Bræðrabandið - 01.11.1930, Side 3
BRÆÐRABANDIÐ
83
hann talaöi til þeirra á leiðinni! Efast
nokkur, sem þekkir dálítið til þess kraft-
ar og huggunar, er veitist fyrir kristi-
legt saintal, um, að hinn saini Drottinn
sje nálægur, hvar sem talað er uin þau
mál, sem honum tilheyra? Hefir nokkur
nokkurntíma haft það fyrir venju að tala
við alvörugefna, kristna vini, án þess aö
öðlast huggun og endurnæringu fyrir
samtalið? Er það ekki á þann hátt, sem
vjer, ásamt öllum hinum heilögu, fáum
skilið breidd, lengd, dýpt og hæð, og
þekt kærleika Krists, sem er æðri öllum
skilningi?
Setjum svo að kristnar manneskjur,
þegar þær heimsækja hver aðra á víxl,
eða þegar þær mætast af hendingu,
spyrðu eftir hinu andlega ástandi hvers
annars eða eftir aukinni þekkingu á
Guðs orði. Getur nokkur efast um hvaða
áhrif slik venja mundi hafa á liina kristnu
og Guðs málefni? Það var leitt, að fyrst
kristnar manneskjur geta talað óþvingað
og liöugt um öll önnur efni, þá skuli
þetta eina — sein er öllum öðrum efn-
um æðra bæði að þvl ar skemtun snertir
og mikilvægi ávalt vera sett til hlið-
ar og skilið eftir.
Kristilégt samtal ætti ekki að vera
stutt og slitrótt, eins og vjer skömmuð-
umst vor fyrir Krist; ekki orðamælgi,
eins og hjá Faríseunum í bænum þeirra;
ekki þvingað eða óeðlilegt, eins og sam-
talið væri skyldustarf, sem væri um að
gjöra að afkasta sem fyrst; heldur
óþvingað, eðlilegt og óbreytt, eins og
þegar hvert annað mál er tekiö til at-
hugunar og yfirvegað. Það þarf að verða
almennara meðal vor, að iðka djúpar,
kristilegar samræður. Ef við stöndum I
innilegu samfjelagi við Drottin, þá mun-
um vjer og vera i hinu rjetta hugar-
ástandi til að tala til hvers annars, og
I þessu hugarástandi, mun oss vera ljett
um tungutak, og tal vort vera eðlilegt.
Smávegis frá ráðstefnunni
í San Francisco.
Meðan á hinni andrlku ræðu bróður
Spicers stóð, fyrsta hvíldardaginn,
leiddi Heilagur Andi alla hina fjölmennu
ráðstefnu til að vigja sig og helga enn
betur Guði og starfi hans hjer á jörðu.
Næsta hvildardag áður flutti hinn ný-
kosni forinaðar aðalráðstefnunnar, br.
Watson, alvarlegan boðskap, og hinn
ótölulegi systkinaskari fórnaði af efnum
slnum svo, að saman kom upphæð, er
nam næstum hundrað þúsund dollur-
um. Þessi upphæð stækkaði enn betur
síðar, svo að hún nain yfir 100 000 doll-
urum eða næstum 460 000 íslenskum
krónum. Ekkert er Guði um megn!
Margir þeirra, er viðstaddir voru,
mundu vel eftir þvi, þegar söfnuðurinn
var alt I alt enn ekki fimm þúsund með-
limir. Af skýrslu formannsins, br. Spi-
cer, kom I ljós, að meira en eitt hundrað
þúsund (104 226) nýir meðlimir höfðu
tekið sklrn og gjörst meðlimir safnað-
arins á siðasta fjögra ára timabilinu.
Það er mikil ástæða til að þakka Guði
fyrir þetta, sjerstaklega þegar þessi
skýrsla er borin saman við þá, sem jeg
hefi nú 1 höndum frá einum hinna
stærstu mótmælenda-safnaða I Banda-
ríkjunum. Þessi kirkjusöfnuður telur
miljónir meðlima og hefir næstum ótelj-
andi fjárhagslegar hjálparlindir I sinni
hendi. Samkvæmt skýrslu þessari, sem
er fyrir árið 1929, hafði þessi söfnuður,
I stað þess að aukast, tapað 25 000
meðlimum.
Af skýrslu ritarans verður sjeð, af
„netto“ aukningu safnaðar vors, 50 000
meðlimum, voru 39 598 utan Bandarlkj-
anna, og sýnir þetta, að ekki er lengur
hægt með rjettu að kalla Aðventboð-
skapinn amerikanska hreyfingu. Af hin-
um ca. 300 000 meðlimum er aðeins