Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Blaðsíða 18
16
sölu í liverri mynd, sem hún kæmi fram og áleit
það þvingunarráðstafanir, sem ekki ættu að eiga sér
stað í frjálsu þjóðfélagi.
Ýms fleiri mál voru rædd þetta starfsár. Félags-
menn í árslok 150.
Ellefta starfsár var kosinn formaður Helgi Si-
vertsen. Mjög dauft var yfir félaginu þetta ár, og
eftir því sem séð verður af fundarbókum, voru fá
mál rædd, sárafáir fundir haldnir og félagsgjöld
innheimtust illa. Félagar i árslok 110.
Tólfta starfsár var kosinn formaður Benedikt
Sveinsson (nú kaupfélagsstjóri í Borgarnesi). Það
má sama segja um þetta starfsár sem hið síðasta,
að litið gerðist sögulegt, dauft um félagsmál, og er
ekki hægt að sjá að félagsgjöld hafi innheimzt
nema að litlu leyti, fáir fundir og yfirleilt ekkert
í frásögur færandi, og félagatalan fór minnkandi,
var um 100 við áramótin.
Þrettánda starfsár var aftur lcosinn formaður
Valgarður Stefánsson. Aðalmál, sem rædd voru á
þessu starfsári, eru hin lielztu: Bætt um stofnun
söngflokks, húsbyggingarmál, samskólafrumvarp
Jóns Ófeigssonar yfirkennara, búðalokunarlögin,
um verzlunarnám og sérréttindi verzlunarmanna
o. fl. Var á þessu ári stofnaður söngflokkur, fyrsti
stjórnandi Helgi Hallgrímsson, sem þá var orðinn
kaupmaður og heiðursfélagi, sá eini, sem félagið
iiefir útnefnt. í verzlunarnámsmálið var þá skipuð
ný nefnd, sem starfaði að undirbúningi málsins
með nefnd frá Verzlunarmannafélagi Reykjavik-
ur, og með oddamanni frá Verzlunarráði íslands.