Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 47
45
sendisveinar þurfa að nota. Hafa þegar nokkrir
drengir getað fengið sér hlýjan vetrarfrakka, sem
ella liefði ekki verið það kleift. —
Ráðningarskrifstofa Merkúrs hefir lijálpað sendi-
sveinum dyggilega í atvinnuleit þeirra i vetur. Hafa
yfir 30 sendisveinar fengið atvinnu fyrir atbeina
skrifstofunnar og er það vel farið. —
Sendisveinar eiga mörg áhuga- og hagsmunamál.
Kaup þeirra er almennt lágt og vinnutimi langur.
Mun verða lagt allt kapp á að bæta úr þessu, —
og munu sendisveinar sýna það í verki, að þeim
tekst að koma sínum málum fram.
Fyrstu stjórn deildarinnar skii^uðu:
Friðfinnur Friðfinnsson, formaður,
Gisli Friðbjörnsson,
Indriði Ilalldórsson, og umsjónarmenn Haukur
Björnsson og Gisli Sigurhjörnsson.
Seinna voru kosnir i stjórn:
Skúli Zophoníasson, formaður,
Friðfinnur Friðfinnsson og Indriði Ilalldórsson
og umsjónarmaður Gisli Sigurbjörnsson, sem hefir
verið það síðan.
Núverandi stjórn deildarinnar skipa þeir:
Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður,
Friðfinnur Friðfinnsson,
Adólf Björnsson,
Björn Bjarnason,
Tryggvi Guðmundsson.
Hafa allir þessir sendisveinar og margir fleiri,
lagt á sig mikla vinnu til þess að sýna og sanna