Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 46
44
um tíma, að þeir eru duglegir og hafa fullan áhuga
og skilning á sínum málum. -—-
í sumar liéldu þeir uppi ferðum um nágrenni
Rvíkur, og voru þær ferðir ávallt vel sóttar. —
Frægustu ferðina fóru þeir austur að Gullfossi,
og tóku yfir 60 drengir þátt í þeirri för. — Ýms-
ar skemmtanir liefir deildin haldið. Velrarliátið
héldu þeir í nóvemher síðastl., og var þar marg-
menni mikið saman komið — og skemmtu allir
sér hið hezta.
En þó að sendisveinar liafi oft skemmt sér, þá
má enginn halda, að þeir hafi gleymt tilgangin-
um með félagi sínu, — sem er að vinna að bætt-
um hagsmunum og kjörum sínum. —
Sendisveinadeildin fékk því til leiðar komið við
félag matvörukaupm. og heildsala, að þeir munu
framvegis gefa sendisveinum sínum frá 7—10 daga
sumarfrí. — Var það í fyrsta skipti í sumar, að
margir drengir fengu sumarfrí, — enda þólt þeir
liefðu um mörg ár verið sendisveinar.
Kvöldskóla hefir sendisveinadeildin sett á stofn
fyrir meðlimi sína. Er aðsókn ágæt og stunda þar
yfir 60 drengir nám, sem reyndar er ekki nema
6 timar vikulega. — Er ánægjulegt að vita, að
sendisveinar allflestir liafa áhuga á að afla sér
frekari þekkingar. — Þeir virðast skilja, að mennt-
un er afl, sem liverjum þeirra er nauðsynlegt til
þess að komast áfram í lifinu. —
1 vetur liefir deildin fengið samninga við stærri
fataverzlanir bæjarins um sérstakan afslátt, og í
sumum tilfellum gjaldfrest á þeim vörum, sem