Íslendingur


Íslendingur - 16.06.1983, Page 8

Íslendingur - 16.06.1983, Page 8
Islendingur RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Simar 23257 og 21867 Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. íneimilistæki, Þilofnar <^aAsh,tadunkar BBmJMKaUPANGI - AKUREYRI - BOX 873 - SfMI: 25951 upS Slippstöðin selur fyrir 90 milljónir Ljósm. K.G. Brekka lifír! Slippstöðin hefur gert samning um sölu á 260 lesta skipi, sem er í smíðum hjá stöðinni og er kaupverð áætlað um 90 milljónir króna. Skipssmíðin er u.þ.b. hálfnuð og er gert ráð fyrir, að skipið verði tilbúið um áramótin. Kaupandi er Friðþjófur hf. á Eskifírði. Skip þetta er um 35 metra langt fjölveiðiskip, þ.e. togskip, sem er útbúið fyrir veiðar á línu og með net. Smíði þess er liður í svokölluðu raðsmíðaverkefni, sem fráfarandi ríkisstjórn heim- ilaði. Samkvæmt þeirri heimild fékk Slippstöðin að hefja smíði skipsins án þess að búið væri að tryggja kaupanda. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, sagði í við- Á Dalvík er deilt um það hvai setja eigi niður nýja sundlaug bæjarbúa. í sundlaugarnefnd hefur verið fjallað um þetta mál og fyrir nefndinni hefur legiö greinargerð frá Svani Eiríks- syni, arkitekt. Greinargerð Svans og hugmyndir falla hins vegar ekki í kramið hjá sund- laugarnefndarmönnum, og nú hafa bæjaryfirvöld ákveðið að efna til borgarafundar í bæn- um þann 27. júní. Þrír menn sitja í sundlaugar- nefnd og voru þeir allir ósáttir við greinargcrð arkitektsins og Lárus og Valur í stóriðjunefnd Eins og Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, skýrði frá í síðasta Islendingi, hefur stór- iðjunefnd verið endurvakin. Nefndina skipa Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður, Guð- mundur G. Þórarinsson, Helgi G. Þórðarson, Lárus Jónsson, Sigurgeir Jónsson og Valur Arnþórsson. Athygli vekur, að tveir nefndarmanna eru úr Norður- landskjördæmi eystra. tali við íslending, að hann gerði ráð fyrir, að með því að selja þetta skip fengi stöðin heimild til þess að hefjast handa um smíði nýs skips með sömu skil- málum. ,,Að því leyti til er þetta viss áfangi hjá okkur“, sagði Gunnar Ragnars. Gengið var frá samningum á miðvikudag í siðustu viku. Gunnar kvað þennan samning mjög mikil- vægan fyrir Slippstöðina því með honum losaði Slippstöðin ríkið undan þessari ábyrgð. í framhaldinu er þess svo vænzt, að ríkisábyrgðin flytjist yfir á nýtt verkefni. Gunnar sagðist vera bjartsýnn á að Slippstöðin fengi að byrja smíði á nýju skipi innan þessa raðsmíðaverkefnis áfram. Reynsl- lögðu þeir Trausti Þorsteins- son og Kristinn Guðlaugsson fram sér tillögu vegna greinar- gerðarinnar, en Björn Frið- þjófsson lét bóka sérstaklega sitt álit. Hér verður stiklað á stóru í áliti þeirra þremenninganna, sem óneitanlega er allharðort í garð Svans Eiríkssonar, arki- tekts. Á fundi í sundlaugarnefnd snemma í maí segir, að nefndin geti ekki fyrir sitt leyti fallist á skoðun arkitektsins, að svæði A sé heppilegast, og „vísar á bug sem rangfærslum ogórökstudd- um fullyrðingum“ skoðunum Svans. Þeir Trausti og Kristinn vilja taka fram eftirfarandi: 1. Arkitekt fari út fyrir verk- svið sitt með því að fjalla um staðsetningu minkabúsins „og hefur vafalaust ekki skoðað öll sjónarmið þar um.