Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 34
32
dúkum. Sá hængur er á þeim iðnaði, að dúkarnir
eru nokkuð grófgerðir — óþjálir. Væri eklci athug-
andi, að endurbæta þessar verksmiðjur, flytja inn
heppilega ull til dúkagerðar. Ættum við þá að
standa öðrum á sporðið i þessum iðnaði. Óunnin
ull kostar örlítinn hluta af verði dúkanna.
Við þurfum að hefja nýtt landnám í víðtækri
merkingu, á þjóðlegum grundvelli. Við erum vön-
ust því, að um þjóðrækni sé talað í sambandi við
tungu og bókmenntir þjóðarinnar. Nú ber okkur
að vinna að því, að liugtakið fái fyllri merkingu.
Árið 1929 greiddum við útlendum mönnum, sem
spiluðu á kaffi- og kvikmyndahúsum hæjarins yfir
100 þúsund krónur. Þessi störf eigum við að inna
af liendi sjálfir. Vonandi bætir Tónlistarskólinn
okkar úr þessu á sama hátt og innlendar smjör-
líkisverksmiðjur fyrirbyggja innflutning smjörlíkis
frá útlöndum. — Lengi mætti halda áfram þessum
hugleiðingum.
Verndartollar og innflutningshöft eru beggja
handa járn. Af mörgum ástæðum er varhugavert
fyrir okkur að hefja viðskiptastríð. Þessmeirinauð-
syn er okkur, að vera af sjálfshvötum vel valcandi
í þessum efnum.
Illutverk verzlunarstétta allra landa er þýðing-
armikið. Farsæld þjóðanna er að nokkuð miklu
leyti undir þvi komin, hvernig sú stétt rækir skyld-
ur sínar. Frá þeirri reglu erum við engin undan-
tekning. Um íslenzka verzlunarstétt má með nokkr-
um rétti segja, að hún sé einskonar brú, sem öðru
fremur tengir okkur við umheiminn. Það reynir