Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 85
83
8. gr.
Árstillag sé kr. 10.00 fyrir karlinenn og kr. 0.00
fvrir kvenfólk og greiðist fyrir 1. október ár livert.
Af því skulu kr. 2.00 renna í Húsbyggingarsjóð
Verzlunannannafélagsins „Merkúr“. Nýir meðlim-
ir grciði fyrsta ársgjald við inntökn. Þó skulu þeir
sem ganga inn eftir 1. maí ekki greiða nema hálft
gjald, og skal þeim þá afhent félagsskirteini. Fé-
Iagsskírtcini gildir sem aðgöngumiði að aðalfundi
félagsins, það ber að sýna á skemmtunum og sam-
komum félagsins, ef þess er krafizt. Félagsskír-
teinið gildir aðeins milli aðalfunda. Meðlimir sem
dvelja utan Reykjavikur ár eða lengur, eru gjald-
fríir þann tíma. Af innkomnum árstillögum skal
renna 10% lil Verzlunarskóla Islands, svo lengi
sem fclagið hefir fulltrúa í skólaráðinu. Sendi-
sveinar greiði kr. 2.(X) í árstillag, en af því rennur
ekkert í búsbyggingarsjóð.
9. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum og 3 til
vara. Skal á aðalfundi kjósa 4 þeirra, formann sér-
staklega og hina þrjá alla í einu lagi. Auk þess
skal formaður framkvæmdarnefndar Kvennadeild-
ar félagsins sjálfkjörinn í stjórn þess. Stjórnin
skal kosin skriflega og lil eins árs í senn og má
endurkjósa stjórnendur.
Einnig skal á þeim fundi kjósa 2 endurskoðend-
ur og 2 til vara, lil næsta aðalfundar. Ennfremur
skal þá kjósa í allar fastar nefndir, er starfa í fé-
laginu.
6*