Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 39
37
er, að skiptingin hafi orðið til þess að auka starf-
semi félagsins að ýmsu leyti.
I3að er að mörgu leyti erfitt að greina i sundur
starfsemi deilda félagsins, þar sem stjórnin hef-
ir, á þessu eina ári, sem liðið er, unnið ýmislegt,
sem ekki er frekar fyrir eina deildina heldur en
hinar. Karlmannadeildin hefir komið á og haldið
uppi mörgum námskeiðum, ráðningarskrifstofu o.
fl., sem er vikið að á öðrum stað hér í ÁrbókinnL
— Þó skal minnzt á söngflokk deildarinnar, sem
nú er vel æfður og skipaður mörgum ágætum söng-
mönnum. Hefir flokkurinn látið til sín heyra nokkr-
um sinnum og ávallt við ágætan orðstír. —
Það eru mörg mál, sem fyrir félaginu liggja, mál,
sem liljóta að verða innt af liendi -— og þvi fyr
því hetra. — Skulu hér nefnd nokkur.
Félagið þarf að geta liaft fundi sína og hæki-
stöðu á góðum og lientugum stað, þar sem félags-
menn geta hitzt utan funda og rætt sín mál. —
Merkúr þarf að eignast sitt eigið heimili — sitt
eigið hús. — Er skilningur manna fyrir þessu vel-
ferðarmáli félagsins að aukast, og er það von min,
að innan nokkurra ára verði unnt að reisa hús
fyrir félagið. —- En á meðan félagið getur ekki
reisl sér hús, þá mun vera full ástæða til að út-
vega hentugt húsnæði fyrir það. — Hefir stjórn-
in þegar hafizt handa um það mál, og verður von-
andi ekki langt að hiða að heimili Merkúrs verði
opnað fyrir félagsmenn.
Alvarlegasta og mesta vandamál Merkúrs er, nú
sem oftar, aðgerðarleysi og athafnaleysi megin-