Vísbending - 03.04.2009, Blaðsíða 2
eftir 25 ár e!a í kringum ári! 2035. Ef fólksflótti ungs fólks úr landi brestur á ver!ur
byr!in enn "yngri en ella.
Mynd 1: Áætlu! me!alævi karla og kvenna vi! fæ!ingu árin 1971-2008
Heimild: Hagstofa Íslands
Mynd 2: Fjöldi Íslendinga 70 ára og eldri árin 2009-2049
Spá Hagstofu Íslands
2 V í s b e n d i n g • 1 4 . t b l . 2 0 0 9
Aldurinn færist yfir þjóðin
Samkvæmt nýjum tölum Hagstof-unnar fer meðalævilengd karla hækkandi hér á landi rétt eins og
gerst hefur á nánast hverju ári undanfarin
tvöhundruð ár. Meðalævilengd kvenna
hækkar líka en þó minna en karlanna.
Undanfarin þrjú ár hefur áætluð ævilengd
kvenna hér á landi ekki breyst. Þessar tölur
vekja jafnan nokkra athygli í fréttatímum
einkum nú þegar íslenskir karlmenn eru
sagðir heimsmeistarar í því að hjara, en færri
hafa þó orð á því hverjar afleiðingar þessa
eru fyrir þjóðarbúið. Kostnaðaraukinn af
þessari gleðilegu öldrun er ríflega milljarður
á ári og ferð hratt vaxandi.
Flestir vilja verða gamlir
Á fyrri öldum voru líkur á því að börn
kæmust til fullorðinsára ekki góðar.
Ungbarnadauði var mikill og auk þess
dóu mörg börn sem lifðu af fyrstu árin úr
ýmiss konar pestum. Þeir sem komust yfir
þennan hjalla gátu orðið gamlir en þó voru
ýmsir sjúkdómar mönnum skeinuhættir.
Framfarir í læknavísindum hafa bæði
bætt lífslíkur og lífsgæði fólks. Þetta hefur
haldið jafnt og þétt áfram allt fram á vora
tíma. Á hverju ári bæta íslenskir karlmenn
við áætlaða meðalævi um 1/5 úr ári meðan
íslenskar konur bæta á sama tíma við sig
1/8 úr ári. Með þessu áframhaldi gæti
meðalævi karla og kvenna orðið nokkurn
veginn jafnlöng um miðja 21. öldina.
Eðlilegt er að spurt sé hvort meðalævin
geti endalaust haldið áfram að lengjast.
Ævilenging er ekki bundin við Ísland
eitt. Nær allar þjóðir þar sem ekki ríkir
stríðsástand eða næringarskortur verða
eldri ár frá ári. Læknar telja þó víst að á
þessari þróun hægi og meðalævin fari ekki
yfir ákveðin mörk, sem þeir eru þó tregir til
að nefna hver eru.
Stundum koma þó upp áður óþekktir
sjúkdómar eins og alnæmi sem leika
ýmsar þjóðir grátt. Það er því ekki
víst að þróunin verði alltaf í sömu átt.
Dæmi eru um að meðalævi hafi styst,
jafnvel á friðartímum. Fyrst eftir hrun
Sovétríkjanna styttist meðalævi rússneskra
karla um meira en fimm ár. Skýringin var
talin aukinn drykkjuskapur og jafnvel
lakari læknismeðferð. Á undanförnum
árum hefur ástandið lagast, en er enn ekki
komið í sama horf og fyrir hrunið. Því er
ekki útilokað að efnahagsástand geti haft
neikvæð áhrif á lífslíkurnar, þó að reyndar
séu ekki mörg dæmi um að þær verði
verri.
Það kostar að vera gamall
Vegna þess að fólk hættir flest að vinna
við ákveðinn aldur hættir það að leggja
þjóðarbúinu til og verður í staðinn
þiggjendur. Á undanförnum árum hefur
það færst í vöxt að fólk hætti störfum upp
úr sextugu, jafnvel þó að það hafi heilsu
til þess að vinna fulla vinnu miklu lengur.
Því lengist eftirlaunatímabilið í báða
enda og leggst þess vegna á þjóðfélagið
meiri kostnaður en hlýst af lengingu
meðalævinnar. Batnandi heilsufar ætti að
verða til þess að menn gætu unnið lengur
Mynd 1: Áætluð meðalævi karla og kvenna
við fæðingu árin 1971-2008
Myndin sýnist að dregur saman í aldri karla og kvenna. Heimild: Hagstofa Íslands.
eftir 25 ár e!a í kringum ári! 2035. Ef fólksflótti ungs fólks úr landi brestur á ver!ur
byr!in enn "yngri en ella.
Mynd 1: Áætlu! me!al vi karla og kve na vi! fæ!ingu árin 1971-2008
Heimild: Hagstofa Íslands
Mynd 2: Fjöldi Íslendinga 70 ára og eldri árin 2009-2049
Spá Hagstofu Íslands
Aldraðir verða þrefalt fleiri en nú eftir 40 ár. Spá Hagstofu Íslands.
Mynd 2: Fjöldi Íslendinga 70 ára og eldri
árin 2009-2049
en áður, en kröfur um aukinn frítíma og
þrýstingur atvinnurekenda hefur valdið því
að þróunin er með öðrum hætti.
Byrði þeirra sem eru fullvinnandi
þyngist því að þeir verða lægra hlutfall af
heildarfjölda þjóðarinnar eftir því sem
stærri árgangar komast á elliár. Á næstu
árum byrja stórir árgangar eftirstríðsáranna
að þiggja ellilífeyri. Þetta eykur kostnað
lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar mjög
hratt. Jafnvægi verður þó ekki náð fyrr en
eftir 25 ár eða í kringum árið 2035. Ef
flótti ungs fólks úr landi brestur á verður
byrðin enn þyngri en ella.