Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1986, Blaðsíða 8

Íslendingur - 18.12.1986, Blaðsíða 8
3slcudu\0ur FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 Jðlcudiwour Útgelandi: Islendjngur hf. AbyrgOarmaður: Stefán Sigtryggsson Auglýsingastjóri: Einar Hafberg Ritstjórn, simi: 21501 Augtýsingar, simi: 21500 Auglýsingaveró: Kr. 300 dálksm. Setning og filmuvinna: Prentsmiöja Björns Jónssonar Prentun: Dagsprent Jól Undirbúningur fyrir Ijóssins hátíð hefur nú náð hámarki og flestir keppa við límann, sem þó virðisl alla sigra að lokum. Þessi keppinaulur veldur okkur sannarlega miklum erjiðleikum á þessum desember- dögum þegar allt á að gera. Við fyllumst ofurkappi og reynum að Jramkvœma margra mánaða loforð á skömmum tíma. Oft virðist sem á þessum síðustu vikum fyrir jól gleymist hin eiginlega merkingþeirra og allt snúist um efnahagslegt sjáljstœði okkar og getu til þess að gera sem mest og best í ejhahagslegu tilliti. Jólahátíðin, sem haldin er til þess að minnasl atburðar sem gerðist fyrir tvöþúsund árum síðan í landinu helga, hejúr hlotið mun víðtœkari merkingu í hugum okkar íslendinga. Við skynjum þessa Ijóssins I hátíð í trúarlegri merkingu en jafnframt hejúr skammdegið með sínum drunga gefið Ijósinu hlut- lœgari merkingu, þvijólin boða okkur einnig að dag tekur að lengja á ný og langir skuggar sem myndast á þessum árstíma Jára að styttast. Það er Júll ástœða Jýrir okkur að gleðjasl á þessum hátíðisdögum og Jágna komú nýs árs. Nú hafa tekist markverðir kjarasamningar íþessu landi, sem eiga að fcera þeim sem lœgstu launin hajá mikla breytingu og þeirra áhrifa gœtir einnig hjá þeim sem verða að styðjast við tryggingabœlur. Við höjúm búið við nokkuð stöðugt ejhahagslíj á þessu ári, sem gejúr ákveðinfyrirheit ef veler að verki staðið. Við höjúm sem þjóð mikil tœkifœri tilþess að lija góðu liji. Mikilsvert er að átta sig áþví og reyna að móta stefnuna tiljramtíðar. Þegar litið er til baka virðist tíminn hajá Jlogið hratt, en ojt virðist mönnum nœgur tími Jramundan, aldamót verða þó kominn áður en hœgt verður aðgera sér nokkra grein fyrir því og við geysumst inn í tuttugustu og Jýrstu öldina. En hver verður stejha okkar og hver verða markmið okkar á komandi árum? Reynt hejúr verið að spá íþróun mannlijs til alda- móta og reynt hejúr verið áð glöggvasig áþvíhvernig íbúajjöldi, byggðamál og alvinnuhœttir breytist. Ljóst er að ákveðnar breytingar eru Jramundan á öllum þessum sviðum og því ajár mikilvægt að gera sér grein Jýrir því hvernig mál þróast. Markmið okkar hlýtur að vera það að ejla hér atvinnu- og menningarlíf og að hér skapíst traust samjélag sem geti tryggt þegnum þessa lands öryggi og velferð. Leiðir að þessu marki eru ekki einjaldar og það er mikilvœgt að missa ekki sjónar á langtíma markmiðum sem þessum í dœgurþrasinu, sem oft virðist ná þeim tökum á umræðunni að verða húsbóndi á heimili stjórnenda. Margir setja sér markmið við hver áramót til að keppa að og gera jajhjramt upp reikninga við það gamla. Þessi mannlegi þáttur er mikils virði og því sjáljsagt að hvetja menn til þess að gera slíkt. Fátt sameinar Jjölskyldur, vini og venslamenn meira en jólahátíðin og undirbúhingur tengdur henni góðar óskir og þakklœti einkenna kveðju manna og handtök verða þéttari og innilegri en á öðrum árs- tímum. Jólin kalla sannarlega Jram það besta í hverjum manni. Engin getur verið ósnortin af návist jólanna. Blaðið óskar lesendum sínum gleðilegrar jóla- hátíðar og farsældar á ko,mandi ári. sjs í september sl. gaf Almenna Bókafélagið út fyrstu