Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Blaðsíða 9
Saga félagsins.
Það merkilegasta, sem nokkurntíma liefir skeð í
veraldarsögunni er sköpun mannsins, fæðing lians
og líf, barnsárin, fullorðinsárin, elliárin, og aftur-
hvarf hans liéðan af jörðinni til æðri tilveruheima.
Ef maður athugar bamsárin og fylgist með lífi
barnsins, sem er að þroskast, er undravert, hvað
mikla festu og djörfung má finna strax hjá barninu
eftir að það fer að ganga.
Ár frá ári dafnar hugsun þess og sjóndeildarhring-
urinn fær meira og víðara svið og að sama skapi
vex dómgreindin.
Fullorðinsárin hyrja með 18 ára aldrinum, og er
þá talið að andlegur og líkamlegur þroski mannsins
sé kominn á það stig, að hann megi einn ráða sinum
gerðum, iiafi dómgreind og kraft til þess að velja og
hafna, milli ills og góðs.
Það er óhætt að segja, ef við tökum Verzlunar-
mannafélagið Merkúr sem uppvaxandi barn, að það
sé að komast á fullorðins ár, æskan og barnabrekin
eiga að vera liðin hjá, en kraftur og framsækni,
manndáð og hreysti eiga að svella í æðunum og gefa
þvi lausan tauminn til aukinna og vaxandi Iireysti-
verka. Það er glæsilegt fyrir ungt fólk að lifa lífinu
og sjá alll í kringum sig verkefnin, sem bíða úp-