
13. TÖLUBLAÐ . 68. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1983 Hörður Áskelsson leikur á orgel í Akureyrarkirkju Hörður Áskelsson orgelleikari heldur tónleika í Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk eftir: Cesar Franck, Olivier Messiaen, Pál Isólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson og einnig flytjandann - Hörð Áskels- son. Hörður hefur þegið boð um að halda tónleika við Postulakirkjuna i Köln i Þýskalandi, og leikur hann sömu tónverkin á Akureyri, og í Þýskalandi einni viku síðar. Orgel Akureyrarkirkju er stærsta ptpuorgel landsins, óg kemst næst þeim orgelum, sem Hörður mun leika á í Þýskalandi. Stærð hljóð- færisins og þaðað Hörðurerfæddur og uppalinn á Akureyri, ræður vali á Akureyrarkirkju fyrir tónleikana. KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er í Kaupangi v/Mýrar- veg (2. hæð). Opin daglega kl. 13-19. er 21504. Lárus Jónsson, alþingismaður: Skattlagning á umferðina og stefna í vega- málum á valdatíma Alþýðubandalagsins og Framsóknar frá 1978 til 1983 Álþýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn hafa haft forystu saman um ríkisfjármál og sam- göngumálin frá haustinu 1978. Sú þróun sem átt hefur sér stað í skattheimtu á umferðina og stefnan í vegamálum á þessu tímabili er athyglisverð og laerdómsrík sem dæmi um það lánleysi sem fylgt hefur stjórnar- samstarfi þessarra höfuðandstæð- 'nga Sjálfstæðisflokksins. Hér skulu tilfærð nokkur aðalatriði: (Upplýsingar eru frá Vegagerð nkisins og Þjóðhagsstofnun.) 1- Skattar á bensín hafa hækkað að raungildi um 438 millj. króna milli áranna 1978 og 83 (verðlag vegaáætlunar). Sjá mynd. 4. Ef þessi gífurlega skatta- hækkun rynni öll til vegamála væri tvöföld upphæð til ráðstöfunar í sumar til ný- bygginga vega og brúa miðað við það sem vegaáætlun Steingríms Hermannssonar gerir ráð fyrir. Þessi skattahækkun hefur svo til öll farið til almennrar eyðslu ríkissjóðs. Á hinn bóginn hafa lántökur tvöfald- ast að raungildi til vegamála sum árin frá 1978. Nýframkvæmdir vega og brúa hafa sáralítið aukist á þessu timabili og sú litla aukning sem orðið hefur sum árin einvörðungu orðið vegna aukinnar lántöku. Þeir víxlar falla auðvitað síðar á skatt- greiðendur. (sjá mynd.) 5. Vegaáætlanir síðustu ára hafa alltaf verið skomar miskunnar- laust niður og stefnumótun Alþingis í vegamálum verið hunsuð í reynd. Þetta hefur gerst þótt vitað sé að vegaframkvæmdir eru með allra brýnustu og arðbærustu félagslegu framkvæmdum sem bíða úrlausnar í landinu. Bættar samgöngur eru jafnframt eitt stærsta byggðamálið. Uppbygg- ing 700 km af þjóðvegakerfinu er talin svo ábatasöm að hún gefí 20% arð og þar af 400 km yfir 30% arð. Þessu fjármagni sem tekið hefur verið með sköttum á umferðina hefði því áreiðanlega verið betur varið tjl vegagerðar en almennrar eyðslu ríkissjóðs. Það er mikill heiður fyrir Hörð að hafa fengið slikt boð frá Köln, því á þeim ' 4 aðaltónleikum, sem organistum er boðið að halda, leika auk Harðar organistarnir Rudolf Heinemann og Michael Schneider, en þeir eru báðir heimsþekktir. Hörður hóf orgelnám á Akureyri hjá Gígju Kjartansdóttur við Tónlistarskólann á Akureyri. Siðan við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann lauk tónmenntar- kennaraprófi og ári siðar B loka- prófi í orgelleik, og var Marteinn Hunger Friðriksson orgelkennari hans þar. Síðan stundaði hann framhaldsnám við tónlistarháskól- ann í Dusseldorf í Þýskalandi, og lauk þaðan æðsta prófi í kirkju- tónlist og orgelleik, þ.e. A prófi vorið 1981, sem eini nemandinn er því prófi lauk það árið og jafnframt með hæsta vitnisburði, sem veittur er við skólann þ.e. meðaleinkunn A úr öllum greinum. Honum bauðst starf í eitt ár við Neanderkirkjuna í Dusseldorf, sem er helsta tónlistarkirkja Dusseldorf, og auk einleiks á orgel flutti hann þar, sem stjórnandi nokkur stór verk fyrir kór og hljómsveit. Hann starfar nú, sem organisti við Hallgrímskirkju, og var aðal- hvatamaður að stofnun listvina- félags við kirkjuna, sem stendur að flutningi og sýningu kirkjulegrar listar. Hann stofnaði einnig mótettukór við kirkjuna, sem flutt hefur tónlist við ýmist tækifæri. Hörður hefur verið aðstoðar- stjórnandi Pólýfónkórsins, og var aðalstjórnandi á jólatónleikum hans. Hann hélt orgeltónleika í boði dómkirkju Þrándheims á tónlistar- hátíð þar árið 1982, og lék á Spáni á s.l. sumri. Fráupplausn til ábyrgðar Mikilvægir punktar úr stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins Um hjöðnun verðbólgu: • Verðbólgunni verði náð niður með samstilltu átaki allrar þjóðarinnar. • Ríkið gangi á undan með því að draga úr eyðslu sinni og skattheimtu. • Aðilar vinnumarkaðarins komi sér sjálfir saman um kaup og kjör er samræmist getu atvinnuveganna. Nauðsyn ber til að finna nýjar leiðir að því markmiði og mun Sjálf- stæðisflokkurinn stuðla að því að skapa skílyrði fyrir sliku samkomulagi. Um atvinnuöryggi: • Árangur í baráttunni gegn verðbólgu er for- senda þess að fuli atvinna haldist, sparnaður aukist og jafnvægi náist i efnahagsmálum. Með minnkandi verðbólgu geta vextir orðið jákvæðir en farið þó lækkandi og stuðlað að hjöðnun verðbólgu, gagnstætt því sem nú er. • Skráning gengis sé miðuð við stöðu atvinnu- veganna og jafnvægi i milliríkjaviðskiptum. • Eðlilegt verðlag i landinu sé tryggt með frjálsri verðmyndun þar sem samkeppni er næg. • Orkulindir landsins verði hagnýttar til að leggja grunn að nýrri framfarasókn þjóðar- innar. Um erlendar skuldir: • Útgjöld séu ekki umfram afrakstur þjóðar- búsins, erlendar skuldir aukist ekki og langtímalánum sé aðeins varið til arðsamrar fjárfestingar. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðar- innar sé tryggt á ný og efnahagslegu jafn- vægi náð. Um skattamál: • Tekjuskattur á almennar launatekjur verðí afnuminn, jafnframt þvi sem persónuf rádrátt- ur nýtist láglaunafólki að fuliu. Tekjum hjóna verði skipt milli þeirra fyrir álagnfngu skatts. Eignarskattur á ibúðir verði lækkaður. • Virðisaukaskattur verði tekinn upp i stað söluskatts. Sjá stefnuskrána á bls. 4-5.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.