Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Qupperneq 15
13
mennsku. Á þessu starfsári, sem nú var lýst að
nokkru, var áliugi verzlunarmanna yfirleitt ágæt-
ur, öflug „agitation" fyrir félaginu úl á við, marg-
ir ágætir ræðumenn, fundasókn góð og fjörugir
fundir.
Á fyrrnefndum aðalfundi, sem haldinn var þann
4. okt. 1920, var formaður kosinn Haraldur Jóhann-
essen og var þetta sjötta starfsár félagsins. Aðal-
umræðuefni starfsársins voru sem hér segir, liin
helztu: Alþýðufræðsla, blaðið Merkúr endurreist
sem skrifað innanfélagsblað, bókasafnið, l'élags-
xnerlci, og kosinn maður i niðurjöfnunarnefnd
Reykjavíkur. Út frá því máli eða aðferðinni, sem
viðhöfð var um þá kosningu, varð sennilega sú
mesta senna, sem upp hefir komið í félaginu fyrr
og síðar.
Aðdragandi málsins var sá, að fram kom tillaga
frá Daníel Kristinssyni, núverandi ritara hjá Eim-
skipafélagi íslands, að Merkúr leitaði liófanna um
að koma manni i niðurjöfnunarnefnd Reykjavík-
ur, scm málsvara verzlunarmanna í Reykjavik.
Ilaraldur sálugi Möller, sem þá átti sæti i stjórn
félagsins, var kjörinn af félagsfundi, til þess að
taka sæti í nefndinni. Hann fékk fyrir harðfylgi
nokkurra manna sæti, sem annar maður á lista
Alþýðuflokksins og var kosinn.
Fjöldi félagsmanna, með Erlend Ó. Pétursson í
fararbroddi, álitu það stórt hneyksli, að fulltrúi
verzlunarmanna i niðurjöfnunarnefnd Reykjavik-
ur væri kosinn af Alþýðufloklcslista, og héldu því