Íslendingur


Íslendingur - 16.06.1983, Síða 5

Íslendingur - 16.06.1983, Síða 5
 skrifaum íþróttir4 4 ^arfa með ungu kynslóðinni. Þar 'nnst mér ég skilja eitthvað eftir |nig. Starf landsliðsþjálfara er nlgið í því að skipuleggja og skapa rétta stemmingu fyrir leiki, en í yngri flokka þjálfun ert þú að kenna grundvallaratriði, sem verða komast til skila á ungum aldri. Því fyrr því betra. Það er staðið n^jög vel að málum yngri flokk- anna hjá mínu gamla félagi Fram. Þótt það ári illa í dag hjá Fram, þá held ég að það sé óhjákvæmilegt annað en að Fram verði með mjög sterkt lið innan 3ja ára. Góð yngri flokka þjálfun skilar sér fyrr eða síðar. Það færi betur, ef félögin nýttu sér rándýra og oft og tíðum vel menntaða erlenda þjálfara til starfa fyrir yngri flokkana. Þú kennir ekki gömlum hundi að sitja. Fyrst þegar ég kom til Akur- eyrar var mjög illa staðið að þjálfun yngri flokkanna. Dreng- irnir fengu enga þjálfun yfir veturinn og ekki byr jað að æfa fyrr en um miðjan júní. Á seinni árum hefur orðið breyting til batnaðar, og vil ég taka sem dæmi starf Þrastar Guðjónssonar hjá Þór, sem hefur unnið ómetanlegt starf. Einn efnilegasti ungi leikmaður- inn hjá Fram í dag er kominn úr herbúðum hans. Eg vona, að for- ráðamenn knattspyrnumála á Akureyri geri sér grein fyrir þýðingu þess, að haldið sé uppi virku unglingastarfi og ekki sé kastað til þess höndunum“. Nú hefur þú verið landsliðs- þjálfari á annað ár og val í lands- liðið ávallt umdeilt? „Jú skoðanir manna eru mis- jafnar. Ég er t.d. viss um, að þegar fimm menn hittast og ræða um landsliðsval, þá er mjög líklegt, að út úr þeim viðræðum komi fímm mismunandi landslið. Landsliðs- Jóhannes fylgist með leik KA og Völsungs um síðustu helgi. Ljósm. K.G. þjálfari er eins og hver annar þjálfari. Hann hlýtur að velja það lið, sem honum þykir bezt í það og það skiptið. Ef önnur sjónarmið réðu ferð- inni, eins og fram kom í blaðagrein í Degi á dögunum, þá fengi maður pokann sinn fljótlega. Ég er ekki vanur að svara blaðagreinum um landsliðsmál, en úr því ég er hér í viðtali hjá íslendingi, þá vildi ég skjóta því að, að þegar jólasveinn eins og Eiríkur Eiríksson skrifar af svo mikilli vanþekkingu um mál, sem hann hefur enga innsýn í, þá held ég, að hann ætti frekar að snúa sér að skrifum um snjó- þyngsli á Vaðlaheiði en knatt- spyrnu“. Nú hefur þú verið þjálfari hér á Akureyri í 5 ár. Gætir þú hugsað þér að koma hingað aftur sem þjálfari? „Frumraun mín sem þjálfari var hér á Akureyri og ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri. Ég minnist þessara ára með mikilli ánægju og hér á ég mína beztu vini og kunningja. Akureyri er minn annar heimabær og ég reyni að koma hingað eins oft og ég get. Jú, ég gæti auðveldlega hugsað mér að koma hingað sem þjálfari. Okkur hjónunum líkaði mjög vel hér og ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka Akureyringum fyrir vináttu og frábært samstarf á liðnum árum“. 1977 - Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi formaður KA óskar Jóhannesi til hamingju með 1. deildar sætið. IREYRARLIÐUNUM það að einhverju verulegu kostnað sem fylgir því leikvelli? Það hefur ekki gerð nein viðhlítandi grein því. Það hefur komið til tals 'ggja svipað gjald á fleiri þeirrar þjónustu sem veitt ibænum en leikvellina. Það af því að yfirvöld vildu að Amtsbókasafnsins fyrir þjónustuna sem þeir þar. Virtist það helst vaka þeim að menn greiddu fyrir baekur sem þeir fengju en ekki að þeir greiddu afnot af lestrarsal eða annað er á boðstólum. Nú er aö þessi þjónusta kostar fé> En það var líka Ijóst að nokkur kostnaður fylgdi því að innheimta gjaldið. Það sem eftir stæði væri mjög óverulegur þáttur þess kostnaðar sem fer í Amtsbókasafnið. Eftir því sem næst verður komist lagðist bóka- safnsnefnd gegn gjaldinu á þess- um forsendum eða einhverjum svipuðum. Ef leggja hefði átt gjald á útlán til að standa undir rekstri bókasafnsins þá gæti almenningur ekki notfært sér safnið. Það væri einfaldlega of dýrt. Nýtt gjald eins og það var fyrirhugað þjónaði því engum til- gangi nema þeim að auka amstur starfsfólks safnsins og vera gest- um og lánþegum til leiðinda. Kannski