Íslendingur


Íslendingur - 16.06.1983, Blaðsíða 3

Íslendingur - 16.06.1983, Blaðsíða 3
Forsetinn sat þingið Landsþing Kvenfélagasambands Islands var haldið að Hrafna- gili um liðna helgi. Verndari Kvenfélagasambandsins, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kom til Akureyrar og var við- stödd hluta þingsins. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem forseti Islands heiðrar þessa samkomu með nærveru sinni. A laugardag fóru fram venju- leg störf, en á sunnudeginum fluttu þær Sigríður Hafstað, María Pétursdóttir og Sigríður Thorlacisus erindi. A laugar- dagskvöld bauð Menningar- sjóður KEA þátttakendum, um 80 talsins, til kvöldverðar að Hótel KEA, en á sunnudegi bauð bæjarstjóri konunum til hófs í Sjálfstæðishúsinu. Undirbúningur Landsþings- ins var í höndum Sambands eyfirskra kvenna, Kvennasam- bands Akureyrar og Héraðs- sambands eyfirskra kvenna. Atök óhjákvæmileg Trúnaðarmannaráð Verkalýðs- félagsins Einingar hefur sent frá sér ályktun, þar sem sérstaklega er mótmælt „þeirri valdníðslu ríkisstjórnarinnar að afnema með öllu samningsrétt verka- lýðsfélaga um lengri tíma þar sem ekki er tryggður kaup- máttur lægstu taxta, um leið og verðhækkanir eru hömlulausar á öllum vörum og þjónustu“. I lok ályktunarinnar er skorað á stjórnvöld, að taka fullt tillit til sjónarmiða verkalýðshreyfing- arinnar, svo forðast megi átök á vinnumarkaðnum, sem óhjá- kvæmilega muni verða, ef ekki verði horfið af þessari braut. 10 krónur, takk! Akveðið hefur verið, að láta taka gjald af börnum á aldurs- bilinu tveggja til sjö ára, sem sækja gæzluvelli bæjarins. Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkt er gert hér á Akureyri. Gjald fyrir hverja heimsókn verður 10 krónur, en jafnframt verða til sölu kort með gæzlu- miðum, 25 stykki, og kostar kortið 100 krónur. Nýi borgarstjórnarmeirihlut- inn í Reykjavík ákvað á sínum tíma, að láta greiða aðgang að gæzluvöllum fyrir sunnan og var sú ráðstöfun harðlega gagn- rýnd af minnihlutanum og foreldrum. ÍÞRÓTTIR KA-menn óheppnir Njarðvíkingar eru nú í efsta sæti í 2. deild „Þetta var ágætur leikur hjá okkur," sagði Guðjón Guð- mundsson í samtali við íslend- ing, eftir að KA hafði gert 0-0 jafntefli við Víði í Garði í gær- kvöldi. „Það var jafnræði með liðun- um í fyrri hálfleik, en í þeim síð- ari gerðum við allt nema skora mörk. Fengum mörg góð færi og áttum þrjú stangarskot og vorum mjög óheppnir að vinna ekki þennan leik,“ sagði Guðjón að lokum. Þess má geta, að Gunnar Gíslason verður í leikbanni á móti F.H. á sunnudaginn, en hann fékk eins leiks bann. Aðrir leikir í 2. deild, sem Staðan í 2. deild er nú sú, að fram fóru í gærkvöldi, lóru svo: Njarðvíkingar eru í 1. sæti með Völsungur-Njarðvík 0-2 8 sti8- Völsungar og Fram eru F.H.-Fram 2-1 með ? sti8’ en K- A. er í 4. sæti K.S.