Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Side 16
14
fram, að boðizt liefði sæti á lista Sjálfstæðismanna
sem þriðja manni þar.
En þar liefði kosning lians verið mjög óviss, og
var því ekki þeirra ráði hlítt. Út úr þessum mál-
um urðu fyrnefndar róstur, sem leiddu til þess, að
Erlendur Ó. Pétursson og 57 aðrir félagsmenn
sögðu sig úr félaginu.
Það má óliætt fullyrða, að aldrei hefir verið fjör-
ugri fundur haldinn í félaginu en þann 9. nóv. 1920.
Þar gengu örvarnar og hnýfilyrðin á hæði horð.
Félagatalan, sem var mikið á þriðja liundrað, lækk-
aði á þessu ári niður í 200.
Sjöunda starfsár félagsins var Helgi Hallgríms-
son kosinn formaður í stað Haralds Jóhannessen,
sem liaðst undan endurkosningu sökum annrlkis,
og var Helgi endurkosinn formaður hæði fyrir átt-
unda og níunda starfsár félagsins. Á þessum árum
komu mörg mikilsvarðandi mál til umræðu, og skal
hér skýrt frá nokkrum þeirra: Fánamálið, sam-
skot til austurrískra harna, sem hjóða átti til ís-
lands, hókasafnið, vélritunarkappmót, námskeið
fyrir verzlunarfólk, lokunartími sölubúða, hóka-
safnið, átumeinin i verzlunarstéttinni, stétlarfélög-
in, launamálið, sumarferðalög o. fl.
Þegar liér er komið sögu Merkúrs var kominn
afturkippur í starfsemina, þannig að verzlunar-
menn yfirleitt sýndu ekki eins mikinn áhuga fyrir
málum stéttar sinnar og áður var, og reyndi oft.á
þolgæði stjórnarinnar að halda starfseminni áfram
og gefast ekki upp þótt kalt hlési fyrir félagsmál-
um, sem lögð var áherzla á að koma i framkvæmd,