Vísbending - 03.04.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 1 4 . t b l . 2 0 0 9
framhald af bls. 3
framhald af bls. 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.
Net fang: visbending@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök.
Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita
án leyfis út gef anda.
Aðrir sálmar
Aftur æpandi þögn
Á útrásarárunum þögðu flestir fjöl-miðlar þunnu hljóði um að eitthvað
gæti verið að. Þvert á móti skipuðu
þeir sér í klappliðið að baki forseta
lýðveldisins. Miklu meira máli skipti að
blaðamönnum almennt fannst útrásin
og þeir sem að henni stóðu flott. Það var
örugglega ekki skipun að ofan að efna
til keppni um „hver lifði öfundsverðasta
munaðarlífinu.“ Blaðamenn voru hluti af
vinningsliðinu meðan það vann. Eftir á
að hyggja vantaði mikið upp á að einhver
hefði þorað að spyrja réttu spurninganna
upphátt.
Í október snerust vindar á Íslandi.
Útrásin var ekki lengur burðarás heldur
hurðarás sem reistur hafði verið þjóðinni
um öxl. Almenningsálitið snerist og
fjölmiðlarnir með. Allir urðu að verða
ábyrgir fyrir gerðum sínum og enginn
sem hefur reynslu af viðskiptum eða
stjórnun varð gjaldgengur á neinu sviði.
Þetta leiðir til þess að hætt er við að í
æðstu stöðum verði einkum sviplitlir
einstaklingar eða útlendingar. Aðrir hafa
flekkaða fortíð. Uppgjörið við fortíðina
skiptir öllu. Hingað til lands koma
sérvitringar, kverúlantar og furðufuglar í
röðum og keppast við að segja þjóðinni
að gera ekkert það sem skynsamlegt
er heldur hlaupa frá skuldum og
hætta samvinnu við alþjóðastofnanir.
Fréttamenn gapa upp í þessa viskubrunna
og speki þeirra er samviskusamlega
tilgreind í öllum fréttamiðlum.
Það er gott að gera upp við fortíðina.
Það skiptir hins vegar meira máli
að fylgjast vel með samtíðinni. Það
gleymdist meðan bankamenn voru
hér í guðatölu og það gleymist aftur
núna. Enginn fjölmiðill talar um að
ríkisstjórnin hefur ekki gripið til neinna
ráða í efnahagsmálum, gjaldmiðillinn
hrynur í frjálsu falli og Ísland gæti fest sig
í sessi sem láglaunaland. Fjölmiðlar eiga
alltaf að vera gagnrýnir á ástandið hverju
sinni og spyrja réttu spurninganna. Þeir
efuðust ekki um útrásarvíkingana og
þeir efast ekki um núverandi ríkisstjórn.
Þess vegna bera fjölmiðlar sína ábyrgð á
bankakreppunni og þeir munu bera sína
ábyrgð fyrir að hafa þagað þunnu hljóði í
núverandi aðgerðaleysi. bj
í umfangsmiklum opinberum sjóði,
Útflutningssjóði, og kerfið allt aukið
og fullkomnað. Segja má að það hafi
á lokastigi sínu komist nærri því að
fullnægja þeirri kröfu sósíalismans að hver
og einn skyldi fá eftir þörfum sínum en
greiða eftir getu sinni. Miklir samningar
stóðu yfir árlega um jól og áramót þar sem
samið var við útvegsmenn um uppbætur
á hverja tegund framleiðslu um sig á
næsta ári. Tóku þær uppbætur tillit til
framleiðslukostnaðar annars vegar en
áætlaðs útflutningsverðs hins vegar, og
miðuðu að því að sérhver framleiðslugrein
næði endum saman. Hæstu bæturnar
voru greiddar fyrir sumarveidda smáýsu,
en sú veiði var stunduð á línu og færi
við Eyjafjörð og á Suðurnesjum, aflinn
saltaður, en varan lítils metin á erlendum
mörkuðum. Afurðir togveiða fengu bætur
í mun minna mæli en afurðir línu- og
netaveiða, en hvalafurðir hlutu engan
stuðning. Fjár til greiðslu uppbótanna var
svo aflað með álögum á innflutning, sem
voru misháar eftir því hversu nauðsynleg
varan taldist.
Auk þess að ýta undir óhagstæða
framleiðslu, var vandi kerfisins sá að til þess
að afla nægilegra tekna þurfti innflutningur
að vera mikill á vörum sem ekki töldust
til nauðsynja og því hafði verið reynt að
halda niðri með innflutningshöftum.
