Íslendingur - 16.06.1983, Blaðsíða 4
Fátt er svo með
öllu illt-------------------------
Þegar loks tókst að mynda ríkisstjórn tveggja
stærstu þingflokka landsins, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks var það eitt af fyrstu verkefnum
hennar að setja bráðabirgðalög, sem gerðu það
að verkum, að í stað 24% launahækkana 1. júní
komu aðeins 8% hækkanir á laun til framkvæmda.
Þetta er öllum kunnugt, svo og áframhaldiðog þær
tilslakanir sem koma eiga til sem draga úr áfalli
launarýrnunar gagnvart þeim lægst launuðu.
Það fer ekki milli mála að erfiðara verður að láta
enda ná saman, ekki bara hjá þeim sem hafa lægst
launin, heldur einnig hjá miðlungslaunafólki.
Oft hefur þó kreppt harðar að íslenskum en nú
þau árahundruð sem þeir hafa byggt þetta land og
ekki skal ætla að okkur sé þorrinn sá kraftur að geta
ekki hert sultarólina um stundarsakir meðan verið
er að koma efnhagslífi landsins á réttan kjöl.
Gott er að ríkisstjórnin hefur þor til að taka á
vandanum og þá er okkar, að koma til móts við
aðgerðir hennar með raunsæi og vilja til að bæta
hag landsins.
-----------------að ekki
boði nokkuð gott
Nú þessa dagana eru ýmsar stofnanir bæjarins að
yfirfara fjárhagsáætlanir sínar, með það i huga, að
ekki verði farið með áður áætluð verkefni fram úr
þeirri fjárhagsáætlun sem gerð var á fyrstu mán-
uðum ársins, enda voru það eindregin fyrirmæli
frá ráðamönnum bæjarins að við þá áætlun
yrði staðið. Þegar reiknaðir eru út launaliðir
samkvæmt nýju launahækkununum kemur í Ijós
að meiri líkur eru á að fyrri fjárhagsáætlanir
komi til með að standast. Það er afar mikilvægt fyrir
stöðu bæjarfélags sem Akureyrar að geta gert sem
réttastar fjárhagsáætlanir. Það tók langan tíma og
endalausar fundasetur að koma saman fjárhags-
áætlun í vetur og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
minnihluta bæjarstjórnar til að láta enda ná saman,
án viðbótarlántöku, réði meiri hlutinn því að þrjár
milljónir þarf til viðbótar tekjumeginn og ekki er
enn séð fyrir endann á því hvort og hvernig það lán
fæst.
Hætt er við að þessar þrjár milljónir hefðu dugað
skammt til viðbótar ef 24% launahækkunin hefði
komið til 1. júní og sjálfsagt verður það nógu erfitt
samt.
Á síðast liðnu ári fór fjárhagsáætlun Akureyrar
verulega úr skorðum. Kom þar margt til svo sem
tveir kjarasamningar í stað eins, mikill þrýstingur á
að Ijúka svo íþróttahöllinni og fyrsta áfanga Verk-
menntaskólans að taka mætti húsin i notkun, mikil
rýrnun tekjustofna bæjarins vegna verðbólguhrað-
ans og fleira og fleira. Mikil f ramúrkeyrsla á einu ári
hlýtur að koma niður á næsta ári og því stöndum
við frammi fyrir nú. Stórfelldur niðurskurður á
verkefnum svo sem langþráðri sundlaugarbygg-
ingu við Oddeyrarskóla, dagvistunar við Þórunnar-
stræti eru talandi dæmi um áður ákvörðuð og
undirbúin verkefni sem verða að bíða um sinn
vegna fjárhagsstöðu bæjarins og víða annars
staðar er fjármagn skorið við nögl.
En eitt er þó víst að náist ekki að hemja verð-
bólguna og bæta efnahagslíf landsins, gengur enn
hægar að framkvæma öll þau verkefni sem við
viljum, til að gera bæinn okkar betri bæ og byggi-
legri.
M.K.
, ,Æ tti frekar að
snjóþyngsli en I
Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari, var í heimsókn á Akureyri
um helgina í þeim tilgangi að líta á efnilega leikmenn fyrir
landsliðið. Jóhannes var þjálfari hér á Akureyri í ein fimm ár,
fyrst með IBA og síðan KA. Islendingur hitti Jóhannes að máli
og spurði hann fyrst hvort það hefði orðið knattspyrnunni í
bænum til góðs að skipta DBA upp í tvö lið, lið KA og lið Þórs?
„Það er starfað betur að knatt- ef menn komu óslasaðir úr leikjum
spyrnumálum heldur en var fyrir milli þessara liða. Núna finnst
skiptingu. Það er hæpið að 12
þúsund manna bær beri tvö lið
enda hefur það komið fram, að
liðin hoppa úr annarri deild í þá
fyrstu og svo öfugt.
