Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 13
11
formannsins hafa átt drýgstan þátt í velgengni og
framsókn þess á fyrsta starfsárinu.
Mál þau hin helztu, sem rædd voru á fundum
félagsins í stjórnartíð Hallgríms Tuliniusar, má
nefna t. d. fánamálið, stéttamun, kvenréttindi, al-
þýðul'ræðslu, livað er verzlunarstéttin þjóðfélag-
inu? o. fl. mál.
Félagsmenn voru i lok starfsársins 31.
Annað og ])riðja starfsár félagsins var Helgi
Bergs formaður.
Mál þau, sem til umræðu komu i stjórnartíð
hans, voru þessi hin lielztu: Alþýðufræðsla, orð-
lieldni, íþróttir, verzlunarblað, ráðningaskrifstofa
fyrir verzlunarmenn, styrktarsjóðir verzlunar-
manna, hvenær eiga menn að giftast? o. fl. mál.
Formaðurinn segir í skýrslu sinni sem liann gefur
til félagsins, að þessi ár hafi verið framfaraár fyr-
ir félagið, og sýnir fundagjörðabók frá þessum ár-
um að það er rétt, þar sem félagatalan tvöfald-
aðist á öðru starfsárinu og var komin upp í t)0
á aðalfundi félagsins árið 1918.
Fjórða starfsár félagsins var Erlendur Ó. Péturs-
son kosinn formaður og mál þau, sem aðallega
voru rædd: Stofnun hókasafns fyrir félagið, fána-
málið, lokunartími sölubúða í Reykjavík, stofnun
verzlunarmannahlaðs, launakjör verzlunarmanna,
vörusýningar, vélritunar- og hraðritunar-kappmót,
og ennfremur var þá ræll um sameiningu verzlunar-
mannafélaganna í Reykjavík, sem voru Verzlunar-
mannafélagið Merkúr og Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur. Tala félagsmanna i árslok 95.