Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Side 29
27
því liúsakynni Verzlunarskólans til fundarlialda,
endurgjaldslaust. Fyrir þenna góða skilning á þessu
málefni verzlunarstéttarinnar á liann margfaldar
þakkir skildar frá öllum þeim, sem i þessu félagi
starfa.
Stjórn félagsins skipuðu í byrjun þessir:
H. A. Tulinius, formaður,
Teitur Kr. Þórðarson, rilari,
Leifur Böðvarsson, gjaldkeri,
Engilbert Einarsson, og
Árni Ólason.
Mér hefir verið kœrt að rifja upp þessar endur-
minningar frá fyrstu fundum félagsins, þótt eg hafi
hér orðið, rúmsins vegna, að sleppa mörgu, sem eg
einnig hefði kosið að minnast á.
Mér er eigi síður lcært að sjá, hversu vel félagið
iiefir dafnað á þeim árum, sem síðan eru liðin, og
eg vil enda þessar línur með þeirri einlægu ósk,
að félagið megi i framtiðinni starfa í sama anda og
það var stofnað og fullkomnast eftir þvi, sem tím-
arnir krefjast og kröfurnar vaxa.
Hallgr. A. Tulinius.