þrjú bindin í væntanlegri heildarútgáfu á verkum Sigurðar Nordals. Forlagið hefur góðfúslega veitt íslendingi leyfi til að birta þá bókarþætti sem hér fara á eftir, en málfar, stíll og frjó hugsun Siguröar Nordals veldur því að bækur þessar eiga fullt erindi í jólapakka landsmanna. Formáli Hinn fjórtánda september, á aldarafmæli Sigurðar Nordals, koma út fyrstu bindin í fyrirhugaðri heildarútgáfu verka hans. í þessum fyrsta áfanga útgáfunnar ent þrjú bindi ritgerða, sem hlotið hafa heitið Mannlýsingar. Er nauðsynlegt að gera í upphafi nokkra grein bæði fyrir útgáfunni í heild og þeim flokki hennar, sem nú kemur út. Rithöfundarferill Sigurðar Nordals var langur og verk hans bæði fjölþætt að efni og mikil að vöxtum. Fyrstu prentuðu verk hans, kvæði og ritdómar, birtust árið 1909, er hann var 22 ára Hafnarstúdent, en hin síðustu árið 1973, árið áður en hann lézt, 21. september 1974. Þótt enginn kostur sé a'ð gera hér grein fyrir verkum hans í ein- stökum atriðum, er rétt að draga fram megináfanga í starfi hans sem rithöfundar og fræðimanns til glöggvunar fyrir lesendur ritverka hans nú. Skipta má þessum langa ritferli í þrjú megintímabil. Hið fyrsta eru náms- og þroskaárin erlendis, frá því hann sigldi til Hafnar árið 1906 og þar til hann kom alkominn til íslands aftur tólf árum síðar til þess að taka við prófessorsembætti í íslenzkum bókmenntum við Háskólann haustið 1918. Þegar á þessum árum mótast þeir þrír höfuðþættir, -sem setja svip sinn á öll ritverk hans síðan: íslenzk fræði, heimspeki og skáldskapur. í fræðigrein sinni Iauk hann meistara- prófi 1912 og doktorsprófi 1914 með riti um Ólafs sögu helga, og skömmu eftir heimkomuna birtist bók hans um Snorra Sturluson. Að loknu doktorsprófi hlaut hann styrk af sjóði Hannesar Árnasonar og varði honum til að lesa heimspeki næstu þrjú árin og dvaldist á þeim árum í Danmörku, Berlín og Oxford. Árangur þess kom m.ai fram í fyrirlestrunum Einlyndi og marglyndi, sem hann flutti í Reykjavík veturinn 1918-19. Loks fékkst hann við skáldskap bæði í bundnu og óbundnu máli allt frá skólaárum, en Fornar ástir, þrr sem birtust bæði smásögur og prósaljóð, komu út eftir heimkomuna árið 1919. Næstu áratugina urðu störfin við háskólann og rannsóknir og útgáfur á sviði íslenzkra bókmennta höfuðviðfangsefnið, þótt margra annarra grasa kenni í ritum hans á þessu tímabili. Með árinu 1940 hefst nýtt skeið ritstarfa, þar sem aftur er horfið í ríkara mæli að heimspekilegum við- fangsefnum. Árið 1940 komu út fyrirlestrarnir um Líf og dauða, íslenzk menning 1942 og leikritið Uppstigning 1946. Gætir sömu fjöl- breytni í ritverkum hans allt til æviloka. Þegar haft er í huga, að rit Sigurðar Nordals eru samin á meira en sex áratuga skeiði og þar fara saman langar bækur og mikill fjöldi rit- gerða og greina, hlýtur flokkun þeirra og niðurröðun í heildarútgáfu að vera mikið álitamál. Þótt margt af þessu efni falli eðlilega í ákveðna efnisflokka, er hitt ekki síður algengt, að í sömu ritsmíð sé fjallað um málefni eða menn frá fleiri sjónarmiðum, t.d. bókmenntalegum, heimspekilegum eða menningarsögulegum. Þannig getur enginn efnisflokkur orðið tæmandi um það, sem Sigurður Nordal hafði um hann að segja, heldur mynda ritverk hans öll heild, þar sem hver þáttur er öðrum samofinn. Þrátt fyrir þann vanda, sem í þessu felst, hefur sá kostur verið tekinn að flokka ritverkin í nokkra höfuðefnis- flokka án tillits til aldurs, en reyna síðan að raða einstökum verkum í hverjum flokki eftir ritunartíma, eftir því sem tillit til efnisröðunar hefur