Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1986, Blaðsíða 16

Íslendingur - 18.12.1986, Blaðsíða 16
sU’ncUuðuv Gleðileg jól 1 Aðalgeir og Viðar hf. verður Aðalgeir Finnson hf. Islendingur biður landsmönnum árs og friðar Nýlega var fyrirtækjasam- steypunni Aðalgeir og Viðar hf. og íspan hf. skipt upp, og í framhaldi af því, hefur verið stofnað hlutafélagið Aðalgeir Finnsson, byggingarverktakar. Hið nýja fyrirtæki yfirtekur alla starfsemi sem Aðalgeir og Viðar hf. hafði með hönd- um, en engar breytingar verða á rekstri eða skuld- bindingum \egna verktaka- starfseminnar. Fyrirtækið er að hefja byggingu á 17 íbúða fjölbýlis- húsi að Melasíðu 5, en á því svæði hefur fyrirtækið látið hanna þrjú fjölbýlishús með samtals 51 íbúð. Stjórn Verkamannabústaða á Akur- eyri hefur fest kaup á 12 íbúðum í fjölbýlishúsinu að Melasíðu 5, og að sögn Aðalgeirs Finnssonar, hefur mikið verið spurt um þær íbúðir sem lausar eru, en óvissa um endanlegar láns- fjárhæðir frá Húsnæðismála- stofnun orðið til þess að engir endanlegir samningar hafa verið gerðir, þau mál væru hins vegar að leysast um þessar mundir, og sagðist Aðalgeir búast við að nokkúr fjörkippur kæmi í íbúða- byggingar á Akureyri á vori komanda. Fram kom hjá Aðalgeir, að í vetur yrðu aðalverkefni fyrirtækisins viðhaldsverkefni fyrir ýmsa aðila, auk þess sem unnið yrði að smíði innréttinga í fjölbýlishúsiðað Melasíðu 5. Auk framkvæmda við ofannefnt fjölbýlishús, sagð- ist Aðalgeir ráðgera að hefja byggingu eins og tveggja hæða raðhúss við Múlasíðu komandi vor, og væri ekki annað að sjá, af fyrirspurn- um, en að von væri á bjártari tíð fyrir byggingariðnaðinn á Akureyri. 15% gáfaðri? Fyrir nokkru voru opnuð tilboð á Húsavík í bygg- ingu fyrir hið opinbera. Öll voru tilboðin húsvísk að uppruna, og öll voru þau u.þ.b. 95% af kostn- aðaráætlun hönnuða. Á Akureyri hefur það hins vegar verið lenska undan- farið, að tilboð verktaka séu 'lægst um 80% af kostnaðarverði. í tilefni af þessu varð verðandi hita- veitustjóra akureyringa, Frans Árnasyni, það að orði, að nú hefði sannast að húsvíkingar væru 15% gáfaðri en akureyringar. I þessu er allnokkur sannleikur fólginn, í raun er það ekki bæjarfélaginu til góðs, að verktakar sjái sig tilneydda til að bjóða svo lágt til að hafa vinnu fyrir fólk og vélar, enda hefur dregið verulega úr krafti akureyrskra verk- taka vegna þessa, og jafn- vel búist við að einhverjir heltist úr lestinni. Norðurlandskjördæmi eystra: Listi sjálfstæðismanna samþykktur Á fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldinn var fyrir skömmu var gengið endan- lega frá framboðslista flokksins í kjördæm- inu við alþingiskosningar þær sem væntan- lega verða 25. apríl nk. Listan skipa: 1. Halldór Blöndal, alþingismaður, Akureyri 2. Björn Dagbjartsson, alþingismaður, Mývatnssveit 3. Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari, Akureyri 4. Vigfús Jónsson, bóndi, S.-Þingeyjarsýslu 5. Margrét Kristinsdóttir, kennari, Akureyri 6. Svavar Magnússon, framkv.stjóri, Ólafsfirði 7. Heigi Þorsteinsson, framkv.stjóri, Dalvík 8. Davíð Stefánsson, nemi, Akureyri 9. Birna Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunarfr., Akureyri 10. Magnús Stefánsson, bóndi, Fagraskógi 11. Kristín Kjartansdóttir, húsmóðir, Þórshöfn 12. Valdimar Kjartansson, útgerðarmaður, Hauganesi 13. Helgi Ólafsson, rafvirki, Raufarhöfn 14. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, Akureyri Formaður kjördæmisráðs, Sigurður Hannesson, Akureyri, kynnti listann, og gaf fundarmönnum kost á að segja álit sitt á skipaninni. Stefán Sigtryggsson, Akureyri, var eini fundarmaðurinn sem sá ástæðu til að taka til máls, en hann skýrði frá því, að hann hefði gefið kost á sér til setu í 6. eða 7. sæti listans, en Stefán varð í sjötta sæti í prófkjöri flokks- ins sem haldið var 18. október s.l. með um 43% gildra atkvæða. Vakti Stefán athygli á því að það virtist ekki duga akureyringi að hafa slíkan stuðning meðal sjálfstæðismanna til að hljóta eitt af síðustu aðalsætum listans. í samtali við blaðið kom fram hjá Stefáni, að með þessu hefði hann verið að vekja athygli á þeim hrepparígssjónarmið- um sem ráðið hefðu listaskipaninni, og þeirri staðreynd, að þrátt fyrir að kjörfylgi Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu væri um 65% akureyrskt, þá væru ekki nema þrír akureyr- ingar í aðalsætum listans. Kjördæmisráð samþykkti listann með öllum greiddum atkvæðum. Prófkjör Sjálfstæðisilokksins í Norðurlandskjördæmi Eystra: 1. 2. 3. 4. 5. Halldór Blöndal 654 154 64 34 13 949 Björn Dagbjartsson 156 482 (638) 120 54 37 849 Tómas Ingi Olrich 101 141 246 (488) 124 62 674 Vigfús Jónsson 60 101 183 132 (446) 90 536 Margrét Kristinsdóttir 41 66 149 180 131 567 Stefán Sigtryggsson 21 59 185 104 74 443 Birna Sigurbjörnsdóttir 10 25 82 76 79 272 Tryggvi Helgason 4 8 20 21 40 93 Hér birtast lokatölur í prófkjöri sjálfstæðismanna, sem fram fór hinn 18. s.l. Tölur í svigum tákna samtölu atkvæða í listasæti.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.