Eg var sjálfur á móti skipting-
unni og held, að flestir leikmenn
IBA liðsins hafi verið henni
mótfallnir á sínum tíma“.
Nú ert þú hér í erindagjörðum
landsliðsins. Hvað finnst þér um
spilara hér á Akureyri?
„Hér eru margir athyglisverðir
og efnilegir leikmenn eins og til
dæmis Erlingur Kristjánsson og
Gunnar Gíslason úr KA og Helgi
Bentsson, Halldór Áskelsson og
Bjarni Sveinbjörnsson úr Þór, allt
ungir menn, sem eiga framtíðina
fyrir sér“.
Nú er mikið talað um félagaríg
hér á Akureyri. Hvað vilt þú segja
um það?
„Þessi 3 ár, sem ég var með KA
liðið, árin 1977 til 1979, var
ástandið milli félaganna næstum
óþolandi. Hvor aðili vildi hinum
hið versta. Á vorin er lítið um
æfmgaleiki hjá þessum liðuin.
Samstarfið þarf því að vera gott. Á
þessum árum þóttist maður góður,
mér, aftur á móti, andrúmsloftið
vera eðlilegra. Rígurinn verður
alltaf til staðar, og það er í sjálfu
sér ekki nema eðlilegt. En hann
þarf að vera heiðarlegur".
Þú hefur síðustu þrjú árin verið
þjálfari yngri flokkanna hjá Fram,
og lið þín hafa orðið íslands-
meistarar öll árin. Hvað veldur
þvi, að landsliðsþjálfari tekur að
sér þjálfun yngri flokka?
„Það veitir mér mikla ánægju að
1977 - Leikmenn KA tollera Jóhannes, þegar liðið komst í 1. deild.
MARGIR MJÖG EFNILEGIR LEIKMENN HJÁ A
Norðangarri skrifar:
Skynsamlegt gjal
Nú er verið að framkvæma
ákvörðun sem bæjarstjórn tók í
vetur um að innheimta gjald af
gæsluvöllum. Það er ekki óeðli-
legt að yfirvöld bæjarins grípi til
þess ráðs þegar harðnar á dalnum
að krefja bæjarbúa gjalds fyrir þá
þjónustu sem þeir njóta hjá bæj-
arfélaginu og reyni þá að fara
eftir þeirri reglu að þeir skuli
greiða fyrir þjónustuna sem noti
hana. Þetta virðist vera hugsun-
in að baki þessari ákvörðun og er
ekkert nema gott eitt um hana að
segja. Það mætti raunar hafa það
sem víðast svo að þeir sem noti
tiltekna þjónustu greiði fyrir
hana en ekki allir aðrir líka.
En það er margs að gæta. Eitt
sem er sérkennilegt við þessa
ákvörðun er að hún skuli vera
tekin af meirihluta í bæjarstjórn
sem hefur verið kenndur við
vinstri. Þeir hafa að minnsta kosti
sumir talið það til höfuðdyggðar
á stundum að vera vinstra megin í
pólitík og er þó engum Ijóst hvers
vegna svo ætti að vera. En nú
bregður svo við að þessi meiri-
hluti sem segist bera hag þeirra
sem minna mega sín fyrir brjósti
leggur á gjald sem hlýtur að koma
illa við þá sem eiga mörg börn og
eiga í erfiðleikum. Og ekki hefur
frést af neinu sem á að koma á
móti þessu gjaldi til að létta
byrðina.
Annað sem menn mættu
hyggja að þegar þeir hugleiða
þetta gjald er að Kvennafram-
boðið stendur að því að því er
virðist möglunarlaust. Nú var
það eitt af sérstökum baráttumál-
um þeirra að taka ætti meira tillit
til sjónarmiða barna og kvenna.
Þetta gjald getur ekki talist neitt
sérstakt merki um umhyggju fyrir
konum og börnum. Það þýðir
ekki að bera fyrir sig neitt yfir-
skin eins og það að þetta auðveldi
að átta sig á því hverjir noti leik-
vellina og hve mikið. Þarna er
ósköp einfaldlega verið að leggja
gjald á þá sem nota leikvelli til að
hafa eitthvað upp í kostnað.
Þetta heitir í kosningabaráttu
peningasjónarmið, níðingsskap-
ur við fátækt fólk, leiftursókn
gegn bæjarbúum eða eitthvað
álíka. En þegar til kastanna
kemur þá þurfa allir sem hafa
stjórn bæjarfélagsins á hendi að
taka ákvarðanir í ljósi þess hvort
og hvernig á að greiða þjónust-
una sem boðið er upp á. Þar
liggur aðalatriðið. Þetta vill
mörgum gieymast.
En ætli þetta gjald þjóni þeim
tilgangi sem því er ætlaður?
4 - ÍSLENDINGUR