Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Side 44
42
verzlunarstúlkur þær, er ekki tala á fundum og
jafnvel þó þær mæti ekki á fundum, sem þó ætti
að vera það sjálfsagða, skrifi greinar í blað þetta.
Takmark deildarinnar er fyrst og fremst að
vinna að þvi að kvenfólk fái greitt sama kauj) fyr-
ir sömu vinnu og karlmenn, og ennfremur að bæta
kjör verzlunarstúlkna á allan liátt svo sem unnt er.
Takmarkið er stórt og langt frá okkur, en við
getum nálgast það, ef við viljum aðeins vinna að
því i sameiningu og með réttsýni, þvi að ef liverri
stúlku finnst það sín skylda, að vera í þvi félagi,
sem bún tilbeyrir, þá mun verkið reynast létt, en
ef bún aftur á móti bugsar, að ekkert muni um
sig og að hún geti ekkert gagn gert, ])á skjátlast
henni algerlega, — það er tími til kominn, að verzl-
unarstúlkur felli grimuna og verði sjálfstæðari. —
Gangið þvi i eina verzlunarmannafél. (þ. e. sem
aðeins er skipað verzlunarþjónum) sem liefir sér-
staka deild fyrir ykkur, — Verzlunarmannafélag-
ið Merkúr.
Reykjavík, 11. desember 1931.
Elinborg Þórðardótiir.