Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Blaðsíða 68
Verzlunarskóli islands.
Þar eð Verzlunannannafélagið Merkúr hefir
fengið hlutdeild í st.jórn Verzlunarskóla íslands,
])á er ástæða til þess að gela skólans í þessu
fyrsla ársriti félagsins.
Það lilýtur að vera mikið ánægjuefni öllum
meðlimum Merkúrs, að félaginu skuli hafa
hlotnazt hlutdeild í stjórn þessa skóla, sem er
og á að vera aðal menntalind þeirrar stéttar,
sem Merkúr samanstendur af, enda dylst mér
það eigi, að þetta ár mun verða talið merkis
ár í sögu félagsins, vegna l)essa.
Frá því að eg var í þessuni skóla, en síðan eru um
13 ár, hefi cg' æfinlega hugsað hlýlega til lians og
þeirra kennara, sem þá lcenndu við hann, og slíkt
hið sama veit eg að allir gera, sem einhvernlima
hafa notið fræðslu þar. Mér er það fyllilega ljóst, að
cg og þeir aðrir, sem eru útskrifaðir af Verzlunar-
skólanum, eru ekki sprenglærðir, síður en svo, vér
getum ábyggilcga tekið undir með spekingnum sem
sagði, „að því meira sem maður lærir þeim mun
betur finnur maður til þess, livað maður er fákunn-
andi, því svo má lengi læra sem lifir“. En þó er mér
það ljóst að margt af því, sem oss hefir verið kennt