leyft. Þar sem efni fremur en aldursröð mun ráða mestu um flokkun og niðurskipan, er lesendum því nauðsynlegt að gefa gaum að ritunartíma, en hans verður ætíð getið í lok hvers verks. Ætlunin er, að ritverkin verði gefin út i nokkrum meginflokkum, tvö til þrjú bindi í hverjum flokki, og fylgi þeim heildarefnisyfirlit og nafnaskrá. I lokin verða síðan væntanlega gerðar skrár og efnislyklar fyrir safnið allt. Nokkrum meginreglum verður reynt að fylgja varðandi frágang á textum þessarar útgáfu. Stafsetning hefur verið samræmd, og er alls staðar notuð sú stafsetning, sem kennd var hér á Iandi frá 1929 til 1973, en Sigurður Nordal átti mikinn þátt í mótun hennar og notaði hana í öllum endurútgáfum eldri verka sinna. Að sjálfsögðu er haldið þeim sérkennum, sem höfundur tamdi sér, svo sem að rita fornafnið eg og sögnina hreifa eins og hér er sýnt. Yfirleitt er hér fylgt síðustu útgáfu hvers verks, ef höfundur hefur sjálfur gengið frá henni til prentunar. Þó hefur texti víðast verið borinn saman við fyrstu prentun, og stöku sinnum er henni fylgt, ef betur hefur þótt fara eða grunur leikið á um villur í síðari útgáfum. Greinarmerkjasetning hefur ekki verið samræmd með sama hætti, en þó yfirleitt stuðzt við þær reglur, sem Sigurður Nordal notaði sjálfur síðustu áratugi rit- ferils síns. Um fyrirsagnir og kaflaskiptingu hefur í meginatriðum verið fylgt þeim útgáfum, sem á hefur verið byggt. Skýringum og athugasemdum af hálfu útgefenda hefur verið stillt sem mést í hóf, og eru þær allar auðkenndar með skáletri. Einkum hefur verið lögð áherzla á, að fram komi útkomutími hvers verks og upplýsingar um tilefni, þar sem það á við. Jafnframt hefur verið stefnt að því að taka með allar athugasemdir höfundar sjálfs úr formálum, eftirmálum eða neðanmálsgreinum, nema þar sem þær eiga augljós- lega ekki lengur erindi til lesenda. Við útgáfu þessa fyrsta flokks ritverka Sigurðar Nordals, Mannlýs- inga I-III, hefur bæði um nafn og efnisval verið höfð hliðsjón af öðru bindi Áfanga, Svipum. í eftirmála þess segist Sigurður hafa ætlað sér að gefa því nafnið Mannlýsingar, þótt Svipir yrðu síðan ofan á. Fyrir svo stórt safn sem þetta eru Mannlýsingar þó betra heiti, en Svipir hafa orðið fyrir valinu sem nafn á síðasta bindinu. Flestar veigamestu ritgerðirnar í þessum flokki fjalla um höfuðskáld og ritsnillinga íslendinga fyrr og síðar, en auk þess er hér saman kominn fjöldi annarra greina, einkum um samtíðarmenn Sigurðar. Rauði þráður- inn í þeim öllum er lýsing á þeim einstaklingum, sem um er ritað, örlögum þeirra, lífsskoðun og þroska. Þess vegna hefur til að mynda SIGURÐUR NORDAL: M ANNLÝSIN GAR bókin um Snorra Sturluson verið tekin með í þennan flokk fremur en með ritum um bókmenntasögu, þótt mikið af efni hennar hefði átt þar heima. Kjarni bókarinnar er lýsing á manninum Snorra Sturlu- syni, en sá hluti hennar var ritaður veturinn 1915-16 og því elzta efnið í þessum flokki, ef frá er talin minningargrein um Steinunni, fóstru Sigurðar, sem birtist haustið 1915, en hún er í þriðja bindi flokksins. Annað efni í þessu fyrsta bindi Mannlýsinga eru greinar um menn, er uppi voru á landnámsöld og allt fram til hinnar sautjándu. Er þeim að mestu raðað eftir aldri viðfangsefna, þótt byrjað sé á bókinni um Snorra Sturluson, enda er hún ein nær tveir þriðju hlutar bindisins. Varð- andi afstöðu sína til eldri ritgerða, sem síðar voru endurprentaðar, er fróðlegt að rifja upp kafla úr eftirmála 2. bindis Áfanga, þar sem Sigurður gerir nokkra grein fyrir því, hvaða ritgerðir hann hafi valið í