-Reynir 1-1 með 6 sti8- Sanngjarn sigur Þórsarar unnu mjög sann- gerðu Guðjón Guðmundsson gjarnan sigur á Þrótti Reykja- og Sigurður Pállsson. Mark vík í fyrstu deild en þessi leikur þróttar gerði Sigurkarl var háður fyrir 'sunnan í Aðalsteinsson. fyrrakvöld. Mörk Þórsara VÖLSUNGUR TÓK STIGIN KA-menn fengu Völsung í heimsókn á sunnudag og var leikið á grasvelli KA. Völsung- ur fór með bæði stigin heim. Þeir sigruðu KA með einu marki gegn engu. Fyrri hálfleikur var heldur daufui og lítið um markverð tækifæri. A 10. mínútu síðari hálfleiks var Gunnari Gísla- syni KA, vikið af leikvelli fyrir gróft brot á einum leikmanna Völsungs. Það var svo á 20. mínútu síðari hálfleiks, að Völsungur skoraði sigurmarkið. Þar var að verki Björn Olgeirsson með skalla eftir mistök Þorvalds í marki KA. Beztu menn Völs- ungs voru bræðurnir Kristján og Björn Olgeirssynir. Hjá KA bar mest á Erlingi Kristjáns- syni. -GB Þór náði a ð jafna Þórsarar léku við ÍBV s.l. laugardag og fór leikurinn fram á malarvelli Þórs. Leikn- um lauk meðjafntefli, 1-1. ÍBV lék undan talsverðum vindi í fyrri hálfleik og náðu að skora á 25. mínútu. Það var Ómar Jóhannsson, sem skoraði með góðu skoti. I síðari hálfleik pressuðu Þórsarar stíft og fengu margar hornspyrnur. Ur einni þeirra skoraði Guðjón Guðmundsson með góðum skalla. Beztu menn Þórs í þessum leik voru Nói Björnsson og Guðjón Guðmundsson. -GB Næstu leikir: KA-FH á sunnudag kl. 16. Þór-Valur á þriðjudag kl. 20. Báðir leikirnir eru á Akureyrarvelli Jpofo gr saooköLLat) WBgBg mööhá t ítxiRStemninG hoö okkaR FULLT HUS AF NYJUM VORUM DRAGTIR, KJÓLAR, BLÚSSUR, VESTI VORLmRNIR, HAGSTÆTT VERÐ. BÆJARINS MESTA ÚRVAL AF BARNAFATNAÐI: BUXUR, PEYSUR, B0LIR, KJÓLAR, STUTTBUXUR. BRANDTEX KVENFATNAÐUR, ÓTRÚLEGT ÚRVAL OG VERÐ. FRÁ V.DESIGN PILS OG BUXNAPILS. CHASIPRJÓNAPILS 0G PEYSUR. NÝJAR ÓDÝRAR SUMARKÁPUR. BLÚSSUR 0G MUSSUR - NÝ SENDING. VEFNAÐARVÖRUDEILD. NÝKOMTO! HOLLENSKU GARÐHÚSGÖGNIN, FALLEG, VÖNDUÐ, ÓDÝR. TJÖLD í ÖLLUM STÆRÐUM. SPORTVÖRUDEILD. COMBIFLEX RAÐHÚSGÖGN í ÚRVALI. SELLUT FATASKÁPAR. ÍSLENSKIR, VANDAÐIR, ÓDÝRIR. GREIÐSLUSKILMÁLAR. HRISALUNDUR 5 N.H. V0RUM AÐ FÁ ÚRVAL AF SÆNSKRIGLERVÖRU. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. BING 0G GRÖNDAL P0STULÍN. JÁRN- 0G GLERVÖRUDEILD. ELEFANTEN BARNASKÓR. FALLEGIR VANDAÐIR í MKLU ÚRVALI. KVENSPARISKÓR í HVÍTU, SVÖRU OG BLÁU. FISHER OG T0MS0N VIDEOTÆKI í VHS 0G BETA KERFI. HAGSTÆTT VERÐ. UÓSIR SUMARJAKKAR. UÓSAR BUXUR. BOLIR 0G STUTTERMASKYRTUR. NÝ SENDING! LEE COOPER OG BRITTANIA BUXUR. SUMARSTAKKAR, HÚFUR OG HATTAR. NÝJUSTU SNBD. HERRASKYRTUR í ÖLLUM LITUM. PEYSUR, BINDI, NÆRFATNAÐUR. ÚRVALE) ALDREIMEIRA. HERRADEHJ). SKÓDEILD. HLJÓMDEILD. Auglysingastofa Einars Pálma ÍSLENDINGUR - 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.