Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Síða 61
59
sanni kallað sig íslenzkan kaupsýslumann eða
danskan, — eða guð veit hvað. Fyrst framleiðslan:
Kaupa aldrei nema innlenda framleiðslu, ef liún
er jafngild útlendri að gæðum og verði, aftur á
móti íslenzk framleiðsla, sem stendur og fellur með
verndartollum, á ekki tilverurétt, þvi aðeins sú
framleiðsla, sem er samkeppnisfær, á rétt á sér.
Þvi næst: Notið aldrei nema íslenzkan skipakost.
Hér verður að ganga feti lengra: Nota íslenzka
skipakostinn, þótt liann í sumum tilfellum verði
jafnvel dýrari, aðeins ef gjöldin eru „normal“, því
sýnt er fyrir löngu, að allar gjaldalækkanir erlendra
skijja hér eru gerðar með það eilt fyrir augum,
að sú lækkun gefi ærna vexti, er islenzku sigling-
unum er lmekkt. Því næst: Vátryggið allt, flutn-
ingstryggingum og geymslutryggingum, aðeins hjá
íslenzku félagi, ef kjör þess eru samhærileg út-
lendum, og jafnvel með sama viðauka sem um
siglingarnar, þó þess þurfi tæplega við. Má verzl-
unarstéttin vera lireykin af þvi, hversu fast hún
hefir staðið í ístaðinu? Athugið málið, kaupmenn,
og dæmið sjálfir.
Um innlenda nýiðnaðinn er ekki liægt að dæma.
Hann er að eflast, og velvilji verzlunarstéttar og
n'evtanda fer vaxandi í lians garð, jafnvel þar sem
hann stendur sízt erlendum á sporði. — Þá hafa
útleiul skip nokkuð annan ágóða en þann, sem
kemur fyrir að flytja „fob“-keyptan varning til
sinna lieima?
Þarna kemur nú rélt lýsing á landanum. Að visu
verða íslendingar að nota erlend skip til flutninga