safnið. Þar segir meðal annars um þrjár greinar, sem birtar eru í þessu fyrsta bindi Mannlýsinga: Samt hef eg látið Völu-Stein og Átrúnað Egils Skallagrtinssonar fljóta með, þótt nokkuð af efni beggja sé fléttað inn í Heiðinn dóm í fyrsla bindi íslenzkrar menningar. En ígreinunum er öðruvísi á því lckið, og þær eru einmitl þess hátlar áfangar í skilningi mínum á fornöld íslendinga, að eg vildi ekki ganga fratn hjá þeim. Þær voru bæði mér og öðrum talsvert nýstárlegar, þegar þær voru samdar og birtar, og mér er ekki nema ánægja að vita, að sumt í þeim skuli nú þegar vera úrclt. Sama máli gegnir um Björn úr Mörk. Sá skilningur hans og höfundar Njálu, sem lýst er í greininni, var mér mikils virði, þegar hún var samin, þótt eg væri þá miklu háðari eldri skoðunumen nokkurum árum síðar. Eg mundi hafa kveðið öðruvísi að orði um sögusagnir og munnmæli, eftir að eg fór aðfást við sjálfstæðar athuganir íslendinga sagna. En greinin þótti nógu róttæk, þegar hún kom út, þó að ekki væri lengra farið, og eg vildi ekki breyta henni nú að neinu ráði. Síðust í þessu bindi er ritgerðin um Hallgrím Pétursson og Passíu- sálmana, en hún kom út í bókarformi 1970 eða 55 árum eftir að fyrsti kaflinn um Snorra Sturluson var ritaður. Er hún um leið síðasta meiri háttar ritið, sem Sigurður Nordal lét frá sér fara, þá áttatíu og fjögurra ára gamall. Að lokum vil ég þakka þeim mörgu, sem lagt hafa útgáfu þessara þriggja binda lið, en þeir eru fleiri en hér verða taldir. Er þar fyrst að nefna samstarfsmenn mína í ritnefnd, sem unnið hafa ósleitilega að undirbúningi og skipulagningu útgáfunnar, en Ólafur Pálmason hef- ur átt drýgstan þátt í frágangi texta og lestri prþfarka. Auk þess hefur Jóhannes Halldórsson lesið eina próförk af öllum bindunum. Haf- steinn Guðmundsson hefur lagt á ráð um útlit bókanna og umbrot. Almenna bókafélaginu ber að þakka áhuga á því, að útgáfan sé að öllu leyti sem bezt úr garði gerð. Jóhannes Nordal Amljótur Ólafsson Aldarminning Arnljótur prestur Ólafsson kom svo mikið við sögu íslands og íslenzkra mennta um sína daga, en var sjálfur svo svipmikill maður og einkennilegur, að óviðurkvæmilegt væri að láta aldarafmælis hans að engu getið. Enda er sá siður meira en hégómi að staldra við á slíkum dögum og líta yfir ævi liðinna stónnenna. Það getur bæði verið oss athvarf fjarri argaþrasi hverfandi stundar og um leið látið viðburði samtímans birtast í ljósi nýrrar skilningar. - Reyndar var síra Amljótur svo fjölþættur maður og mikilhæfur, að það er í erfiðasta lagi að hneppa lýsingu hans í stutta blaðagrein. Enda skal hér ekki brugðið upp neinni heildarmynd, aðeins reynt að rissa fáeina drætti. Þekking mín og rúm blaðsins er hvort tveggja of tak- markað til þess, að ráðizt verði í meira. En það er bót í máli, að í smíðum er ævisaga síra Amljóts, eins og kunnugt er, og mun honum þar verða lýst eftir öllum heimildum, sem kostur er á. 1 Óhætt er að segja, að síra Amljótur hafi á prestskaparárum sínum (1863-1904) lifað svo fjölbreyttu og auðugu lífi, að fylla hefði mátt ævi margra meðalmanna. Fyrir utan embættisstörf sín var hann frömuður í sveitarstjóm og héraðsmálum, alþingismaður, rit- höfundur, las allra manna mest, .jafnt erlend rit sem innlend og um fjarskyld efni, bjó stórbúi, um eitt skeið á fjómm jörðum, og lifði hinu fegursta og prýðilegasta heimilislífi með stórri fjölskyldu. Fáum þeirra mörgu gesta, sem að garði bar og dáðust að hinum höfðinglega og mikilhæfa presti, mun hafa dottið í hug, að þessi maður hefði ekki náð takmarki sínu í lífinu. Og þó var því einmitt svo farið. En um leið má bæta því við, að síra Amljótur komst það, sem hann komst, meðal annars af því, að hann hafði hugsað miklu hærra. 