leggur bæjarstjórn til að þetta gjald verði tekið upp. Það væri eftir öðru. Það skyldi þó ekki vera farið með þetta nýja gjald á leikvöllum eins og gjaldið sem átti að leggja á útlánin að það svaraði engan veginn kostnaði? Spyr sá sem ekki veit. Það hefur einhvern veginn verið svo að lítið hefur spurst út um þetta gjald og það hefur verið farið með það nánast eins og mannsmorð þangað til því er allt í einu skellt á bæjar- búa. Það búa að baki því fyllilega gild sjónarmið sem Norðangarri vill á engan hátt mæla gegn. En honum virðist líka jaðra við að þetta gjald sé til þess ætlað að koma óorði á það að notendum beri að borga fyrir þjónustu sem þeir þiggja. SUMARÞING Þegar þetta er skrifað virðist forsætisráðherra ekki hafa hug á að láta kveðja Alþingi til fundar í sumar. Það þarf þó ekki að þýða, að svo verði ekki, því eins og forsætisráðherra segir sjálfur: Það má telja honum hughvarf. Með vissu er vitað um eina 19 þingmenn, sem eru mótfallnir þinghaldi (14 framsóknarmenn og fimm sjálfstæðisráðherrar). Af yfirlýsingunum má skilja, að 23 þingmenn stjórnarandstöðunnar séu hlynntir því, að þing komi saman og svo einhver „ótiltekinn meirihluti“ þingflokks sjálfstæðis- manna. Rök fyrir þinghaldi, sem tínd hafa verið til eru helzt þessi: I samræmi við nýjan þingmeiri- hiuta þarf að kjósa forseta þingsins og helztu nefndir. Forseti sam- einaðs þings er nefnilega býsna veigamikið embætti. Fyrir utan þáð að vera einn af handhöfum forsetavalds er undirbúningur þingahalds og samskipti við erlend- ar löggjafarsamkomur á hans könnu. Oft og tíðum hefur það verið bráðnauðsynlegt að hafa starfhæfa utanríkismálanefnd að sumarlagi. Nægir þar að nefna landhelgisdeilurnar, Jan Mayen- deiluna og gott ef innrásin í Tékkóslóvakíu kom ekki þar upp á borðið líka. En bagalegast hlýtur að vera að hafa enga fjárveitinganefnd til að undirbúa fjárlögin. Formaður fjár- veitinganefndar og undirnefnda hennar hefur undanfarin ár gegnt þýðingarmiklu hlutverki við undir- búning fjárlaga. Það er bókstaflega gert ráð fyrir þeim vinnubrögðum um samráð þessarar undirnefndar, fjárlaga- og hagsýslustofnunar og stjórnenda ýmissa stofnana við gerð ijárhagsáætlana fyrir ákveðna, stóra málaflokka. Eins og nú er í pottinn búið mun annað hvort alþýðubandaiagsmaðurinn Geir Gunnarsson stjórna þessum vinnu- brögðum eða þau verða stjórnlaus. Sjálfstæðismenn hljóta að krefjast formennsku fjárveitinganefndar og formaðurinn hlýtur að verða Lárus Jónsson. Önnur aðalrök „þing- haldsmanna“ eru þau, að fjalla þurfi um bráðabirgðalögin frá maí- lokum sem allra fyrst. Þessi rök eru sérstaklega hátt rómuð í munni stjórnarandstæðinga eins og eðli- legt er. En formaður þingflokks sjálfstæðismanna og meirihluti þess þingflokks virðast einnig meðmæltir umræðu um braða- birgðalögin áðurnefndu. Þeir menn í stjórnarflokkum eða stjórnar- andstöðu sem láta sér detta í hug, að bráðabirgðalögin verði felld eða þeim breytt verulega hljóta að vera mjög langt „úti að aka“. En umræða í þinginu gæti gefið tækifæri til að skýra ráðstafanirnar betur fyrir fólki en gert hefur verið, einkum sérílagi hvers vegna kjara- skerðing er óhjákvæmileg. Menn virðast svo ótrúlega lengi að gleyma því, að það er af efnahags- óstjórn undanfarinna ára, sem þessi harkalegu viðbrögð eru nú viðhöfð. Það verður erfiðara að rifja það upp í haust og ótrufluð „fræðsluherferð“ ASI hjálpar mönnum dyggilega til þess. Það er einmitt líklegt, að andstæðingar efnahagsráðstafana núverandi ríkisstjórnar hagnist mest á því að fá að byggja upp mótspyrnu gegn þessum ráðstöfunum í ró og næði. Rökin gegn sumarþingi virðast ósköp léttvæg. Að það sé óþarft eru engin rök. Að leggja verði fram fjárlaga- frumvarp er ekki rétt. Að margir þingmenn séu í sumar- fríi erlendis gerir ekkert til. Að tíminn sé of knappur stenzt ekki. Að það gefi stjórnarandstöðu tækifæri til málþófs og útúr- snúninga er hálfaumingjalegt. Við hvað eru menn svo sem hræddir. Þegar þetta birtist er hugsan- legt, að búið verði að ákveða að ekkert sumarþinghald verði. Það verður að teljast miður farið. Björn Dagbjartsson ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.