Vísbending - 03.04.2009, Blaðsíða 1
3. apríl 2009
14. tölublað
27. árgangur
ISSN 1021-8483
1Ná þeir bestum árangri í viðskiptum
sem eru snjallastir eða
ræður heppnin mestu?
Íslenskir karlmenn eru nú
heimsmeistarar í langlífi.
Það gæti reynst þjóðinni
dýrt.
Á viðreisnarárunum
braust þjóðin loks úr
böndum hafta. Hvernig
gat það gerst?
Fjölmiðlar hafa ekki
endurskoðað sín vinnu -
brögð frá útrásartímanum.
Það er hættulegt ástand.
3
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
V í s b e n d i n g • 1 4 . t b l . 2 0 0 9 1
2 4
Eitt af því sem viðskiptablöð og –bókahöfundar þrífast á er goðsögnin um góðu fyrirtækin.
Frægust bóka um frábær fyrirtæki er
líklegast bókin In Search of Excellence, en
í henni fjölluðu Tom Peters og Robert
H. Waterman um þau fyrirtæki sem þeir
töldu að sköruðu fram úr vegna stjórnvisku
forstjóra og eigenda. Bókin var varla komin
úr prentvélunum, þegar sum fyrirtækin
fóru að tapa peningum eða sýna í besta falli
meðalhagnað. Ekkert benti til þess að þau
væru öðrum betri. Þessi athugun og margar
fleiri urðu til þess að fræðimenn tóku að
spyrja þeirra spurningar hvort velgengnin
væru einhverju öðru að þakka en snilli
stjórnendanna.
Einhver fær sex á teningnum
Allir kannast við að í mörgum spilum er
það heppnin ein sem veldur því hver fer
með sigur af hólmi. Svo dæmi sé tekið
gætu tveir menn hent teningi til skiptis
þangað til annar hvor fær sex punkta í
umferð en hinn ekki. Þá vinnur sá sem
fékk sexuna. Spilið gæti tekið langan tíma
en á endanum vinnur annar hvor. Engum
finnst það skrítið. Hins vegar gætu menn
velt því fyrir sér hvað veldur, ef sá sami
vinnur hvað eftir annað í slíku spili.
Líklegt er að grunsemdir vöknuðu um að
brögð væru í tafli.
Hugsum okkur hins vegar stóran hóp
þar sem allir kasta krónu. Ef krónan
kemur upp hjá leikmönnum halda þeir
áfram í næstu umferð. Hinir falla úr
leik. Í hermilíkani sem sett var upp í
töflureikni í tilefni af þessari grein kom
í ljós, að ef í upphafi voru 500 fyrirtæki
sem höfðu 50% líkur á að græða, var
algengt að einhver í hópnum „græddi“
meira en tíu ár í röð. Í einni slíkri tilraun
var eitt fyrirtæki 14 ár í plús af hendingu
einni. Í annarri tilrauninni höfðu 19
fyrirtæki grætt samfellt í fimm ár. Þessi
19 sýndarfyrirtæki gætu verið kandídatar
í bók um „frábær“ fyrirtæki. Þetta er
Er velgengni í viðskiptum
fyrst og fremst heppni?
samsvarandi því að helmingslíkur séu
á því að fyrirtæki nái meiri gróða en
meðalfyrirtækið. Ef fyrirtækin eru nógu
mörg verður alltaf góður hópur sem
græðir mörg ár í röð, þó að tilviljun ein
ráði. Þegar líkurnar á gróða af hendingu
voru settar í 60%, var eitt fyrirtæki sem
náði meira en 20 ára „hagnaðarsögu.“
Þetta þýðir að þegar þjóðfélagið er í
uppsveiflu, þá er líklegt að meirihlutinn
græði. Ekki vegna þess að einstakir
forstjórar séu svo snjallir heldur vegna
þess að líkurnar eru þeim hagstæðar. Það
bætir svo enn við „snilldina“ ef aðstæður
eru skekktar fyrirtækjunum í vil.
Rýnt í gögnin
Margir urðu til þess að skoða ofurfyrirtæki.
In Search of Excellence seldist í þremur
milljónum eintaka fyrstu fjögur árin eftir
að hún kom út. Enginn fræðimaður slær
hendinni á móti slíkum árangri. Rebecca
Henderson prófessor við MIT hefur kafað
dýpra með því að skoða gögn fyrir 287
fyrirtæki, sem talin voru afar vel rekin
framhald á bls. 4
Í hermilíkani sem sett
var upp í töflureikni
í tilefni af þessari
grein kom í ljós, að
ef í upphafi voru 500
fyrirtæki sem höfðu
50% líkur á að græða,
var algengt að einhver
í hópnum „græddi“
meira en tíu ár í röð.