2 Síra Matthías hefur í Söguköflum sínum, og þó enn betur í ágætum erfiljóðum, lýst Amljóti eins og hann kynntist honum 1856 í Kaup- mannahöfn: ísland - man eg enn þú sagöir, á það mesta.herzlu lagðir - á að hníga í saltan sjó, eða spánnýtt endurrísa öllum heimi til að lýsa, ekkert minna nú er nóg. Slíkur stórhugur fyrir þjóð sína og sjálfan sig bjó í þessum Hafnar- stúdent. Það vom ekki draumórar tvítugs unglings, því að Am- ljótur hafði þá þrjá um þrítugt. Enda ætlaði hann ekki að leiða þjóð- ina eftir neinum flugstigum, heldur braut traustra verklegra og fjár- hagslegra framfara. Hagfræði var háskólanám hans, og takmark hans var vafalaust að verða mikill fjármálamaður. En skijningur hans á auðnum var ekki smásálarlegur. Hann leit á hann sem „full- nægjunægð allra andlegra og líkamlegra gæða". í Auöfræði sinni hefur hann lýst framsókn mannsins frá nekt og fávísi til æðstu menningar með skáldleguni móði, svo að minnir á hinn fræga inngangskapítula Renan's í L'avenir de la science. Amljóturátti líka kost á að vera með tignum mönnum og ferðast víða um Norður- álfu. Hann var heimiliskennari hjá Blixen-Finecke barón og fór með þeim feðgum suður í lönd, en seinna var hann í Fox-leiöangrinum og kom þá til Englands og allt út til Grænlands. Sjóndeildarhringur hans varð víðari en flestra Islendinga í þá daga, og allt, sem hann heyrði og sá, fyllti hann vandlætingu og þrá til afreka, þegar hann bar það saman við hag íslendinga. Nú á dögum mun fáum finnast það hafa verið ýkjuhörð krafa til lífsins, af svo mikilhæfum manni sem Amljótur var, þó að hann vildi verða fjármálamaður á íslandi. Samt vildu forlögin ekki verða við þeirri kröfu. Hann gat ekki Iokið prófi í hagfræði vegna fjárskorts. Enda voru íslenzku fjármálin engin til. Hann Varð að lifa, og hann settist í Prestaskólann og útskrifaðist þaðan fertugur. Inn í stjómmál komst hann að vísu snemma, en varð þar fyrir miklum vonbrigðum. Honum lenti þar fyrst sarnan við Jón Sigurðsson og síðan Benedikt Sveinsson, og áhrif hans og gengi á þinginu urðu aldrei í hlutfalli við gáfur hans. Eg get ekki stillt mig urn að taka orð- rétta klausu upp úr ævisögu þeirri, sem Bjöm M. Ólsen hefur ritað (Andvari 1906), af því að hún sýnir þetta svo Ijóslega: „Á þinginu 1881 mun gengi síra Amljóts hafa verið einna mest. Var hann þá kosinn framsögumaður fjárlaganefndarinnar í neðri deild. A því þingi stóð mikil deila um stofnun Lánsfélags og Landsbanka, og tal- aði enginn um þau mál með jafnmikilli þekkingu og mælsku sem síra Amljótur. Bæði málin féllu á þinginu, Lánsfélagið í efri deild, én Landsbankinn í neðri deild." - Hinu er óþarft að lýsa, hvernig gekk þegar verst var. Ekld skal eg leggja neinn dóm á pólitík Amljóts, enda verður það varla gert í fám orðum. En engum getur dulizt, að betur hefði hann átt heima í stjómmálum vorurn nú, þegar fjármál og atvinnumál skipta flokkum, en þegar sambands- málið skyggði á allt annað - það mál, sem hann áleit og kallaði „endalaust óg árangurslaust stjómbótastagl". En fyrir engan ér sár- ara og erfiðara að vera ekki bam síns tíma en stjómmálamanninn - hvort sem hann er á undan eða eftir tímanum. 