Íslendingur - 16.06.1983, Síða 2
Heimsþekktur fiðlu-
leikari á Akureyri
Tónleikar í Skemm-
unni á sunnudaginn
John Kerdall við kennslu í Tónlistarskólanum í gær. Ljósm. K.G.
Dagana 15.-19. júní gengst
Tónlistarskólinn á Akureyri
fyrir námskeiði í strengja-
hljóðfæraleik fyrir nemend-
ur á öllum stigum og kennara
þeirra.
John Kendall sem er prófessor
við Southern Illinois University
er heimsþekktur fyrir kennslu
ungra fiðluleikara og hefur hlotið
margs konar viðurkenningu fyrir
framlag sitt til tónlistarmála og
þá sérstaklega fíðlukennslu.
Kendall var nemandi hins fræga
fíðlukennara Galamians sem
kennt hefur mörgum af færustu
fiðluleikurum heims. Kendall
var fyrstur Bandaríkjamanna til
að fara til Japans til að kynnast
kennsluaðferðum Suzukis sem
hann innleiddi síðan í Banda-
ríkjunum. Hann hefur haldið
yfir 500 fyrirlestra og námskeið
víðsvegar um heim.
Kendall er nú á leið til
Svíþjóðar til að halda þar
námskeið. í för með honum eru
L.iðinn vetur hafa bæjarfulltrú-
ar haft reglulega viðtaistíma
fyrir bæjarbúa og hafa þeir
reynst vel og talsvert verið um
það, að fólk hafi leitað til
14 fiðlunemendur frá Banda-
ríkjunum á aldrinum 6-14 ára
sem munu koma fram á tónleik-
um í tengslum við námskeið
hans og taka þátt í samspils-
tímum. í hópnum er 6 ára stúlka,
Kirsten Charnond, sem er nú
þegar farin að leika fiðlukonserta
opinberlega og David Perry, 14
ára fiðlusnillingur, sem hefur
komið fram víðsvegar í Banda-
ríkjunum sem einleikari, t.d. í
fiðlukonsertum Sibeliusar og
Bruchs.
Námskeiðið á Akureyri stend-
ur 15.-19. júní eins og áður sagði
en á þjóðhátíðardaginn fara
þátttakendur í skemmtiferð í
Mývatnssveit þar sem þeir taka
þátt í hátíðahöldum heima-
manna með tónleikum nemenda
Kendalls.
Námskeiðið sækja strengja-
nemendur og kennarar alls staðar
að af landinu eða um lOOmanns.
Kennarar njóta tilsagnar
Kendalls í kennslufræði og taka
fulltrúa sinna í bæjarstjórn með
erindi sín.
Þegar tók að líða á vorið og
sumarið dró úr aðsókn og hefur
verið ákveðið að leggja viðtals-
þátt í hóptímum („master class“)
ásamt nemendum sem lengra
eru komnir. Einnig heldur hann
samspilstíma fyrir yngri nem-
endur en yngstu nemendurnir
verða 6 ára. Auk þess ætla
Hafliði Hallgrímsson og Haukur
Hannesson að annast kennslu í
sellóleik og Hafliði leiðbeinir
tímana niður í sumar, frá og
með 15. þessa mánaðar. Gert er
ráð fyrir því, að þráðurinn verði
tekinn upp í september í haust.
Þá er þess að geta, að
hljómsveit skipaðri þátttakend-
um á námskeiðinu. Námskeiðinu
lýkur svo með tónleikum í
Iþróttaskemmunni á Akureyri
19. júní kl. 20.30 þar sem
nemendur John Kendalls og
þátttakendurnir á námskeiðinu
koma fram.
bæjarstjórn, sem allajafna hitt-
ist hálfsmánaðarlega, kemur
aðeins einu sinni saman í júlí, og
einu sinni í ágúst.
Lagt upp
í ferðalag
Á laugardag fór Rauða húsið í
ferðalag frá Skipagötunni áleiðis
að Botni, þar sem Foreldrafélag
barna með sérþarfir og Styrktar-
félag vangefinna hyggjast nýta
húsið.
