Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Side 59
Frjáls verzlun. — Imilená viðskipti.
Markmið verzlunarmannafélagsins Merkúr er að
efla og hlúa að innlendri og frjálsri verzlunarstétt
og viðskiptum hennar, aulc þess sem félagið er
hreint stéttarfélag atvinnuþiggjanda innan stéttar-
innar.
Það er fvrsl og fremst undir verzlunarstéttinni
komið, að hve miklu leyti tekst í náinni framtíð
að gera svo að segja öll viðskipti hér á landi,
hverju nafni sem nefnast, innlend, þ. e. a. s., henni
er þetta mögulcgt, fái hún að starfa í friði á frjáls-
um verzlunargrundvelli, og studd af stjórnarvöld-
um þessa lands, en ekki heft á höndum og fótum,
rógborin og nídd.
Eg ætla þegar í upphafi að víkja að því, að i
verzlunarmannafélaginu Merkúr eru nýtir og góðir
félagar úr öllum stjórnmálaflokkum, vegna þess,
að lelagið er ópólitískt, þ. e. a. s. innan vébanda
þess er bannfærð öll pólitík, nema i fyrsta lagi
sú, sem snertir stéttarhagsmuni félagsins, — því
stéttasamtökum sínum fylgja allir félagar fram
sem einn maður, — og í öðru lagi kemur til sú
staðreynd, að vfirgnæfandi meiri hluti félagsmanna