3 Vafalaust má lesa merki vonbrigðanna út úr lífi og fari séra Amljóts. Hann þótti óvæginn, hvassmáll og ertinn. Nokkuð af því kann að hafa verið kynfylgja og húnvetnskur héraðsbragur. Þó segja þeir, sem þekktu hann bezt, að hann hafi verið viðkvæmur niaður, enda bera rit hans og ritgerðir þess nóg vitni. En því meiri viðkvæmni, sem inni fyrir bjó, því meiri þörf var á að gera skelina ekld aðeins harða, heldur óárennilega. Welhaven hefur í ágætu kvæði sagt, að þymar trésins væm ekki annað en greinar, sem hefðu ekki fengið að ná þroska. Ekki verður Amljóti heldur láð, þó að hann vildi láta suma sam- þingismenn sína, sem bám hann ofurliði með höfðatölu sinni, finna til þess, að ekki væm öll jöfn höfuðin, sem talin væm. Og varla var furða, þó að honum þættu fyrirlestramir á Presta- skólanum lítið hnossgæti eftir alla útivistina. 4 En aldrei reynir manninn eins og á því skeiði ævinnar, sem hann neyðist til þess að taka sinn deilda verð af veruleikanum út á ímyndunarauð æskuv'onanna. Gengismunurinn á pappír og gulli er þá stundum helzti mikill. Að standast þá raun, án þess að þver- brestur komi í viljann og framsóknarduginn, er meira afrek en vinna borgir. I engri íslenzkri stétt hafa líklegast verið fleiri menn, sem vom eða þóttust vera á rangri hillu, en í prestastéttinni. Þar lentu flestir, sem áttu ekki annars úrkosti, urðu að sitja heima, þegar skólabræður þeirra tlugu burt: vísindamenn, listamenn, ver- aldannenn. Sumir hafa brostið: orðið ófrjóir, draumóramenn eða svartsýnir. En margir hafa orðið eins nýtir menn á sínu þrönga sviði og þeir hefði getað orðið á því stærra - þeir hafa ekki látið þetta ,hefði getað' draga þrótt úr sér. Séra Amljótur er þama eitt af stór- felldustu dæmunum. Hann rækir vel embætti sitt. En hann lætur það ekki kúga sig. Hann var að vísu trúmaður, en varla alvég rétttrúaður. Hann heldur ræður sínar eftir eigin höfði, heimspekilegar og siðfræðileg- ar, miðaðar við þroskaðasta fólkið, reynir að lyfta söfnuðinum upp til sín, menntar alla sem koma nærri honum og leggur sérstaka alúð við bamafræðsluna. Hann er laus við að gera sig klerklegri en hann er. Alla tíð leit hann á fjármálin augum ástfangins manns, verður rómantískur, þegar hann talar um þau - einmitt af því að hann fékk aldrei að helga þeim alla krafta sína. Hann ver auðinn gegn ámælurn kirkjunnar: „Guðfræðingar vorir hafa tekið og haft orð Krists um auðinn upp eftir honum rétt eins og tamdir páfagaukar, en athuga ekki hót, hver munur er á þýðingu þeirra þá og nú." Tök hans á veruleikanum eru nógu sterk til þess að verða mikil- menni á Bægisá og Sauðanesi, eins og þó að hann Jiefði verið í stórborg. Hann átti mest bókasafn, sem til var í sveit um hans daga, og ekkert nema úrvalsbækur. Hann las afar mikið, en var um leið ágætur búhöldur, tók þátt í öllum sveitarmálum og var heimilisfaðir svo góður, að til var tekið. Hann var konungur í ríki sínu - og þó að aðrir konungar þættust kenna kulda í viðskiptum við hann, þá var mildi og mannúð öllum vís innan vébanda þess ríkis. Amljótur Ólafsson var merkilegur rithöfundur, bæði spakur og snjall. Auðfræði hans er bók, sem yndi er að lesa vegna máls og kjama, og af því að efnið er gert alveg íslenzkt. Rökfræði hans (Tímarit Bókmenntafélagsins 1891) er djarfleg tilraun til þess að nema nýtt land fyrir íslenzkt mál, og sum af heimspeki-orðum hans lifa enn. En auðsjáanlega varð ekki það úr rithöfundargáfu hans, sem hefði mátt verða. Framar öllu lifir eftir hann mynd og dæmi merkilegs manns sem á eftir að verða umhugsunarefni margra kyn- slóða - ævisaga sem speglar mikið af þeim örðugleikum og úrkul- um, þroskakostum og raunabótum, sem hafa orðið hlutskipti íslenzkra afburðamanna. Morgiiubhðið 25. nóo. 1923 Lögrétta 27. mhi. 1923

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.