Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.11.1930, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.11.1930, Blaðsíða 2
82 BRÆÐRABANDIÐ KRISTILEGT SAMTAL Sú list, ef vjer getum komist þannig að orði, að halda uppi kristilegu saintali, er lítið rækt og sjaldan iðkuð. Satt að segja virðist það vera regla jafnvel meðal hinna kristnu, að iðka alls ekki trúarlegt samtal, að minsta kosti ekki nema við og við og aðeins við sjerstök tækifæri. Vjer höfum oft veitt því eftirtekt, að þegar samtalið snýst um Quð, Biblíuna og trúarlifið — sjerstaklega, ef uin er að ræða persónulegt mál — þá er það meira eða minna þvingað; en byrji mað- ur þar á móti að tala um einhverja nýja bók, síðustu frjettir frá fjelagslífinu, eða yfirleitt hverja heimslega hluti sem eru, þá verður talið strax ljett og liðugt. Að sjálfsögðu eru undantekningar frá þessari reglu. Til eru einstakar mann- eskjur og heilar fjölskyldur, sem ánægju- legt er að tala við um trúmál. Hin dýr- mætu sannindi Guðs orðs, persónuleg reynsla 1 andlegu Iífi, jörð og himinn athuguð I hinu guðdómlega ljósi, eru þau efni, sem þær æskja að dvelja við. Hvers vegna er þetta þannig? Er það satt, sem sumir fullyröa, að trúarbrögð og andlegir hlutir sjeu alt of heilagir til að hafa þá fyrir umtalsefni? Ber að líta svo á, að trúarbrögðin tilheyri eingöngu hjartanu - liinu innra lifi — og ekki tungunni og inálinu. Vjer vitum að þetta er skoðun sumra. Án efa er þetta trú og tilfinning sumra heiðarlegra sálna og einlægra; en í slíkum tilfellum fer jafnan fram óviðeigandi samtal, þegar svipaðar manneskjur eru viðstaddar. Þeir menn, sem lifa djúpu andlegu lífi, hafa eitthvað það við sig, sern talar án þess að viöhafa orð. Venjulega er þó sú af- sökun, að þetta sje of heilagt til að gjöra það að umtalsefni, fremur viðbára en ástæða til þagnarinnar, sem alment ríkir hvað þessu viðvíkur. Þó lesum vjer eftirfarandi I Guðs orði: „Slíkt mæla þeir hver við annan, sem óttast Drottin, og Drottinn gefur gætur að því og heyrir það.“ Hjer kemur tvent fram, sem eru dýrmæt sannindi. Guðs fólk, sem er I kærleika hans, og hver elskar annan, talar oft hver til annars og hver við annan um himnesk og andleg mál; og það sem er enn þá meira, Drottinn gefur gætur að því. Og hver getur sagt, að hann með anda sín- um sje ekki raunverulegur þátttakandi 1 öllu verulegu trúar-samtali? Aftur sjá- um vjer, að „af gnægð hjartans mælir munnurinn." Hljótum vjer nú ekki að fallast á, að þegar kristnar manneskjur koina saman, þá muni streyma af vör- um þeirra ánægjulegt trúarsamtal, óþvingað, ef hjörtu þeirra liafa yfirfljót- anlegt af kærleika og andlegu lífi? Hvað sjáum vjer fegurra I Biblíunni en það, sem átti sjer stað rjett eftir upp- risu Drottins vors, þegar liinir tveir sorgmæddu lærisveinar voru á leið frá Jerúsalem til Emaus, og hinn upprisni Drottinn kom sjálfur og slóst i för með þeim? Þeir töluðu saman um þá undur- samlegu hluti, sem skeð höfðu á þess- um hræðilegu dögum, um vonbrigði sín og mæðu út af öllu þessu. Þá var það, að Drottinn kom sjálfur og tók þátt í samtali þeirra. Þeir hjeldu að hann væri einhver ókunnugur; samt hikuðu þeir ekki við að skýra honum frá öllum ástæðunum fyrir raunum sln- um og hryggu hugsunum, er hann svaraði með þvi að ljúka upp Ritning- unum fyrir þeim, og útskýra alt það, er var ritað um hann. Hversu brann ekki hjarta þeirra, er

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.