Árbók 1931 - 1932 - 01.01.1931, Page 97
95
En hvað er heimtað af formanni félagsins? Ilvað
viljum við að liann geri fyrir okkur?
Hann á að vera vakandi fyrir öllum þeim um-
hótum, sem hægt er að fá framgengt fyrir verzl-
unarmenn (félagsmenn).
Hann á að laða að sér stéltarbræður og systur
okkar og fá þau til þess að vinna félagsmálum og
áhugamálum stéttarinnar allt það gagn, sem
unnt er.
Hann á að koma fram fyrir okkar hönd sem
fyrsti maður, sem fulltrúi okkar stéttar, hann á
að vera útvörður okkar, og ópólitískur gagnvart
hagsmunamálum stéttar okkar, liann á að vera
gentlemaður.
Gísli hefir að mínum dómi alla fyrnefnda kosti
til að bera.
F élagsmenn! Verzlunarmenn!
Hafið hugfast, að fyrsta krafa formannsins okk-
ar lilýtur að vera sú, að við félagsmenn bregðumst
ekki því trausti, sem liann sem formaður félagsins
hefir til okkar horið, og að við sýnum allan okk-
ar vilja i því að öll okkar áhugamál verði giftu-
samlcga til lykta leidd, en því aðeins má það verða,
að saman fari traust til formannsins og einlægur
og samvizkusamlegur vilji allra félagsmanna.
Strengjum þess heit, að svo megi verða, þá er
sigrinum náð.
Félagsmaður.