Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Side 63
61
danska tryggjendur fá lielminginn,ogverðið um leið
þessum 37 þús. kr. liærra. lJetta skeður á sama tíma,
sem Danir liafa vátryggingarumboð í hverju skoti
á fslandi, en íslendingar snerta ekki danska mark-
aði. Svona liorfir nú þessu við. Eg bið alla kaup-
sýslumenn að gá í eigin barm.
Hvernig er svo afstaða núverandi stjórnarvalda.
Fyrst, afstaða þeirra lil þjóðlegu málanna. Eg las
fyrir stuttu i stjórnarblaðinu grein frá einum ráð-
herranum, þar sem liann bvetur þjóðina til að
búa að sínu. Góð orð og þjóðlega töluð,
Því miður eru miklir brestir á, að ríkisstjórn-
in haldi þelta boðorð sjálf. Hefi eg ákveðin dæmi
fyrir mér um það, þótt eg tilfæri þau ekki hér.
Hér gildir hið saina um stjórnarvöldin og verzl-
unarstéttina, og livað annað: Þau eru eklci sterk,
nema hugur og hönd fylgist að.
Merkúr krefst þess af sérhverjum valdhöfum, að
þeir finni skyldu hinna árvökru útvarða hvíla á
herðum sér, þegar um verndun og viðhald íslenzkra
viðskipta ræðir, og að þeir láti til sinna kasta koma,
þegar út af bregður.
Það liefir því miður komið fyrir, að ábyrgir vahl-
hafar liafa atyrt og nítt verzlunarstéttina í heild
sinni, opinberlega. Slíkt á livergi að koma fyrir, —
allra sízt úr ráðherrastóli.
Verzlunarstéttin er viðurkennd stétt, og á jafna
vernd skilið og virðing og hver einasta önnur stétt
innan löglegra vébanda þjóðfélagsins.
Að endingu ætla eg að víkja fáum yfirlitsorðum
að öðrum meginþætti i stefnu Merkúrs: Samtök-