Það var í raun ekki unnt að ná jafnvægi
í rekstri Útflutningssjóðs nema með
miklum innflutningi og þar af leiðandi
halla á viðskiptajöfnuði. Þetta var svo
þrátt fyrir ærnar tekjur af varnarliðinu,
sem ekki nutu uppbóta. Hallann þurfti
að jafna með erlendum lánum sem
ekki var við þessar aðstæður unnt að
afla á fjármagnsmörkuðum eða hjá
alþjóðastofnunum. Þrautalendingin var
því að leita eftir lánsfé hjá velviljuðum
erlendum ríkisstjórnum í vestri og austri.
Upp úr miðjum sjötta áratugnum
hafði þetta kerfi verið teygt til þess ýtrasta.
Öllu lengra var ekki unnt að ganga.
Raunar hafði vinstri stjórnin sjálf vorið
1958 leitast við að einfalda kerfið og gera
það lítið eitt hagfelldara, en þetta hafði
jafnframt leitt til vísitöluhækkana sem svo
aftur, vegna tengingar launa við vísitölu,
hlutu að leiða til nýrrar hækkunar
framleiðslukostnaðar um haustið.
Önnur forsenda viðreisnar var því sú að
millifærsluleiðin var komin í þrot og það
kallaði á grundvallarbreytingar.
samkvæmt ýmsum könnunum. Þegar betur
var að gáð sást að einungis um fjórðungur
fyrirtækjanna virtist eiga að vera fyrirmynd
annarra. Í aðeins einni af 13 úttektum
virtist rúmlega helmingur fyrirtækjanna
vera marktækt betri en meðalfyrirtæki.
Þetta dregur vissulega úr trú lesenda á
ofurfyrirtæki og stjórnendur þeirra.
Ekki er óeðlilegt að hugsa um, hvort
einhvern lærdóm megi draga af þessari
könnun um íslensk fyrirtæki. Þegar Frjáls
verslun hafði veitt viðurkenningu til
manns ársins í viðskiptalífinu í 20 ár var
litið um öxl. Í ljós kom að öll fyrirtækin
sem „menn ársins“ höfðu starfað hjá voru
þá enn við lýði. Nær allir stjórnendurnir
virtust ágætlega stæðir fjárhagslega. Þetta
benti til þess að vel hefði tekist til við
úthlutunina. Nú, rúmlega ári síðar, hefur
margt breyst. Mörg fyrirtækjanna eiga nú
í miklum erfiðleikum og gjaldþrot blasir
við þeim og jafnvel sumum eigendum
þeirra að því er virðist.
Þetta kann að styrkja þá sem trúa
kenningu Henderson um að heppnin hafi
ráðið afkomunni en ekki snilldin. Þó er
ekki víst að svo sé í jafnmiklum mæli og
gæti virst við fyrstu sýn. Nú er heimskreppa
og aðstæður til fyrirtækjareksturs eru afar
slæmar. Þegar þannig er ástatt getur allur
rekstur farið á versta veg, ekki bara sá
slæmi. Það er einmitt eitt af einkennum
kreppu, að vel rekin fyrirtæki geta lent
í kröppum dansi. Lausafjárskortur
veldur öllum erfiðleikum. Svo tekin sé
samlíking úr íþróttum, þá verður jafnvel
þrautþjálfaður og sterkur íþróttamaður
magnlaus, ef hann skortir súrefni.
Eru þá engir góðir siðir?
Enginn skyldi þó ætla að engu máli skipti
hvernig fyrirtæki eru rekin. Þar gilda þvert
á móti mörg lögmál sem gott er að fylgja,
þó að það eitt og sér tryggi ekki velgengni
fremur en það tryggir hamingjuríkt líf að
fylgja boðorðunum tíu. Því er rétt að rifja
upp ráðleggingar Peters og Watermans í
fyrrnefndri bók:
1. Gera eitthvað í málunum, drífa í
hlutunum
2. Vera í góðu sambandi við
viðskiptavinina
3. Stuðla að frumkvæði starfsmanna
4. Líta á starfsmenn sem auðlind
5. Stjórnendur sýni sig á gólfinu
hversdagslega
6. Halda sig við starfsemi sem menn
þekkja
7. Hafa fáa í yfirstjórn
8. Vera sveigjanlegur en fylgja samt
reglum
Allt eru þetta ágæt ráð sem eiga vel við
í flestum fyrirtækjum. Við þetta má
bæta því að leggja þarf áherslu á sterkt
eiginfjárhlutfall og góða lausafjárstöðu. Þá
eru mönnum flestir vegir færir.