Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Side 40
38
þorra félagsmanna, — og annara verzhniarmanna.
— Það er sorglegt en satt, — að ennþá Iiefir ekki
tekizt að vekja menn til starfa — til þess að vinna
að þeirra eigin hagsmunamálum. -— Ennþá eru
flestir verzlunarmenn í Rvik svo lítt hugsandi, að
þeir skilja ekki að samtakalausir mega þeir ekki
vera, — sjálfs sín vegna. — Getur þeim aldrei
orðið það ljóst, hversu litlu þeir fá áorkað um
sín liagsmunamál, cf þeir eru samtakalausir og
sundraðir. —
Ef þér, sem þetta lesið, vilduð stinga hendinni
í eigin barm og atlniga hvað þér hafið gert fyrir
málefni stéttarsystkina yðar, mynduð þér þá geta
sagt: „Eg hefi gert skyldu mína.“ — Ennþá munu
þeir verzlunarmenn þvi miður ekki vera margir,
:sem geta sagt það; þeir hafa af hugsunarlevsi van-
rækt sín skyldustörf. — En svo mikið traust her
eg til verzlunarmanna þessa bæjar, að þeir sýni
það nú í orði og í verki, — ekki einn, lieldur allir
sem einn, — að þeir vilja sin mál fram. — Mál,
sem hingað til liafa verið vanrækt af þeim all-
flestum, en sem eru til liagsbóta þeim öllum.
Markmið Merkúrs er að fá alla verzlunarmenn
Rvikur, bæði karla, konur og sendisveina undir
merki sitt. — Félagið heldur fram þeirra málum
í hvívettna, — og það er sjálfsögð skylda þeirra
að hjálpa til að koma þeim málum öllum fram. —
Merkúr er yðar félag, — eruð þér félagi Merkúrs?
Rvík í desember 1931.
Gísli Sigurbjörnsson.