Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 76
74
með lögum, skyldaður til að draga inn seðla þessa
þegar í stað, en þegar þetla er ritað (nóv. 1931),
hefir hann þó enn þá seðla i umferð, samkvæmt
undanþágu.
Útibú: A ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og í Vest-
mannaeyjum.
Bankinn er opinn daglega kl. 10—-12 og 1—4,
nema á laugardögum kl. 10—1.
Búnaðarbanki fslands.
Búnaðarbankinn (á ensku: The Bural Bank of
Iceland), sem er ríkiseign, hóf starfscmi 1930. Var
hann eingöngu stofnaður til styrktar landbúnaðin-
um og veitir hann ekki lán til annars en eflingar
Jjeirri atvinnugrcin. -— Stjórn hans skipa 3 menn,
allir skipaðir af ráðherra þeim, er fer með land-
búnaðarmál, einn aðalbankastjóri og tveir gæzlu-
stjórar. Landbúnaðarráðherrann er yfirstjórnandi
hankans. Ríkið ábyrgist skuldbindingar bankans og
innstæðufé manna í bankanum.
Bankinn starfar i 6 deildum, og eru þær:
Sparisjóðs- og rekstrarlánadeild. Ríkisstjórnin
hefir heimild til þess að ábyrgjast 3 milj. króna
lán lianda þessari deild.
Veðdeild.
Bústofnslánadeild. Veitir m. a. lán gegn veði í
lcvikfé.
Ræktunarsjóður.
Lánadeild smáskipa við kaupstaði og kauptún.