Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 20
18
Fjórtánda starfsár var endurkosinn formaður
Valgarður Stefánsson til 10. október 1928 samkv.
nýendurskoðuðum félagslögum. Á starfsárinu voru
ýms mál rædd, og rneðal þeirra: námskeiðin, lióka-
safnið, launamálið, fánamál, félagsmerki (sem þá
voru fengin og seld síðan). Einn pólitískur fundur
var haldinn á árinu og þar ræddar stjórnmála-
stefnur nútímans.
Félagatala í árslok var 168 og því nýlt deyfðar-
tímabil í aðsigi.
Fimmtánda starfsár var Konráð Gíslason kosinn
formaður. Aðalmál, sem rædd voru, t. d. rætt um
að félagið gengi í Samband verzlunarfélaga íslands
(samband, sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
stofnaði til og í munu vera flest starl'andi verzlun-
armannafélög á landinu). Þess skal getið, að tillaga
um þetta var felld, og befir Merkúr ekki enn þá
gengið i nefnt samband. Búðalokunarlögin og
breytingar á þeim, 15 ára afmæli félagsins, rætt um
sameiningu Verzlunarskóla íslands og Samvinnu-
skólans o. fl. mál. Nemöndum beggja fyrnefndra
skóla var lioðið á fundinn og urðu umræður mjög
beitar, en sýnilegur árangur mjög lítill. Félagsmenn
i árslok 135.
Sextánda slarfsár var formaður kosinn Gísli Sig-
urbjörnsson. Aðalumræðuefni þessa slarfsárs voru
hin helztu: Fánamálið, hlutavelta, fyrirlestrar um
verzlunarmál, námskeiðin, húðalokunarlögin, ný
breyting, o. fl.
Á miðju starfsári sagði Gisli Sigurbjörnsson af
sér formennsku, þrátt fjæir áskoranir félagsmanna,