Þetta er annað ferðalagið, sem
Rauða húsið fer í, en snemma á
öldinni var því fleytt á tunnum
frá Svalbarðseyri yfir til
Akureyrar.
Þessari ferð er raunar ekki
alveg lokið, því húsinu hefur
verið tyllt niður við Innbæinn
um stund.
Fær Alþýðu-
bankinn ekki
útíbú hér!
Enn hefur Alþýðubankinn ekki
fengið formlegt leyfi til þess að
opna útibú hér á Akureyri.
Fyrirhugað er að opna útibúið
1. september í haust.
Tómas Árnason fyrrverandi
viðskiptaráðherra afgreiddi
ekki umsókn bankans en nú
hefur bankastjórnin ítrekað um-
sókn sína í bréfi til Matthíasar
Á. Matthíssen bankamálaráð-
herra.
Vitað er að meðal banka-
manna á Akureyri er andstaða
gegn leyfisveitingu, en Stefán
Gunnarsson, bankastjóri Al-
þýðubankans í Reykjavík vísaði
á bug rökum gegn stofnun
útibús hér. Hann sagði að allir
bankar ættu að njóta sömu
starfsskilyrða. Hann bætti því
við að allt að þrjátíu útibús-
leyfi hefðu verið veitt frá því
Alþýðubankinn fékk síðast
leyfi.
Því má svo bæta við að
Tómas Árnason fyrrverandi
viðskiptaráðherra veitti Sam-
vinnubankanum útibúsleyfi á
ísafirði daginn áður en hann sté
úr ráðherrastóli.
Auglýsing um
aðalskoðun bifreiða
Aðalskoðun bifreiða á Akureyri, Dalvík og
Eyjafjarðarsýslu lýkur 15. júní n.k.
Aðgerðir til að taka úr umferð bifreiðar, sem
ekki hafa verið færðar til skoðunar á tilsett-
um tíma, eru hafnar.
Bæjarfógetinn á Akureyri og
Dalvík, sýslumaðurinn i
Eyjafjarðarsýslu, 09.06.1983.
ÖKUKENNSLA
Nú er rétti tíminn til að taka bílprófið.
Ný kennslubifreið Lada 2105 þægilegur og lipur
bíll. Egill H. Bragason ökukennari. Sími 26347.
Sementsverksmiðjan
Krossanesi
óskar að ráða meiraprófsbílstjóra til sumar-
afleysinga í 2 1/2 mánuð.
Upplýsingar í síma 25355 á daginn.
VILTU VIÐTAL - BÍDDU ÞÁ HAUSTSINS
ÚTBOÐ Á NORÐAUSTURVEGI
Auglýsing
um útboð
VEGAGERÐ RÍKISINS, AKUREYRI, auglýs-
ir eftir tilboðum ílagningu 1.6km langs kafla
af Norðausturvegi frá Laxá að Laxamýri.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.r.
Miðhúsvegi 1, Akureyri, gegn 2.500kr. skila-
tryggingu frá kl. 13.00fimmtudaginn 16. júní
1983. Skilafrestur tilboða er til hádegis 27.
júní 1983.
Akureyri 14. júní 1983.
VEGAMÁLASTJÓRI.
> BÚRIÐ
Strandgötu 37, sími 25044
í DJÚPFRYSTI Sjófryst ýsuflök Hörpudiskur Smokkfiskur Eldislax, heill og sneiddur. ÓDÝRT Kindahakk Kindagúliash Kindasnitsel Kindavöðvar Nautahakk Nautagúllash Nautasnitsel Nautavöðvar Hamborgarar NÝR FISKUR Ný ýsa Ný ýsuflök Rauðspretta Saltfiskur Siginn fiskur Reykur fiskur
MJÓLK - BRAUÐ - ÁVEXTiR - TÓBAK - SÆLGÆTI - O.M.FL.
Opið á laugardögum.
2 - ÍSLENDINGUR