Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Blaðsíða 71
69
arskólahúsi við Grundarstíg, sem er eitt hið hezta
skólaliús bæjarins, með rúmgóðum og björtum
kennslustofum, sýnishorna- og bókasafns-herbergi
auk nauðsynlegs útbúnaðar og þæginda. Allt þetta
getum við þakkað islenzku kaupmannastéttinni, sem
hefir frá byrjun slcólans lialdið honiiín að mestu
leyti uppi með fjárgjöfum og annari hjálp, því rík-
isstyrkur hefir alltaf verið mjög lítill, sérstaklega
þegar tekið er tillit til hvað aðrir skólar liafa fengið
og eins þegar tekinn er til greina nemandafjöldi
skólans.
Skólaráð Yerzlunarskólans er skipað eins og hér
segir:
Fulltrúi frá Verzlunarráði Islands, hr. framkvstj.
Carl Proppé.
Fulltrúi frá Verzlunarmannafélagi Reykjavikur,
hr. umboðssali Egill Guttormsson.
Fulltrúi frá Félagi íslenzkra stórkaupmanna, lir.
stórkaupm. Björn Ólafsson.
Fulllrúi frá Félagi íslenskra botnvörpuskipaeig-
anda, hr. framkvstj. Ásgeir Þorsteinsson.
Fulltrúi frá Félagi matvörukaupmanna í Reykja-
vik, hr. kaupm. Valdimar Þórðarson.
Fulltrúi frá Verzlunarmannafélaginu Merkúr —
undirritaður.
Verzlunarskólinn er kominn á miklu fastari grund-
völl nú, þar sem stjórnina skipa fulltrúar frá svo
mörgum og öflugum félögum og nú verða betri skil-
yrði fyrir nemendur sem útskrifast af skólanum að
fá atvinnu, þar sem i þessum félögum eru svo að
segja allir kaupsýslumenn þessa lands.