“ 2. „Allt tal arkitekts um vanskapað bæjarins er út í hött og dæmir sig sjálft . . . og vekur lítið traust á ráðleggingum arki- tektsins.“ 3. „ . . . það er ný kenning að menn hafi í kringum 1930 sett skólabyggingu niður af vissu um að eftir 50-60 ár yrði skól- inn í miðsvæði bæjarins.“ an væri góð. Austur á fjörðum væri eitt skip smiðað eftir sömu teikningu byrjað veiðar og reynslan væri góð. Skip þetta var smíðað hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og heitir Hafnarey. „Þetta eru skip, sem virðast standa sig vel, enda var engu til sparað í hönnun og prófunum á þessu. Stærstu skipasmíða- stöðvarnar slógu sig saman um þetta verk“. Nú þegar þetta skip hefur selzt, þá er beðið eftir grænu ljósi á næsta verkefni og „við þurfum að hella okkur út í það fljótlega", sagði Gunnar Ragnars. Hjá Slippstöðinni er nú í smíðum annað skip, 150 lesta 27 metra langt fiskiskip fyrir Þróunarsamvinnustofnun Is- lands. Þetta skip á að fara til Grænhöfðaeyja. Það er hálf- smíðað, en verður tilbúið í haust. Eyjaskeggjar á Grænhöfða- eyjum stefna að því að byggja upp fiskiskipaflota og smíði skipsins hér á Akureyri er liður í þeirri viðleitni. Gunnar Ragnars sagði, að ef þetta skip reyndist vel gæti orðið framhald á verkefnum af þessu tæi. Þetta skip er útbúið til togveiða en ýmiss konar annars konar veiða einnig, svo sem stangaveiði. 4. „Arkitekt fullyrðir að staður skóla sé skýlli en ofan kirkjunnar. Hvaða vindmæling- ar hafa farið fram sem stað- festa þessa fullyrðingu? Það er almanna mál hér á Dalvík að eftir því sem ofar dregur í fjallið sé skýlla, hafgolu gætir þar til muna minna.“ 5. „Tengsl svæðis A við úti- vitstarsvæði er talin svæðinu til gildis en ekki er minnst á tengsl svæðis B við útivistaraðstöðu." 6. „Bent er á kosti þess að staðsetja sundlaug sem næst skóla vegna sundkennslu og samfelldrar stundaskrár . . . Víða í bæjum eru sundlaugar í meiri fjarlægð frá skóla en hér um ræðir.“ Þá vísa nefndarmenn á bug þeirri skoðun, að sundlaugin kunni að skemma þá mynd er kirkjan gefur bænum og „ekkert er komið til með að segja að háreista byggingu þurfi yfir sundlaug . . . “ Þá lét Björn Friðþjófsson bóka m.a.: „Sú greinargerð sem nú ligg- ur fyrir frá arkitekt tel ég vera unna í fljótheitum og ekki auðvelda neinum um endan- lega ákvarðanatöku á staðsetn- ingu sundlaugar.“ Björn tók á fundinum svæði A fram fyrir svæði B og C. Verzlunin Garðshorn hefur fengið leyfi til áframhaldandi rekstrar í húsnæði því, sem verzlunin hefur á horni Byggðavegar og Hamars- stígs. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum á fimmtudaginn í liðinni viku, þar sem samþykkt var að veita umbeðið bráða- birgðaleyfi. Leyfið er veitt til eins árs í senn og framlengist sjálfkrafa í eitt ár hafi því ekki verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Leyfisveiting- in miðast við áramót þannig, að tryggt er, að verzlunarrekstur verður í Brekku, eins og verzlun- in er kölluð í daglegu tali, í eitt og hálft ár hið minnsta. