Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 12
10
hjálmsson Bjarnar. Helgi Bergs. Geir Zoega yngri.
Pétur J. Pálsson. Arreboe Clausen. Eggert Jónsson.
Árni Einarsson. Anna Stefánsdóttir. Vigdís Stein-
grímsdóttir. Þor. Þorsteinsson. Teitur Kr. Þórðar-
son.“
Stofnendur félagsins voru þvi 23 að tölu, eða
16 karlmenn og 7 stúlkur, sem öll lofuðu því með
eiginhandar undirskrift sinni, að hlýðnast í einu
og öllu því, sem félagslögin ákváðu fyr og seinna,.
meðan þau væru í félaginu. Það má ennfremur
sjá af því, sem skrifað er um stofnfundinn i fund-
argjörðarbókina, að þar hefir hugur fylgt rnáli, og
allir stofnendur, sem taldir eru hér að framan, ver-
ið fastráðnir í því að lielga starfskrafta sína verzl-
un og viðskiptastarfsemi á Islandi. Fyrst og fremst
var meiningin með stofnun félagsins sú, að bæta
kjör og glæða menntun og menningu íslenzku versl-
unarmannastéttarinnar (atvinnuþiggjandanna) og
eingöngu taka sem félagsmenn þá, sem væru at-
vinnuþiggjendur og ynnu að verzlun og viðskipta-
starfsemi i Reykjavík.
Það má ennfremur taka fram, að strax á öðrum
fundi í félaginu gengu í 'felagið meðal annara
Björgólfur Stefánsson, núverandi kaupmaður, Hall-
ur Þorleifsson, fyrrum kaupmaður, og nú ritari hjá
H. Ben. & Co., Erlendur Ó. Pétursson, skrifstofu-
stjóri hjá afgr. Sameinaðafél., Árni Öla, nú hlaða-
maður, o. II., o. fl.
Fyrsta starfsár félagsins er Hallgrímur Tulinius
formaður félagsins, og er það auðséð, að kostir