Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Blaðsíða 75
73
aldrei minni en % af upphæð seðla, er í umferð eru
(þó ekki minni en 2 miljónir króna). — 1 kg. af
gulli jafngildir 2480 krónum. — Bankinn kaupir
ómyntað gull fyrir það verð.
Bankanum er stjórnað af nefnd og er ráðlierra
sá, sem með bankamál fer, formaður þeirrar nefnd-
ar. íÞ'að er æðsta stjórn bankans. Nefnd þessi er kos-
in af Alþingi til 6 ára í senn, og eiga í henni sæti
15 menn. — Þá er 5 manna bankaráð. Formaður
þess er skipaður til 5 ára af ráðherra, en 4 banka-
ráðsmenn kosnir af bankanefndinni til 4 ára i senn.
— Loks eru þrír framkvæmdastjórar, skipaðir af
bankaráðinu.
IJtibú: Á ísafirði, Akureyri, Eskifirði, Selfossi og
í Hafnarfirði.
Skrifstofa Klapparstig 29.
Aðalbankinn er opinn daglega kl. 10—3, nema á
laugardögum kl. 10—1. — Skrifstofan, Klapparstíg
29, opin daglega kl. 2—7.
Útvegsbanki íslands.
Útvegsbankinn (á ensku: The Fishing Trade Bank
of Iceland) er hlutafélag 7 miljón króna hlutafé og
á ríkið meiri hluta af því. Aðalfundur hluthafa kýs
yfirstjórn bankans, 5 manna bankaráð, sem aftur
skipar framkvæmdastjóra bankans, sem nú eru 3.
Útvegsbankinn tólc við eignum og skuldbinding-
um Islandsbanka, sem stofnaður var 1903, en hætti
1930. Þegar íslandsbanki liætti, hafði hann rétt til
útgáfu seðla, lcr. 4 miljónir. Útvegsbankinn var