Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 79
Sérherbergi.
Oft heyrum við eldri kynslóðina kvarta yfir unga
fólkinu og bregða þvi um hugsjónaleysi. „Það vill
ekkert,“ er sagt. En þó lítið hafi verið um samtök
hjá ungu stúlkunum liingað til, þá hafa þær með
þegjandi samkomulagi hafið kröfu, sem mæður
okkar þekktu ekki. Þessi krafa er: „Sérherbergi“.
Krafan er meira að segja farin að fá dálitla áheyrn,
þvi oft sjást svona auglýsingar: „Stúlka óskast í
létta vist. Sérherbergi.“
Reyndar heyrum við oft sagt að það sé ekki af
góðu, að stúlkurnar vilji liafa sérherbergi, það sé
til þess eins, að geta tekið á móti lieimsóknum pilt-
anna án allrar íhlutunar annara. Þó svo væri, gæti
það varla talizt synd, en skyldi það nú vera aðal-
ástæðan til þessarar kröfu?
Mæður okkar liafa yfirleitt ekki haft inikið af
■sérherbergjum að segja, og mæður þeirra enn
minna. Hver hafði sitt rúm í baðstofunni, og þó
■ekki alltaf. Þar sátu menn við vinnu sína, og liugs-
uðu meira en nú, er okkur sagt. Þar lærðu börnin
að skrifa á fjöl, sem lögð var yfir hnéð, og gaml-
ir, notaðir pennar voru þá sendir langar leiðir eins