Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 95
Formaðurinn okkar.
Hann heitir Gisli Sigurbjörnsson, ungur maður,
rúmlega tvítugur að aldri, lítill vexti, fótlwatur,
fríður sýnum, með stórt liöfuð. En margur er knár
þó hann sé smár, og mun þetta máltæki sann-
ast hér.
En hvað er fleira að segja um manninn? Hvers
vegna er hann formaður félagsins? Hvað hefir
hann til þess unnið? Hvað hefir liann gert? Hvað
hefir hann lært? Og hvað er heimtað af formanni
í stéttarfélagi verzlunarmanna í Reykjavík?
Þessum spurningum hlýtur að skjóta upp, ef um
Gísla er talað. Þessum spurningum vildi eg svara.
Formaður félagsins er liann af því, að hann hefir
sýnt það meiri starfsorku, starfsvilja, þrautseigju
og lægni að koma fram málum stéttarinnar en
nokkur annar einn maður í okkar hóp hefir nokk-
urn tíma sýnt.
Vakandi og sofandi liugsar Gisli um velferðar-
mál okkar og ann þeim málum heitast allra mála,
hamingjunni sé lof, þess vegna er hann formað-
ur okkar.
Það var Gisli sem tók við félaginu, sem þá var
i mikilli deyfð, árið 1929. Þá var hann eini mað-