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, lagði fram þessa tillögu á bæjarráðsfundinum og íslendingur leitaði álits Svans Eiríkssonar, arkitekts, á þeim staðhæfingum, sem fram koma í áliti nefndarmanna í sundlaug- arnefnd Dalvíkur. Svanur sagði, að þetta væri orðið gamalt mál og hann hefði verið beðinn um álit, þar sem nefndin gat ekki komið sér saman í þessu máli. Hann benti á, að í aðalskipulagi fyrir Dalvík, sem var klárað fyrir einu til tveimur árum, væri gert ráð fyrir tveimur stöðum fyrir sundlaug. Hins vegar sagði Svanur, að alltaf hefði verið gert ráð fyrir því, að sundlaugin yrði sett niður við skólann, „sem í mínum augum er algjörlega sjálfsagður hlutur.“ Hann benti á, að ætlunin væri að reisa þetta sem skólamann- virki og vitanlega væri sam- hengi milli skóla og sundlaugar. Þar færi fram hluti af skóla- starfi og sundkennsla væri ekki kennd á stuttum námskeiðum. Öðru var haldið fram á fundi Svans og sundlaugarnefndar. „Það kom greinilega fram þarna, að nefndarmenn vildu fara með sundlaugina upp í fjall, en ég veit satt að segja ekki hvaða rök mæla með því. Ég satt að segja skil ekki hvað er þarna á seyði,“ sagði Svanur. „Það skal enginn segja mér, að menn fari á skíði upp í fjall með sundbuxurnar í rassvasanum.“ Auk þess að ágreiningur er um hvort sundlaugin á að rísa við skólann eða uppi í fjalli, þá kemur inn í þetta sú ráðstöfun Dalvíkinga að leyfa byggingu minkabús í suðurjaðri bæjarins að Böggvisstöðum. „Þetta hindrar að bærinn vaxi. eins oe var fallizt á hana samhljóða. Þessi afgreiðsla bæjarráðs riúna skýtur skökku við fyrri afgreiðslu bæjarráðs, þar sem gert var ráð fyrir, að eigandi fjarlægði húsið af lóðinni fyrir 15. september n.k. Málið var þannig sent til bæjarstjórnar, sem samþykkti að senda málið aftur til bæjarráðs. Skýringin á breyttri afstöðu bæjarráðs er m.a. fólgin í því, að á fundinum á fimmtudag voru þrír bæjarfulltrúar, sem ekki áttu aðild að fyrri afgreiðslu ráðsins. Samkvæmt þessu er framtíð verzlunarinnar við Hamarkots- tún næsta ótrygg og verzlunar- eigandinn bundinn bráðabirgða- leyfum ár frá ári. ráð er fyrirgert á aðalskipulagi. „Bærinn á að vaxa í suður, hvað sem þessir menn segja,“ sagði Svanur. Hann benti á, að í 500 metra radíus í kringum minkabúið (sem nú er refabú) væri eyða í aðalskipulagi, heill kílómetri í þvermál. „Og þegar ég er fenginn til þess að líta á svona, þá lít ég ekki bara á sundlaug- ina sem einangrað fyrirbrigði. Ég horfi á bæinn, hvert á hann að vaxa og þetta með „van- skapnaðinn“ kom til af því, að ef Dalvíkingar ætla að fara að stækka bæinn norður fyrir á, sem er þarna, þá er það bara framtíðarmöguleiki, og gæti orðið þess valdandi, að skólinn yrði aldrei kláraður.“ Skólinn er enn í byggingu og með tilfærslu byggðar telur Svanur ólíklegt, að hann verði kláraður á þessum stað, heldur farið út í nýja byggingu í smærra stíl í nýja hverfinu. „Það var þetta, sem ég held, að hafi farið í taugarnar á mönnum og það að ég minnist á refabúið. Eg held, að það hafi verið kominn tími til að ég minntist á þetta, því það hefur enginn þorað að minnast á þessi ósköp að byggja svona bú ofan í bænum.“ „Það kemur mér í sjálfu sér ekkert við hvert þeir ætla að fara með bæinn. Eina sem ég geri er að mæla með einum tilteknum stað, og afgangurinn er þeirra mál.“ Svanur sagði að lokum, að þrátt fyrir 500 metra radíusinn utan um refabúið, væri það hugsun Skipulags ríkisins, að bærinn yxi inn í þennan hring, en ekki í norður. Ljósm. K.G. Sundlaugardeilan á Dalvík: „Vekur ekkl traustu ,Með sundskýlu í rassvasanum6

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.